Vorverk Netanyahu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 2. júní 2019 08:03 Vorverk eða öllu heldur voðaverk Ísraelsstjórnar gegn innilokuðum íbúum Gaza-svæðisins eru fastir liðir einsog venjulega. Við notum líka orðið hryðjuverk sem þýðingu á terror eða ógn. Terrorismi er það kallað þegar ógnarverkum er beitt til að hræða fjöldann og sveigja hann undir vald sitt. Ísraelsstjórn er ógnarstjórn sem beitir terrorisma og hefur gert frá upphafsdögum Ísraelsríkis. Eftir eina árásahrinu einsog þá sem er nýyfirstaðin á Gaza, þar sem konur sem karlar og börn eru myrt miskunnarlaust og fyrir þá ástæðu að Netanyahu og öðrum leiðtogum Ísraelsríkis finnst ekki nóg að láta drepa einn og einn Palestínumann einsog gert er í hverri viku allan ársins hring. Netanyahu, forsætisráðherra þessa ríkis sem grundvallast á ógn gagnvart nágrönnum, finnst nauðsynlegt að „slá flötina af og til",“ einsog hann hefur orðað það. Það er að grípa til stórárása, sprengja heimili fólks í loft upp, jafnvel heilu fjölbýlishúsin, margra hæða blokkir ef því er að skipta; myrða og limlesta almennna borgara í tugatali, hundruðum saman og jafnvel í þúsundatali einsog gert var á 50 dögum sumarið 2014. Þá voru yfir meira en 2200 manns myrtir, þar á meðal 551 eitt barn. Þessar tölur áttu eftir að hækka á mánuðum og árum á eftir, þegar börn og fullorðnir sem særst höfðu alvarlega, dóu af völdum sára sinna. Að þessu sinni tókst með milligöngu Egypta og Qatara að stöðva morðæðið eftir rétt rúma tvo sólarhringa. Þá höfðu fjórir Ísraelsmenn fallið sem er óvanlega mikill stríðskostnaður Ísraels megin. 25 Palestínumenn voru drepnir, þar á meðal tvær barnshafandi konur og tvö eins árs börn. Eftir situr spurningin hvort þetta hafi verið nóg fyrir Netanyahu eða hvort honum finnist það þurfi að slá grasflötina betur í náinni framtíð?Höfundur er læknir og fyrrverandi formaður Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Vorverk eða öllu heldur voðaverk Ísraelsstjórnar gegn innilokuðum íbúum Gaza-svæðisins eru fastir liðir einsog venjulega. Við notum líka orðið hryðjuverk sem þýðingu á terror eða ógn. Terrorismi er það kallað þegar ógnarverkum er beitt til að hræða fjöldann og sveigja hann undir vald sitt. Ísraelsstjórn er ógnarstjórn sem beitir terrorisma og hefur gert frá upphafsdögum Ísraelsríkis. Eftir eina árásahrinu einsog þá sem er nýyfirstaðin á Gaza, þar sem konur sem karlar og börn eru myrt miskunnarlaust og fyrir þá ástæðu að Netanyahu og öðrum leiðtogum Ísraelsríkis finnst ekki nóg að láta drepa einn og einn Palestínumann einsog gert er í hverri viku allan ársins hring. Netanyahu, forsætisráðherra þessa ríkis sem grundvallast á ógn gagnvart nágrönnum, finnst nauðsynlegt að „slá flötina af og til",“ einsog hann hefur orðað það. Það er að grípa til stórárása, sprengja heimili fólks í loft upp, jafnvel heilu fjölbýlishúsin, margra hæða blokkir ef því er að skipta; myrða og limlesta almennna borgara í tugatali, hundruðum saman og jafnvel í þúsundatali einsog gert var á 50 dögum sumarið 2014. Þá voru yfir meira en 2200 manns myrtir, þar á meðal 551 eitt barn. Þessar tölur áttu eftir að hækka á mánuðum og árum á eftir, þegar börn og fullorðnir sem særst höfðu alvarlega, dóu af völdum sára sinna. Að þessu sinni tókst með milligöngu Egypta og Qatara að stöðva morðæðið eftir rétt rúma tvo sólarhringa. Þá höfðu fjórir Ísraelsmenn fallið sem er óvanlega mikill stríðskostnaður Ísraels megin. 25 Palestínumenn voru drepnir, þar á meðal tvær barnshafandi konur og tvö eins árs börn. Eftir situr spurningin hvort þetta hafi verið nóg fyrir Netanyahu eða hvort honum finnist það þurfi að slá grasflötina betur í náinni framtíð?Höfundur er læknir og fyrrverandi formaður Ísland-Palestína.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar