Segir niðurstöðu í máli Procar sýna að í lagi sé að svindla á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2019 10:14 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að niðurstaða Samgöngustofu í máli bílaleigunnar Procar þess efnis að hún haldi starfsleyfi sínu feli í sér skýr skilaboð um að í lagi sé að svindla á Íslandi. Það vakti mikla athygli þegar fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því fyrr á árinu að bílaleigan hafði átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum yfir nokkurra ára tímabil. Málið er nú á borði héraðssaksóknara vegna umfangs þess.Í gær var greint frá því að Samgöngustofa hafi ákveðið að bílaleigan yrði ekki svipt starfsleyfi sínu vegna málsins þar sem tillögur þess að úrbótum hafi verið metnar fullnægjandi. Í stuttri færslu á Facebook segir Jóhannes Þór að þessi niðurstaða sé „algerlega óásættanleg.“ „Eftir að hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðu í málinu - sem eitt og sér hefur skapað töluverð samkeppnisvandamál fyrir bílaleigur á Íslandi sem fara að lögum og eðlilegum viðskiptaháttum, er komið í ljós að Samgöngustofa telur ekki ástæðu til að beita afleiðingum gagnvart umfangsmiklum, einbeittum og opinberlega viðurkenndum svikum þessa fyrirtækis sem augljóst er að hafa bæði skekkt samkeppni á markaðnum og valdið fjölda einkaaðila og fyrirtækja miklum vanda og fjárhagstjóni,“ skrifar Jóhannes Þór. Ákvörðunin sendi slæm skilaboð og veiki traust á Samgöngustofu. „[Á] sama tíma og bílaleigufyrirtækin sjálf og hagsmunasamtök þeirra hafa kallað eftir skýrum afleiðingum til að koma í veg fyrir slíka hegðun á markaðnum og raunar sýnt það í verki strax og upp komst um svikin. Hér er því orðið morgunljóst að fyrirtækin eru mun ábyrgari en eftirlitsstofnunin sem þau falla undir,“ skrifar Jóhannes Þór en Procar var vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar vegna málsins. „Þessi niðurstaða Samgöngustofu sendir skýr skilaboð - það er í lagi að svindla á Íslandi.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Procar heldur starfsleyfinu Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi. 4. júní 2019 19:25 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að niðurstaða Samgöngustofu í máli bílaleigunnar Procar þess efnis að hún haldi starfsleyfi sínu feli í sér skýr skilaboð um að í lagi sé að svindla á Íslandi. Það vakti mikla athygli þegar fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því fyrr á árinu að bílaleigan hafði átt við kílómetramæla hundruð bíla sinna áður en þeir voru seldir á bílasölum yfir nokkurra ára tímabil. Málið er nú á borði héraðssaksóknara vegna umfangs þess.Í gær var greint frá því að Samgöngustofa hafi ákveðið að bílaleigan yrði ekki svipt starfsleyfi sínu vegna málsins þar sem tillögur þess að úrbótum hafi verið metnar fullnægjandi. Í stuttri færslu á Facebook segir Jóhannes Þór að þessi niðurstaða sé „algerlega óásættanleg.“ „Eftir að hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðu í málinu - sem eitt og sér hefur skapað töluverð samkeppnisvandamál fyrir bílaleigur á Íslandi sem fara að lögum og eðlilegum viðskiptaháttum, er komið í ljós að Samgöngustofa telur ekki ástæðu til að beita afleiðingum gagnvart umfangsmiklum, einbeittum og opinberlega viðurkenndum svikum þessa fyrirtækis sem augljóst er að hafa bæði skekkt samkeppni á markaðnum og valdið fjölda einkaaðila og fyrirtækja miklum vanda og fjárhagstjóni,“ skrifar Jóhannes Þór. Ákvörðunin sendi slæm skilaboð og veiki traust á Samgöngustofu. „[Á] sama tíma og bílaleigufyrirtækin sjálf og hagsmunasamtök þeirra hafa kallað eftir skýrum afleiðingum til að koma í veg fyrir slíka hegðun á markaðnum og raunar sýnt það í verki strax og upp komst um svikin. Hér er því orðið morgunljóst að fyrirtækin eru mun ábyrgari en eftirlitsstofnunin sem þau falla undir,“ skrifar Jóhannes Þór en Procar var vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar vegna málsins. „Þessi niðurstaða Samgöngustofu sendir skýr skilaboð - það er í lagi að svindla á Íslandi.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Procar heldur starfsleyfinu Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi. 4. júní 2019 19:25 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38
Procar heldur starfsleyfinu Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi. 4. júní 2019 19:25
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17