Gervigreind í vændum Brynjólfur Borgar Jónsson skrifar 5. júní 2019 07:15 Hugtakið gervigreind virðist á allra vörum þessa dagana. Frumkvöðlar skreyta viðskiptahugmyndir sínar með fyrirheitum um að gervigreind verði nýtt. Fyrirtæki fjárfesta í tæknilegum innviðum og fólki með þekkingu á gervigreind og háskólar mæta aukinni eftirspurn með nýjum námsleiðum á þessu sviði. Fjölmiðlar flytja okkur svo fréttir af tækninýjungum þar sem gervigreind kemur við sögu og fræðingar og spekúlantar skrifa hverja greinina af annarri þar sem þeir sjá fyrir sér nálæga framtíð þar sem þessi tækni er alltumlykjandi og velta afleiðingunum fyrir sér. Þrátt fyrir að tæknin sé enn í þróun er heimurinn smám saman að átta sig á því að gervigreind er að öllum líkindum tímamótatækni (e. general purpose technology) eins og til dæmis gufuafl, rafmagn og tölvur. Áhrif slíkra tækninýjunga eru mikil, útbreidd og ná yfir langan tíma, á efnahag og samfélagið í heild sinni. Og þegar slík tækni á í hlut er annaðhvort að tileinka sér hana eða daga uppi sem hluti af fortíðinni. Til að gera langa sögu stutta má segja að þau fyrirtæki sem ná að beisla þessa nýju tækni og beita henni í starfsemi sinni nái árangri því þar verður ný tegund af þekkingu – vélræn þekking – sköpuð og hagnýtt í starfseminni á hraða tölvunnar. Þessi fyrirtæki eru þegar komin fram á sjónarsviðið og hafa sýnt yfirburðasamkeppnishæfni á þeim mörkuðum þar sem þau hafa látið til sín taka. Líklega mun vélræn þekking knýja áfram fyrirtæki í fremstu röð næstu ár og áratugi. Þessi nýja tækni mun því gegna stóru hlutverki í rekstri fyrirtækja og ýmist leysa okkur menn af hólmi á ákveðnum sviðum eða bæta við nýrri getu eins og vélar hafa í gegnum tíðina gert. Og nú er röðin komin að íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að átta sig á þessari tækni og beita henni í starfseminni. Sum eru þegar byrjuð í þeim tilgangi að bæta vörur og þjónustu, auka framleiðni og samkeppnishæfni. Upplýst og almenn samfélagsumræða um hagnýtingu gervigreindar er hins vegar rétt að byrja. Á leiðarljósið ávallt að vera verðmætasköpun og samkeppnishæfni eða eiga önnur sjónarmið, til dæmis áhrif á samfélag og umhverfi, einnig að vera í forgrunni? Tæknin mun ryðja sér til rúms hvort sem umræðan fer fram eða ekki en líklega værum við öll betur sett ef umræðan færi fram. Fyrirtæki sem vilja hefja þessa vegferð ættu að byrja á því að taka upplýst samtal innan veggja fyrirtækisins um gervigreind og hvernig hana megi hagnýta til að styðja við stefnuna, auka framleiðni og stuðla að jákvæðum áhrifum á samfélagið. Í framhaldinu vakna spurningar um tæknilega innviði, gögn, þekkingu, ferla, skipulag og síðast en ekki síst hvað er löglegt og siðlegt að gera. Þetta verður ekki bylting heldur langtíma verkefni sem íslensk fyrirtæki og samfélag munu takast á við á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hugtakið gervigreind virðist á allra vörum þessa dagana. Frumkvöðlar skreyta viðskiptahugmyndir sínar með fyrirheitum um að gervigreind verði nýtt. Fyrirtæki fjárfesta í tæknilegum innviðum og fólki með þekkingu á gervigreind og háskólar mæta aukinni eftirspurn með nýjum námsleiðum á þessu sviði. Fjölmiðlar flytja okkur svo fréttir af tækninýjungum þar sem gervigreind kemur við sögu og fræðingar og spekúlantar skrifa hverja greinina af annarri þar sem þeir sjá fyrir sér nálæga framtíð þar sem þessi tækni er alltumlykjandi og velta afleiðingunum fyrir sér. Þrátt fyrir að tæknin sé enn í þróun er heimurinn smám saman að átta sig á því að gervigreind er að öllum líkindum tímamótatækni (e. general purpose technology) eins og til dæmis gufuafl, rafmagn og tölvur. Áhrif slíkra tækninýjunga eru mikil, útbreidd og ná yfir langan tíma, á efnahag og samfélagið í heild sinni. Og þegar slík tækni á í hlut er annaðhvort að tileinka sér hana eða daga uppi sem hluti af fortíðinni. Til að gera langa sögu stutta má segja að þau fyrirtæki sem ná að beisla þessa nýju tækni og beita henni í starfsemi sinni nái árangri því þar verður ný tegund af þekkingu – vélræn þekking – sköpuð og hagnýtt í starfseminni á hraða tölvunnar. Þessi fyrirtæki eru þegar komin fram á sjónarsviðið og hafa sýnt yfirburðasamkeppnishæfni á þeim mörkuðum þar sem þau hafa látið til sín taka. Líklega mun vélræn þekking knýja áfram fyrirtæki í fremstu röð næstu ár og áratugi. Þessi nýja tækni mun því gegna stóru hlutverki í rekstri fyrirtækja og ýmist leysa okkur menn af hólmi á ákveðnum sviðum eða bæta við nýrri getu eins og vélar hafa í gegnum tíðina gert. Og nú er röðin komin að íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að átta sig á þessari tækni og beita henni í starfseminni. Sum eru þegar byrjuð í þeim tilgangi að bæta vörur og þjónustu, auka framleiðni og samkeppnishæfni. Upplýst og almenn samfélagsumræða um hagnýtingu gervigreindar er hins vegar rétt að byrja. Á leiðarljósið ávallt að vera verðmætasköpun og samkeppnishæfni eða eiga önnur sjónarmið, til dæmis áhrif á samfélag og umhverfi, einnig að vera í forgrunni? Tæknin mun ryðja sér til rúms hvort sem umræðan fer fram eða ekki en líklega værum við öll betur sett ef umræðan færi fram. Fyrirtæki sem vilja hefja þessa vegferð ættu að byrja á því að taka upplýst samtal innan veggja fyrirtækisins um gervigreind og hvernig hana megi hagnýta til að styðja við stefnuna, auka framleiðni og stuðla að jákvæðum áhrifum á samfélagið. Í framhaldinu vakna spurningar um tæknilega innviði, gögn, þekkingu, ferla, skipulag og síðast en ekki síst hvað er löglegt og siðlegt að gera. Þetta verður ekki bylting heldur langtíma verkefni sem íslensk fyrirtæki og samfélag munu takast á við á næstu árum.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun