Víetnam talið líklegasta skotmark kínverska hersins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:00 Xi Jinping hefur lofað því að herinn verði í heimsklassa. Nordicphotos/AFP Eftir mikla og kostnaðarsama hernaðaruppbyggingu og til þess að uppfylla loforð Xi Jinping forseta um að kínverski herinn verði í heimsklassa fyrir árið 2050 er ljóst að kínverski herinn telur sig þurfa á raunverulegri reynslu að halda. Þetta er mat þeirra greinenda sem utanríkismálatímaritið The Diplomat ræddi við í maí. Einn þeirra, Dennis Blasko, bendir á að herforingjar innan kínverska hersins séu sjálfir afar gagnrýnir á hæfni kínverska hersins, komi til raunverulegs stríðs. Bandaríkin hafa aftur á móti verið í hverju stríðinu á fætur öðru og eru þar af leiðandi reynslunni ríkari. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, minnti á þetta í apríl og sagði aukinheldur: „Vitið þið hversu oft Kína hefur farið í stríð frá árinu 1979? Aldrei. Á sama tíma höfum við verið samfellt í stríði.“ Til þess að öðlast nægilega reynslu dugar ekki í huga Kínverja, að mati sérfræðinga, að berjast við Indverja á landamærunum hátt uppi í Himalajafjöllum. Stríð á Kóreuskaga myndi svo einskorðast of mikið við skagann sjálfan. Þess vegna þykir líklegt að sjónir kínverska hersins beinist einna helst að Víetnam. Fyrst ber að nefna söguna. Síðasta stríð Kínverja var gegn Víetnam, árið 1979. Það var háð á landamærum ríkjanna tveggja og lauk með því að Kínverjar drógu sig í hlé og sneru aftur heim. Leiða má líkur að því að kínversk stjórnvöld skammist sín fyrir ósigurinn og telji sig hafa harma að hefna. Til marks um það voru allar minningarathafnir um fjörutíu ára afmæli stríðsins bannaðar í ár, að því er South China Morning Post greindi frá. Að mati viðmælenda The Diplomat þykir einnig auka líkurnar á stríði við Víetnam að Kínverjar eiga í deilum við Víetnam um yfirráð á Suður-Kínahafi. Ríkin deildu til að mynda í maí 2014 um veru kínversks olíuborpalls á svæði sem bæði ríki gera tilkall til. Þá þykir stríð við Víetnam ólíklegt til þess að leiða af sér beina þátttöku Bandaríkjamanna enda eiga Víetnamar ekki í öryggissambandi við Bandaríkin öfugt við til dæmis Japan eða Suður-Kóreu. Þriðja ástæða kínverska hersins fyrir mögulegu stríði við Víetnam er svo sögð sú að Kínverjar væru afskaplega sigurstranglegir. Mun sigurstranglegri en þeir voru árið 1979 áður en svo miklu púðri var varið í uppbyggingu kínverska hersins. „Ef Kínverjar teldu valdbeitingar þörf á svæðinu fyndist þeim ákjósanlegast að fara í stríð við Víetnam þar sem þannig gæti herinn öðlast nauðsynlega reynslu í sjó og í lofti án hættunnar á inngripi Bandaríkjamanna. Ekkert jafngott tækifæri býðst á svæðinu. Þess vegna er þörf á því að fylgjast nánar með sambandi Kína og Víetnam og Suður-Kínahafi í náinni framtíð,“ skrifaði Derek Grossman, varnarmálagreinandi hjá bandarísku hugveitunni RAND, um málið. Birtist í Fréttablaðinu Kína Víetnam Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Eftir mikla og kostnaðarsama hernaðaruppbyggingu og til þess að uppfylla loforð Xi Jinping forseta um að kínverski herinn verði í heimsklassa fyrir árið 2050 er ljóst að kínverski herinn telur sig þurfa á raunverulegri reynslu að halda. Þetta er mat þeirra greinenda sem utanríkismálatímaritið The Diplomat ræddi við í maí. Einn þeirra, Dennis Blasko, bendir á að herforingjar innan kínverska hersins séu sjálfir afar gagnrýnir á hæfni kínverska hersins, komi til raunverulegs stríðs. Bandaríkin hafa aftur á móti verið í hverju stríðinu á fætur öðru og eru þar af leiðandi reynslunni ríkari. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, minnti á þetta í apríl og sagði aukinheldur: „Vitið þið hversu oft Kína hefur farið í stríð frá árinu 1979? Aldrei. Á sama tíma höfum við verið samfellt í stríði.“ Til þess að öðlast nægilega reynslu dugar ekki í huga Kínverja, að mati sérfræðinga, að berjast við Indverja á landamærunum hátt uppi í Himalajafjöllum. Stríð á Kóreuskaga myndi svo einskorðast of mikið við skagann sjálfan. Þess vegna þykir líklegt að sjónir kínverska hersins beinist einna helst að Víetnam. Fyrst ber að nefna söguna. Síðasta stríð Kínverja var gegn Víetnam, árið 1979. Það var háð á landamærum ríkjanna tveggja og lauk með því að Kínverjar drógu sig í hlé og sneru aftur heim. Leiða má líkur að því að kínversk stjórnvöld skammist sín fyrir ósigurinn og telji sig hafa harma að hefna. Til marks um það voru allar minningarathafnir um fjörutíu ára afmæli stríðsins bannaðar í ár, að því er South China Morning Post greindi frá. Að mati viðmælenda The Diplomat þykir einnig auka líkurnar á stríði við Víetnam að Kínverjar eiga í deilum við Víetnam um yfirráð á Suður-Kínahafi. Ríkin deildu til að mynda í maí 2014 um veru kínversks olíuborpalls á svæði sem bæði ríki gera tilkall til. Þá þykir stríð við Víetnam ólíklegt til þess að leiða af sér beina þátttöku Bandaríkjamanna enda eiga Víetnamar ekki í öryggissambandi við Bandaríkin öfugt við til dæmis Japan eða Suður-Kóreu. Þriðja ástæða kínverska hersins fyrir mögulegu stríði við Víetnam er svo sögð sú að Kínverjar væru afskaplega sigurstranglegir. Mun sigurstranglegri en þeir voru árið 1979 áður en svo miklu púðri var varið í uppbyggingu kínverska hersins. „Ef Kínverjar teldu valdbeitingar þörf á svæðinu fyndist þeim ákjósanlegast að fara í stríð við Víetnam þar sem þannig gæti herinn öðlast nauðsynlega reynslu í sjó og í lofti án hættunnar á inngripi Bandaríkjamanna. Ekkert jafngott tækifæri býðst á svæðinu. Þess vegna er þörf á því að fylgjast nánar með sambandi Kína og Víetnam og Suður-Kínahafi í náinni framtíð,“ skrifaði Derek Grossman, varnarmálagreinandi hjá bandarísku hugveitunni RAND, um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Víetnam Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira