Innlent

Hælis­leitandi safnaði sýru úr raf­geymum á Ás­brú

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Búsetuúrræði Útlendingastofnunar fyrir hælisleitendur er að Ásbrú.
Búsetuúrræði Útlendingastofnunar fyrir hælisleitendur er að Ásbrú. Fréttablaðið/Heiða
Upp komst um það í vor að hælisleitandi sem dvaldi í búsetuúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ var að safna sýru úr rafgeymum bifreiða í brúsa.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að öryggisvörður hafi fundið sýruna í fórum mannsins. Var lögreglu gert viðvart eftir að málið kom upp en ekki er vitað hvers vegna maðurinn safnaði sýrunni.

Þá var hælisleitandanum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, vísað úr landi um leið og endanleg niðurstaða lá fyrir varðandi hælisumsókn hans en ekki kemur fram í frétt blaðsins hvenær það var sem honum var vísað úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×