„Það er erfitt að lýsa þessu. Við vorum svo óheppnir í úrslitaleiknum í fyrra, í ensku úrvalsdeildinni í ár og höfum svo oft verið óheppnir. En það gerir þetta sætara,“ sagði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, eftir sigurinn á Tottenham, 0-2, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Liverpool tapaði fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra en í ár var annað uppi á teningnum.
„Við nýttum vonbrigðin og héldum áfram allt til loka. Ég er svo stoltur að vera hluti af þessu liði. Við höfum verið frábærir allt tímabilið,“ sagði Henderson.
Liverpool varðist vel í úrslitaleiknum í kvöld og gaf fá færi á sér.
„Við spiluðum ekkert sérstaklega vel í kvöld en sýndum karakter og kláruðum þetta,“ sagði Henderson að lokum.
Henderson: Höfum verið óheppnir en það gerir þetta sætara

Tengdar fréttir

Twitter eftir úrslitaleikinn: "Gott að elska lið eins og Liverpool“
Stuðningsmenn Liverpool voru líflegir á Twitter.

Sjáðu mörkin sem tryggðu Liverpool Evrópumeistaratitilinn
Liverpool varð Evrópumeistari í kvöld eftir sigur á Tottenham, 0-2.

Forsætisráðherra fagnar því að bikarinn sé kominn heim
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er eldheitur stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool sem fyrr í kvöld varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins með sigri á Tottenham á Metropolitano-vellinum í Madríd.

Liverpool Evrópumeistari í sjötta sinn
Mohamed Salah og Divock Origi skoruðu mörk Liverpool í úrslitaleiknum gegn Tottenham.

Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks.