Nemendafjöldi í Pólska skólanum sexfaldast Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. júní 2019 07:30 Pólverjar á Íslandi fögnuðu í nóvember hundrað ára afmæli endurheimtar fullveldis Póllands. Fréttablaðið/Stefán „Markmið skólans er að pólsk börn sem búa á Íslandi fái kennslu í móðurmáli sínu, pólskri sögu, landafræði Póllands og menningu,“ segir í erindi frá Vinafélagi Pólska skólans þar sem óskað er eftir styrk frá Garðabæ til reksturs skólans. Í vinafélaginu eru foreldrar barna í Pólska skólanum og kennarar skólans. Kennt er á laugardögum í Fellaskóla í Reykjavík. Auk höfuðborgarinnar eru nemendur frá Kópavogi. Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Grindavík, Akranesi og Garðabæ. Að því er fram kemur í erindinu hefur skólinn fengið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir starf sitt. Fjármögnunin sé byggð á gjöldum sem foreldrar og forráðamenn greiði. „Að öðru leyti hefur skólinn leitað til pólska sendiráðsins og velunnara, þar með talið pólskra stofnana, um stuðning,“ segir áfram. Á þessu skólaári séu margir að ljúka menntun sinni í Pólska skólanum. Ætlunin sé að veita nemendum verðlaun og safna fé til að kaupa bækur og annað kennsluefni. „Því erum við að snúa okkur til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga með vinsamlegri beiðni um að styrkja verkefnið í formi fjármagns eða hlutum sem gætu verið góðar útskriftargjafir fyrir nemendur okkar,“ segir vinafélagið og býður í staðinn viðurkenningu á framlaginu og kynningu á vefsíðu skólans. „Við trúum því að stuðningur þinn muni hjálpa okkur að að ná fram skilgreindum markmiðum og framkvæma fyrirhuguð verkefni og muni vera framlag til þróunar og menntunar næstu kynslóðar Pólverja á Íslandi,“ segir Vinafélag Pólska skólans. Bæjarráð Garðabæjar vísaði styrkumsókninni til afgreiðslu bæjarstjóra. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
„Markmið skólans er að pólsk börn sem búa á Íslandi fái kennslu í móðurmáli sínu, pólskri sögu, landafræði Póllands og menningu,“ segir í erindi frá Vinafélagi Pólska skólans þar sem óskað er eftir styrk frá Garðabæ til reksturs skólans. Í vinafélaginu eru foreldrar barna í Pólska skólanum og kennarar skólans. Kennt er á laugardögum í Fellaskóla í Reykjavík. Auk höfuðborgarinnar eru nemendur frá Kópavogi. Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Grindavík, Akranesi og Garðabæ. Að því er fram kemur í erindinu hefur skólinn fengið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir starf sitt. Fjármögnunin sé byggð á gjöldum sem foreldrar og forráðamenn greiði. „Að öðru leyti hefur skólinn leitað til pólska sendiráðsins og velunnara, þar með talið pólskra stofnana, um stuðning,“ segir áfram. Á þessu skólaári séu margir að ljúka menntun sinni í Pólska skólanum. Ætlunin sé að veita nemendum verðlaun og safna fé til að kaupa bækur og annað kennsluefni. „Því erum við að snúa okkur til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga með vinsamlegri beiðni um að styrkja verkefnið í formi fjármagns eða hlutum sem gætu verið góðar útskriftargjafir fyrir nemendur okkar,“ segir vinafélagið og býður í staðinn viðurkenningu á framlaginu og kynningu á vefsíðu skólans. „Við trúum því að stuðningur þinn muni hjálpa okkur að að ná fram skilgreindum markmiðum og framkvæma fyrirhuguð verkefni og muni vera framlag til þróunar og menntunar næstu kynslóðar Pólverja á Íslandi,“ segir Vinafélag Pólska skólans. Bæjarráð Garðabæjar vísaði styrkumsókninni til afgreiðslu bæjarstjóra.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent