Enski boltinn

Juventus hafði samband við umboðsmann Pogba

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba
Paul Pogba vísir/getty
Juventus er búið að hafa samband við Mino Raiola, umboðsmann Paul Pogba, um möguleg kaup á framherjanum í sumar. Þetta hefur Sky eftir sínum heimildum á Ítalíu.

Ítalíumeistararnir vilja fá Pogba aftur til síns liðs, en Pogba fór til Manchester United frá Juventus árið 2016.

Samkvæmt frétt Sky hafa forráðamenn United verið látnir vita af áhuga Juventus. Pogba hefur verið mikið orðaður við Real Madrid síðustu misseri.

Pogba hefur verið mikið í sviðsljósinu hjá United, stormasamt samband hans og Jose Mourinho rataði ítrekað í fyrirsagnir blaðanna og þá hefur Frakkinn fengið gagnrýni fyrir frammistöðu sína í rauðu treyjunni.

Pogba á enn tvö ár eftir á samningi sínum hjá United auk þess sem félagið getur virkjað eins árs framlengingu á samningnum.

Raiola er í banni á Ítalíu og má ekki koma að neinum félagsskiptum þar í landi í sumar, en menn á hans snærum geta séð um að koma Pogba til Juventus, fari það þannig. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×