Mark Lionel Messi kom með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu á 82. mínútu og með því kom hann Barcelona í 3-0. Það héldu flestir að þetta væri síðasti naglinn í kistu Liverpool liðsins en annað kom nú á daginn.
Liverpool vann seinni leikinn 4-0 og komst í úrslitaleikinn þar sem liðið vann 2-0 sigur á Tottenham.
Mark Messi var valið best í netkosningu á vegum UEFA og Nissan bílaframleiðandans. Tíu mörk voru tilnefnd og flestir völdu mark Messi.
You voted Lionel Messi's stunning free-kick against Liverpool the #UCL Goal Of The Tournament!
Bravo, Leo! #UCL | @NissanFootballpic.twitter.com/0kvwm00JTB
— #UCLfinal (@ChampionsLeague) June 4, 2019
Markið hans Lionel Messi var hans tólfta og síðasta í Meistaradeildinni á leiktíðinni en hann skoraði fjórum mörkum meira en næsti maður sem var Robert Lewandowski hjá Bayern München.