Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:45 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Nordicphotos/AFP Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. Hingað til hefur ekki litið út fyrir að nokkur annar frambjóðandi nái að skáka Biden og ef fram heldur sem horfir mun hann tryggja sér útnefningu flokksins til forsetaframboðs fyrir kosningar næsta árs. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman mælist Biden með 34,8 prósent. Næstur er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og næstvinsælastur í síðasta forvali, með 16,4 prósent. Vinsældir Bidens hafa minnkað frá því hann tók kipp í könnunum eftir að hann tilkynnti formlega um framboð. Lítið er þó hægt að lesa í þá þróun enda mátti sjá sams konar tölur hjá öðrum frambjóðendum. Bandarískir stjórnmálaskýrendur hafa misjafna sýn á hvort þetta mikla forskot Bidens muni endast. Þykir sum sé annað hvort líklegt að Biden muni fatast flugið eða að hann muni sigla þessu heim líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016 eftir að hafa leitt í könnunum alla kosningabaráttuna. The Washington Post hélt því fram að svo löngu fyrir kosningar væru kannanir óáreiðanlegar. Til að mynda hafi Joseph Lieberman leitt árið 2003 en ekki komist nærri sigri. Því er haldið fram að kappræðurnar gætu reynst Biden afar erfiðar og stuðlað að því að minnka forskot hans verulega. CNN sagði hins vegar í úttekt sinni fyrr í maí að tölfræðin á bak við fylgi Bidens væri líkari tölfræði þeirra sem leiddu og unnu en þeirra sem leiddu en töpuðu. Lykilatriðið þar er að fylgi Bidens í fyrstu forkosningaríkjunum, Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu, eru í samræmi við fylgið á landsvísu. Þannig gæti hann strax náð góðu forskoti. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. Hingað til hefur ekki litið út fyrir að nokkur annar frambjóðandi nái að skáka Biden og ef fram heldur sem horfir mun hann tryggja sér útnefningu flokksins til forsetaframboðs fyrir kosningar næsta árs. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman mælist Biden með 34,8 prósent. Næstur er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og næstvinsælastur í síðasta forvali, með 16,4 prósent. Vinsældir Bidens hafa minnkað frá því hann tók kipp í könnunum eftir að hann tilkynnti formlega um framboð. Lítið er þó hægt að lesa í þá þróun enda mátti sjá sams konar tölur hjá öðrum frambjóðendum. Bandarískir stjórnmálaskýrendur hafa misjafna sýn á hvort þetta mikla forskot Bidens muni endast. Þykir sum sé annað hvort líklegt að Biden muni fatast flugið eða að hann muni sigla þessu heim líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016 eftir að hafa leitt í könnunum alla kosningabaráttuna. The Washington Post hélt því fram að svo löngu fyrir kosningar væru kannanir óáreiðanlegar. Til að mynda hafi Joseph Lieberman leitt árið 2003 en ekki komist nærri sigri. Því er haldið fram að kappræðurnar gætu reynst Biden afar erfiðar og stuðlað að því að minnka forskot hans verulega. CNN sagði hins vegar í úttekt sinni fyrr í maí að tölfræðin á bak við fylgi Bidens væri líkari tölfræði þeirra sem leiddu og unnu en þeirra sem leiddu en töpuðu. Lykilatriðið þar er að fylgi Bidens í fyrstu forkosningaríkjunum, Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu, eru í samræmi við fylgið á landsvísu. Þannig gæti hann strax náð góðu forskoti.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira