Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2019 08:59 Áður en Trump lenti í morgun var hann búinn að kalla borgarstjóra London aula, hertogayngju ótuktarlega og skipt sér af leiðtogavali Íhaldsflokksins. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hellti sér yfir borgarstjóra London á Twitter og kallaði hann meðal annars „ískaldan aula“ við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í morgun. Tístin sendi Trump frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Heimsókn Trump til Bretlands var þegar umdeild en búist er við tugum þúsundum mótmælenda á götum London í dag. Bandaríski forsetinn er óvinsæll á Bretlandi og jók vinsældir sínar líklega ekki með röð óheppilegra ummæla í aðdraganda ferðarinnar. Þegar hlutaðist hann til um leiðtogaval Íhaldsflokksins þegar hann lýsti stuðningi við Boris Johnson, sagði að Nigel Farage ætti að leiða viðræður Bretlands við Evrópusambandið og kallaði hertogaynjuna af Sussex „ótuktarlega“ og þrætti fyrir það þrátt fyrir hljóðupptökur af ummælunum. Rétt fyrir lendingu í morgun bætti Trump um betur og beindi spjótum sínum að Sadiq Khan, borgarstjóra London. Sagði hann Khan hafa staðið sig hræðilega sem borgarstjóri og hafi verið „ótuktarlegur“ í garð forseta Bandaríkjanna sem Trump sem sagði langmikilvægasta bandamanna Breta. „Hann er ískaldur auli sem ætti að einbeita sér að glæpum í London, ekki mér…“ tísti Trump..@SadiqKhan, who by all accounts has done a terrible job as Mayor of London, has been foolishly “nasty” to the visiting President of the United States, by far the most important ally of the United Kingdom. He is a stone cold loser who should focus on crime in London, not me......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 3, 2019 Líkti forsetinn Khan ennfremur við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, sem hann sagði „heimskan og vanhæfan“. „Hvað sem öðru líður hlakka ég til að vera mikill vinur Bretlands og ég hlakka mjög til heimsóknar minnar. Er að lenda núna!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump hefur látið Khan heyra það. Bandaríski forsetinn hefur meðal annars gagnrýnt Khan í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Londonbrúnni fyrir tveimur árum. Kallaði Trump viðbrögð Khan þá „aumkunarverð“. Ekki er skýrt hver tilefni tísta Trump um Khan var í morgun. Khan var þó í viðtali í gær þar sem hann sagði Trump „smánarlegasta dæmið“ um vaxandi hættu á heimsvísu og líkti orðræðu Bandaríkjaforseta við þá sem „fasistar 20. aldarinnar“ viðhöfðu. Trump á meðal annars að hitta bresku konungsfjölskylduna í dag. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, tók á móti honum á Stansted-flugvelli í morgun. Hunt er á meðal frambjóðenda í leiðtogavali Íhaldsflokksins og einn helsti andstæðingur Johnson sem Trump lýsti stuðningi við. The Guardian segir að í viðtölum fyrir heimsóknina hafi Hunt ekki reynt að hafna ummælum sem voru borin undir hann um að Trump ræki stefnu sem væri „eitruð og hættuleg“. „Fólk hefur sínar eigin skoðanir um pólitík Trump forseta. Hann er mjög umdeildur,“ svaraði Hunt. Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag Te með kóngafólki og fundur með fráfarandi forsætisráðherra eru á meðal þess sem er á dagskrá opinberrar heimsóknar Donalds Trump á Bretlandi. 3. júní 2019 07:47 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hellti sér yfir borgarstjóra London á Twitter og kallaði hann meðal annars „ískaldan aula“ við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í morgun. Tístin sendi Trump frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Heimsókn Trump til Bretlands var þegar umdeild en búist er við tugum þúsundum mótmælenda á götum London í dag. Bandaríski forsetinn er óvinsæll á Bretlandi og jók vinsældir sínar líklega ekki með röð óheppilegra ummæla í aðdraganda ferðarinnar. Þegar hlutaðist hann til um leiðtogaval Íhaldsflokksins þegar hann lýsti stuðningi við Boris Johnson, sagði að Nigel Farage ætti að leiða viðræður Bretlands við Evrópusambandið og kallaði hertogaynjuna af Sussex „ótuktarlega“ og þrætti fyrir það þrátt fyrir hljóðupptökur af ummælunum. Rétt fyrir lendingu í morgun bætti Trump um betur og beindi spjótum sínum að Sadiq Khan, borgarstjóra London. Sagði hann Khan hafa staðið sig hræðilega sem borgarstjóri og hafi verið „ótuktarlegur“ í garð forseta Bandaríkjanna sem Trump sem sagði langmikilvægasta bandamanna Breta. „Hann er ískaldur auli sem ætti að einbeita sér að glæpum í London, ekki mér…“ tísti Trump..@SadiqKhan, who by all accounts has done a terrible job as Mayor of London, has been foolishly “nasty” to the visiting President of the United States, by far the most important ally of the United Kingdom. He is a stone cold loser who should focus on crime in London, not me......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 3, 2019 Líkti forsetinn Khan ennfremur við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, sem hann sagði „heimskan og vanhæfan“. „Hvað sem öðru líður hlakka ég til að vera mikill vinur Bretlands og ég hlakka mjög til heimsóknar minnar. Er að lenda núna!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump hefur látið Khan heyra það. Bandaríski forsetinn hefur meðal annars gagnrýnt Khan í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Londonbrúnni fyrir tveimur árum. Kallaði Trump viðbrögð Khan þá „aumkunarverð“. Ekki er skýrt hver tilefni tísta Trump um Khan var í morgun. Khan var þó í viðtali í gær þar sem hann sagði Trump „smánarlegasta dæmið“ um vaxandi hættu á heimsvísu og líkti orðræðu Bandaríkjaforseta við þá sem „fasistar 20. aldarinnar“ viðhöfðu. Trump á meðal annars að hitta bresku konungsfjölskylduna í dag. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, tók á móti honum á Stansted-flugvelli í morgun. Hunt er á meðal frambjóðenda í leiðtogavali Íhaldsflokksins og einn helsti andstæðingur Johnson sem Trump lýsti stuðningi við. The Guardian segir að í viðtölum fyrir heimsóknina hafi Hunt ekki reynt að hafna ummælum sem voru borin undir hann um að Trump ræki stefnu sem væri „eitruð og hættuleg“. „Fólk hefur sínar eigin skoðanir um pólitík Trump forseta. Hann er mjög umdeildur,“ svaraði Hunt.
Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag Te með kóngafólki og fundur með fráfarandi forsætisráðherra eru á meðal þess sem er á dagskrá opinberrar heimsóknar Donalds Trump á Bretlandi. 3. júní 2019 07:47 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira
Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag Te með kóngafólki og fundur með fráfarandi forsætisráðherra eru á meðal þess sem er á dagskrá opinberrar heimsóknar Donalds Trump á Bretlandi. 3. júní 2019 07:47