Viðbrögð varamanna Liverpool í leikslok í Madrid sýndu hvað Klopp hefur búið til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 16:00 Alex Oxlade-Chamberlain og Rhian Brewster fagna með bikarinn en þeir fengu ekkert að spila í Meistaradeildinni á tímabilinu. Getty/Harriet Lander Allir leikmenn Liverpool geisluðu að gleði í lok úrslitaleiks Meistaradeildarinnar og þá skipti engu máli þótt þeir höfðu ekki spilað í eina sekúndu í leiknum. Þetta vakti sérstaka athygli blaðamanns á Telegraph. Liverpool vann Meistaradeildina á laugardagskvöldið og í leik sem slíkum er erfitt að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum og fá jafnvel ekkert að koma við sögu í mögulega stærsta leik ferilsins. Í hlaðvarpsþætti Telegraph voru tekin sérstaklega fyrir viðbrögð alls leikmannahópsins hjá Liverpool liðinu þegar titilinn var í höfn. Aðeins fjórtán þeirra komu við sögu í leiknum, byrjunarliðsmennirnir og varamennirnir Divock Origi, James Milner og Joe Gomez. Jim White á Telegraph tók eins og fleiri vel eftir innilegum og miklum fagnaðarlátum varamanna Liverpool í leikslok. Stór nöfn eins og þeir Dejan Lovren, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Xherdan Shaqiri og Daniel Sturridge fengu ekki mínútu í þessum úrslitaleik en fáir voru samt kátari en þeir í leikslok.Telegraph AFC podcast: Jurgen Klopp has transformed Liverpool since his arrival, @jimw1 thinks it's down to the squad mentality he has fostered #LFC Listen to a new episode here: https://t.co/a468h8fyT7pic.twitter.com/GvMQxOJYQI — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Jim White er á því að þetta sýni hversu frábæran liðsanda og samkennd Jürgen Klopp hefur tekist að búa til á Anfield. Það er mikil samkeppni um sæti í liðinu og fyrrnefndir leikmenn hafa verið mikið út í kuldanum. Þeir fögnuðu samt í leikslok eins og þeir höfðu sjálfir skorað sigurmarkið í úrslitaleiknum. Þetta var risastór stund fyrir allt Liverpool liðið og það sást vel í viðbrögðum varamannanna. „Það sem var áhrifamikið í lok leiksins voru viðbrögð leikmannanna sem fengu ekki að spila. Leikmenn eins og Oxlade-Chamberlain eða Lallana voru að fagna með hinum af miklum ákafa og eldmóði án þess að hafa fengið að sparka einu sinni í boltann í leiknum. Það sýndi mér hvernig hugarfar Klopp hefur tekist að búa til innan liðsins,“ sagði Jim White. „Klopp tók við þessu liði fyrir fjórum árum þar sem eigingirni og meðalmennska var ríkjandi og er nú búinn að gera liðið að Evrópumeisturum,“ sagði Jim White. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Allir leikmenn Liverpool geisluðu að gleði í lok úrslitaleiks Meistaradeildarinnar og þá skipti engu máli þótt þeir höfðu ekki spilað í eina sekúndu í leiknum. Þetta vakti sérstaka athygli blaðamanns á Telegraph. Liverpool vann Meistaradeildina á laugardagskvöldið og í leik sem slíkum er erfitt að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum og fá jafnvel ekkert að koma við sögu í mögulega stærsta leik ferilsins. Í hlaðvarpsþætti Telegraph voru tekin sérstaklega fyrir viðbrögð alls leikmannahópsins hjá Liverpool liðinu þegar titilinn var í höfn. Aðeins fjórtán þeirra komu við sögu í leiknum, byrjunarliðsmennirnir og varamennirnir Divock Origi, James Milner og Joe Gomez. Jim White á Telegraph tók eins og fleiri vel eftir innilegum og miklum fagnaðarlátum varamanna Liverpool í leikslok. Stór nöfn eins og þeir Dejan Lovren, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Xherdan Shaqiri og Daniel Sturridge fengu ekki mínútu í þessum úrslitaleik en fáir voru samt kátari en þeir í leikslok.Telegraph AFC podcast: Jurgen Klopp has transformed Liverpool since his arrival, @jimw1 thinks it's down to the squad mentality he has fostered #LFC Listen to a new episode here: https://t.co/a468h8fyT7pic.twitter.com/GvMQxOJYQI — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Jim White er á því að þetta sýni hversu frábæran liðsanda og samkennd Jürgen Klopp hefur tekist að búa til á Anfield. Það er mikil samkeppni um sæti í liðinu og fyrrnefndir leikmenn hafa verið mikið út í kuldanum. Þeir fögnuðu samt í leikslok eins og þeir höfðu sjálfir skorað sigurmarkið í úrslitaleiknum. Þetta var risastór stund fyrir allt Liverpool liðið og það sást vel í viðbrögðum varamannanna. „Það sem var áhrifamikið í lok leiksins voru viðbrögð leikmannanna sem fengu ekki að spila. Leikmenn eins og Oxlade-Chamberlain eða Lallana voru að fagna með hinum af miklum ákafa og eldmóði án þess að hafa fengið að sparka einu sinni í boltann í leiknum. Það sýndi mér hvernig hugarfar Klopp hefur tekist að búa til innan liðsins,“ sagði Jim White. „Klopp tók við þessu liði fyrir fjórum árum þar sem eigingirni og meðalmennska var ríkjandi og er nú búinn að gera liðið að Evrópumeisturum,“ sagði Jim White.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira