Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. júní 2019 08:00 Al Thani-mál æðstu stjórnenda Kaupþings var meðal fyrirferðarmestu sakamála hrunsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Dómurinn sem féll um Al Thani-málið í Strassborg í gær er fimmti dómur MDE um brot íslenska ríkisins gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Að auki hefur tveimur málum sem vísað hefur verið til MDE frá Íslandi vegna slíkra brota lokið með dómsátt. Alls er því um sjö tilvik að ræða þar sem íslenskir borgarar hafa náð rétti sínum gagnvart íslenskum stjórnvöldum vegna brota gegn 6. gr. sáttmálans. Enn einu máli sem varðar 6. gr. hefur verið vísað til efri deildar dómsins. Það var niðurstaða dómsins sem féll í gær að Árni Kolbeinsson, einn dómara Hæstaréttar sem sakfelldu kærendurna þrjá í Al Thani-málinu, hefði verið vanhæfur í málinu en sonur hans starfaði hjá Kaupþingi frá árinu 2007 og síðar hjá skilanefnd bankans. MDE hefur kveðið upp einn sambærilegan dóm gegn Íslandi en niðurstaða dómsins í máli Péturs Þórs Sigurðssonar var sú að Guðrún Erlendsdóttir hefði verið vanhæf til að dæma í skaðabótamáli Péturs Þórs gegn Landsbanka Íslands vegna skuldamála eiginmanns hennar gagnvart bankanum á þeim tíma sem mál Péturs var til meðferðar í Hæstarétti. Ráðherraráð Evrópuráðsins hefur eftirlit með því að dómar dómstólsins séu fullnustaðir af aðildarríkjunum; bætur séu greiddar og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma veg fyrir áframhaldandi brot. Í erindi frá íslenskum stjórnvöldum dagsettu í október 2015 um fullnustu dóms í máli Péturs Þórs er gerð grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á íslensku dómskerfi með nýju millidómstigi og tilheyrandi réttarbótum. Í erindinu er einnig lýst þeim ásetningi ráðherra að mæla fyrir lagabreytingum sem heimili sérstaklega endurupptöku máls í kjölfar áfellisdóms frá MDE. Ráðherraráðið lauk eftirfylgni með fullnustu dómsins í desember 2015, tveimur mánuðum eftir að fyrrgreint erindi barst frá stjórnvöldum. Ekkert hefur enn orðið af þeim breytingum um endurupptöku mála sem reifaðar voru í erindinu og Hæstiréttur sló því föstu í síðasta mánuði að dómar MDE væru ekki skuldbindandi að landsrétti og leiddu ekki sjálfkrafa til endurupptöku máls. Eftirfylgni með fullnustu dóms í máli Súsönnu Rósar Westlund sem dæmt var í Strassborg árið 2008, er enn ólokið hjá ráðherraráðinu. Brot ríkisins í málinu fólst í því að Súsanna fékk ekki að flytja mál sitt munnlega á áfrýjunarstigi. Í erindi íslenskra stjórnvalda til ráðherraráðsins, 27. mars 2019, er sem fyrr vísað til breytinga á íslensku dómskerfi með tilkomu millidómstigsins. Einnig er vísað til þess að þrátt fyrir dóm MDE hafi Hæstiréttur synjað beiðni hennar um endurupptöku. Eftir reifun á synjun Hæstaréttar um endurupptöku vekja íslensk stjórnvöld athygli á því að í dómi MDE hafi Súsönnu ekki verið dæmdar skaðabætur því ekki væri hægt að slá því föstu hvaða áhrif munnlegur málflutningur fyrir Hæstarétti hefði haft á niðurstöðu málsins. Þar sem endurupptaka gæti valdið bæði réttaróvissu og raskað hagsmunum þriðja aðila teldu íslensk stjórnvöld ekki þörf á frekari fullnustu dómsins. Í erindinu er hins vegar ekki minnst á fyrirætlanir um breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku sem nefndar voru í erindi um mál Péturs Þórs. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Dómurinn sem féll um Al Thani-málið í Strassborg í gær er fimmti dómur MDE um brot íslenska ríkisins gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Að auki hefur tveimur málum sem vísað hefur verið til MDE frá Íslandi vegna slíkra brota lokið með dómsátt. Alls er því um sjö tilvik að ræða þar sem íslenskir borgarar hafa náð rétti sínum gagnvart íslenskum stjórnvöldum vegna brota gegn 6. gr. sáttmálans. Enn einu máli sem varðar 6. gr. hefur verið vísað til efri deildar dómsins. Það var niðurstaða dómsins sem féll í gær að Árni Kolbeinsson, einn dómara Hæstaréttar sem sakfelldu kærendurna þrjá í Al Thani-málinu, hefði verið vanhæfur í málinu en sonur hans starfaði hjá Kaupþingi frá árinu 2007 og síðar hjá skilanefnd bankans. MDE hefur kveðið upp einn sambærilegan dóm gegn Íslandi en niðurstaða dómsins í máli Péturs Þórs Sigurðssonar var sú að Guðrún Erlendsdóttir hefði verið vanhæf til að dæma í skaðabótamáli Péturs Þórs gegn Landsbanka Íslands vegna skuldamála eiginmanns hennar gagnvart bankanum á þeim tíma sem mál Péturs var til meðferðar í Hæstarétti. Ráðherraráð Evrópuráðsins hefur eftirlit með því að dómar dómstólsins séu fullnustaðir af aðildarríkjunum; bætur séu greiddar og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma veg fyrir áframhaldandi brot. Í erindi frá íslenskum stjórnvöldum dagsettu í október 2015 um fullnustu dóms í máli Péturs Þórs er gerð grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á íslensku dómskerfi með nýju millidómstigi og tilheyrandi réttarbótum. Í erindinu er einnig lýst þeim ásetningi ráðherra að mæla fyrir lagabreytingum sem heimili sérstaklega endurupptöku máls í kjölfar áfellisdóms frá MDE. Ráðherraráðið lauk eftirfylgni með fullnustu dómsins í desember 2015, tveimur mánuðum eftir að fyrrgreint erindi barst frá stjórnvöldum. Ekkert hefur enn orðið af þeim breytingum um endurupptöku mála sem reifaðar voru í erindinu og Hæstiréttur sló því föstu í síðasta mánuði að dómar MDE væru ekki skuldbindandi að landsrétti og leiddu ekki sjálfkrafa til endurupptöku máls. Eftirfylgni með fullnustu dóms í máli Súsönnu Rósar Westlund sem dæmt var í Strassborg árið 2008, er enn ólokið hjá ráðherraráðinu. Brot ríkisins í málinu fólst í því að Súsanna fékk ekki að flytja mál sitt munnlega á áfrýjunarstigi. Í erindi íslenskra stjórnvalda til ráðherraráðsins, 27. mars 2019, er sem fyrr vísað til breytinga á íslensku dómskerfi með tilkomu millidómstigsins. Einnig er vísað til þess að þrátt fyrir dóm MDE hafi Hæstiréttur synjað beiðni hennar um endurupptöku. Eftir reifun á synjun Hæstaréttar um endurupptöku vekja íslensk stjórnvöld athygli á því að í dómi MDE hafi Súsönnu ekki verið dæmdar skaðabætur því ekki væri hægt að slá því föstu hvaða áhrif munnlegur málflutningur fyrir Hæstarétti hefði haft á niðurstöðu málsins. Þar sem endurupptaka gæti valdið bæði réttaróvissu og raskað hagsmunum þriðja aðila teldu íslensk stjórnvöld ekki þörf á frekari fullnustu dómsins. Í erindinu er hins vegar ekki minnst á fyrirætlanir um breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku sem nefndar voru í erindi um mál Péturs Þórs.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira