Eru á því að portúgalska landsliðið sé miklu meira en bara Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2019 14:30 Cristiano Ronaldo á æfingu með portúgalska landsliðinu. Getty/Craig Mercer Í huga sumra er portúgalska landsliðið bara Cristiano Ronaldo og einhverjir tíu aðrir lítt leikmenn en þeir sem þekkja portúgalska boltann vita betur. Portúgal er ríkjandi Evrópumeistari og verður á heimavelli í fyrstu lokakeppni Þjóðadeildarinnar sem hefst einmitt með undanúrslitaleik Portúgal og Sviss í dag. Cristiano Ronaldo var nítján ára þegar Portúgal var á heimavelli á EM 2004 en núna eru margir aðrir ungir og efnilegir leikmenn í svipaðri stöðu. Þeir hafa Cristiano Ronaldo sér til halds og traust en Ronaldo hafði stjörnuleikmenn eins og Luis Figo og Rui Costa. Leikur Portúgal og Sviss á Drekavöllum í Porto í kvöld hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport alveg eins og leikur Englands og Hollands á morgun sem og úrslitaleikurinn á sunnudaginn. Breska ríkisútvarpið fékk tvo Portúgala sem voru á sínum í ensku úrvalsdeildinni, Carlos Carvalhal og Luis Boa Morte, til að fara yfir stöðuna á portúgalska landsliðinu í dag og þeir eru bjartsýnir.Home advantage One of Europe's hottest young prospects "10 years of emerging talent" Things are looking good for Portugal, and it's not all about Cristiano Ronaldo. https://t.co/wgiQ3QFZOSpic.twitter.com/LLmMNR6Rgt — BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2019„Við vitum að einhvern daginn mun Ronaldo hætta að spila en við höfum svo mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í næstu kynslóð hjá Portúgal,“ sagði Carlos Carvalhal, fyrrum stjóri Swansea og Sheffield Wednesday. „Nú verður meira af hæfileikum í kringum Ronaldo en áður og leikmenn sem geta hjálpað honum. Þegar við skoðum einstaklingshæfileika þá er Portúgal í betri stöðu en áður,“ sagði Carvalhal. Fernando Santos treystir enn á reynsluboltana Pepe, Joao Moutinho og auðvitað Ronaldo en menn eins og Nani, Ricardo Quaresma og Joao Mario voru ekki valdir að þessu sinni. Í stað þeirra er liðið fullt af framtíðarmönnum. Þrír leikmenn í portúgalska hópnum hafa ekki leikið landsleik áður og einn af þeim er hinn 19 ára gamli Joao Felix frá Benfica. Joao Felix er líklega á leiðinni til stórliðs í ensku úrvalsdeildinni en hann átti frábært tímabil með Benfica. Það eru fleiri ungir og öflugir leikmenn í hópnum. Það má má nefna tvo 22 ára stráka, Ruben Dias, miðvörð Benfica og Goncalo Guedes, framherja Valencia. Þá verða Bruno Fernandes, miðjumaður Sporting Lisbon og Bernardo Silva hjá Manchester City einnig í stórum hlutverkum. Þeir eru bara 24 ára gamlir.They return to #NationsLeague action tonight. Here's why Portugal are so much more than Cristiano Ronaldo.https://t.co/wgiQ3QFZOSpic.twitter.com/UfThyuuBNg — BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2019„Við vitum að Bernardo Silva er næsta stórstjarna liðsins og leikmaður sem getur haldið í við Ronaldo. Felix mun síðan koma upp á næstu árum en hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður,“ sagði Carvalhal. Carlos Carvalhal segir að egóið sé ekki eins mikið innan liðsins og hugarfarið sé öðruvísi og líklegra til afreka. „Allir þessir leikmenn fá okkur til að trúa því að við verðum með mjög gott landslið næstu tíu árin. Við höfum örugglega svipaða tilfinningu og Englendingar og Hollendingar sem eru líka með mikið af ungum framtíðarmönnum,“ sagði Carvalhal. Það má finna meira um vangaveltur þeirra um portúgalska landsliðið með því að smella hér.Portgual's front four for respective clubs in the league in 2018-19: Bruno: Bernardo: 20 goals 7 goals 13 assists 7 assists Cristiano: Félix: 21 goals 15 goals 8 assists 7 assists Fingers crossed they click. pic.twitter.com/5uRiqgCowb — Squawka Football (@Squawka) June 5, 2019 Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Í huga sumra er portúgalska landsliðið bara Cristiano Ronaldo og einhverjir tíu aðrir lítt leikmenn en þeir sem þekkja portúgalska boltann vita betur. Portúgal er ríkjandi Evrópumeistari og verður á heimavelli í fyrstu lokakeppni Þjóðadeildarinnar sem hefst einmitt með undanúrslitaleik Portúgal og Sviss í dag. Cristiano Ronaldo var nítján ára þegar Portúgal var á heimavelli á EM 2004 en núna eru margir aðrir ungir og efnilegir leikmenn í svipaðri stöðu. Þeir hafa Cristiano Ronaldo sér til halds og traust en Ronaldo hafði stjörnuleikmenn eins og Luis Figo og Rui Costa. Leikur Portúgal og Sviss á Drekavöllum í Porto í kvöld hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport alveg eins og leikur Englands og Hollands á morgun sem og úrslitaleikurinn á sunnudaginn. Breska ríkisútvarpið fékk tvo Portúgala sem voru á sínum í ensku úrvalsdeildinni, Carlos Carvalhal og Luis Boa Morte, til að fara yfir stöðuna á portúgalska landsliðinu í dag og þeir eru bjartsýnir.Home advantage One of Europe's hottest young prospects "10 years of emerging talent" Things are looking good for Portugal, and it's not all about Cristiano Ronaldo. https://t.co/wgiQ3QFZOSpic.twitter.com/LLmMNR6Rgt — BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2019„Við vitum að einhvern daginn mun Ronaldo hætta að spila en við höfum svo mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í næstu kynslóð hjá Portúgal,“ sagði Carlos Carvalhal, fyrrum stjóri Swansea og Sheffield Wednesday. „Nú verður meira af hæfileikum í kringum Ronaldo en áður og leikmenn sem geta hjálpað honum. Þegar við skoðum einstaklingshæfileika þá er Portúgal í betri stöðu en áður,“ sagði Carvalhal. Fernando Santos treystir enn á reynsluboltana Pepe, Joao Moutinho og auðvitað Ronaldo en menn eins og Nani, Ricardo Quaresma og Joao Mario voru ekki valdir að þessu sinni. Í stað þeirra er liðið fullt af framtíðarmönnum. Þrír leikmenn í portúgalska hópnum hafa ekki leikið landsleik áður og einn af þeim er hinn 19 ára gamli Joao Felix frá Benfica. Joao Felix er líklega á leiðinni til stórliðs í ensku úrvalsdeildinni en hann átti frábært tímabil með Benfica. Það eru fleiri ungir og öflugir leikmenn í hópnum. Það má má nefna tvo 22 ára stráka, Ruben Dias, miðvörð Benfica og Goncalo Guedes, framherja Valencia. Þá verða Bruno Fernandes, miðjumaður Sporting Lisbon og Bernardo Silva hjá Manchester City einnig í stórum hlutverkum. Þeir eru bara 24 ára gamlir.They return to #NationsLeague action tonight. Here's why Portugal are so much more than Cristiano Ronaldo.https://t.co/wgiQ3QFZOSpic.twitter.com/UfThyuuBNg — BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2019„Við vitum að Bernardo Silva er næsta stórstjarna liðsins og leikmaður sem getur haldið í við Ronaldo. Felix mun síðan koma upp á næstu árum en hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður,“ sagði Carvalhal. Carlos Carvalhal segir að egóið sé ekki eins mikið innan liðsins og hugarfarið sé öðruvísi og líklegra til afreka. „Allir þessir leikmenn fá okkur til að trúa því að við verðum með mjög gott landslið næstu tíu árin. Við höfum örugglega svipaða tilfinningu og Englendingar og Hollendingar sem eru líka með mikið af ungum framtíðarmönnum,“ sagði Carvalhal. Það má finna meira um vangaveltur þeirra um portúgalska landsliðið með því að smella hér.Portgual's front four for respective clubs in the league in 2018-19: Bruno: Bernardo: 20 goals 7 goals 13 assists 7 assists Cristiano: Félix: 21 goals 15 goals 8 assists 7 assists Fingers crossed they click. pic.twitter.com/5uRiqgCowb — Squawka Football (@Squawka) June 5, 2019
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira