Hope Solo: Karlremban er rótgróin innan FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 11:00 Hope Solo er einn besti markvörður sögunnar. Getty/Mike Ehrmann Bandaríska knattspyrnukonan HopeSolo varði mark bandaríska landsliðsins þegar liðið varð heimsmeistari fyrir fjórum árum síðan. Nú lætur hún skotin drynja á Alþjóða knattspyrnusambandinu og vill fá má meiri samtakamátt meðal knattspyrnusambanda heimsins. HopeSolo gagnrýnir mikinn mismun á verðlaunafé fyrir landslið á HM karla og HM kvenna. Eins og hún kemst sjálf að orði þá sýnir þetta að „karlremban sé rótgróin innan FIFA“ en það er mjög sláandi munur á verðlaunafénu.FIFA hefur tvöfaldað peninginn sem landsliðið á HM kvenna fá frá því á HM 2015. Landsliðin skipta á milli sína 24 milljónum punda á HM í ár. Eins og Knattspyrnusamband Íslands þekkir vel þá skiptu karlalandsliðin með sér 315 milljónum punda fyrir að komast á HM karla í Rússlandi 2018. Hér erum við að tala um í íslenskum krónum, 3,8 milljarða á móti 50 milljörðum. Það eru 24 lið á HM kvenna en voru 32 lið á HM í Rússlandi fyrir ári síðan. Leikmannasamtök Ástralíu segja muninn vera dæmi um mismunun milli kynjanna innan Alþjóða knattspyrnusambandsins en þrátt fyrir að peningurinn til kvennalandsliðanna hafi tvöfaldast frá 2015 þá hefur munurinn á milli kynja engu að síður aukist um 21 milljón punda eða 3,3 milljarða íslenskra króna. FIFA hækkað nefnilega verulega peninginn sem karlalandsliðinu fengu. „Það er engin leið til að afsaka slíkt í dag,“ segir HopeSolo við breska ríkisútvarpið.US World Cup winner Hope Solo says that the disparity in prize money at the men's and women's World Cups shows that "male chauvinism is entrenched" in Fifa. Read https://t.co/6820JLOcEvpic.twitter.com/K9hDKz1N8p — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Solo fer líka fyrir kærumáli bandarísku landsliðskvennanna á hendur bandaríska knattspyrnusambandinu. Konurnar vilja jafnrétti í greiðslum milli kynjanna en bandaríska kvennalandsliðið stendur karlalandsliðinu miklu framar í fótboltanum sem ætti að gera körlunum enn erfitt að fá mun meiri pening en konurnar. Staðreynd málsins er hins vegar allt önnur, karlarnir fá miklu meiri pening frá bandaríska sambandinu. „Ef ég segi alveg eins og er þá sýnir þetta mér að karlremban er enn rótgróin innan FIFA og þessi munur er spegilmynd af því,“ sagði HopeSolo. „Við eigum ekki að þurfa að fara með þetta fyrir dómara eða senda bréf til FIFA,“ sagði Solo. HM kvenna í Frakklandi hefst á föstudaginn. FIFA segir að verðlaunafé á HM kvenna hafi fimmfaldast frá HM 2007 og að þjóðirnar séu einnig að fá mun meiri pening í undirbúning sinn fyrir keppnina.Solo hefur kallað eftir stuðningi við ástralska sambandið í baráttu þess. „Það er ekki nóg að það sé bara eitt samband eða eitt land í baráttunni. Öll knattspyrnusambönd ættu að standa saman að baki þessu til að hjálpa kvennafótboltanum að vaxa og dafna,“ sagði Solo. „Ég hef gert mitt besta í að biðla til annarra knattspyrnusambanda og við höfum verið saman að leita leiða en niðurstaða okkar er að karlremban er bara enn svo áberandi í knattspyrnuheiminum í dag,“ sagði HopoSolo. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Bandaríska knattspyrnukonan HopeSolo varði mark bandaríska landsliðsins þegar liðið varð heimsmeistari fyrir fjórum árum síðan. Nú lætur hún skotin drynja á Alþjóða knattspyrnusambandinu og vill fá má meiri samtakamátt meðal knattspyrnusambanda heimsins. HopeSolo gagnrýnir mikinn mismun á verðlaunafé fyrir landslið á HM karla og HM kvenna. Eins og hún kemst sjálf að orði þá sýnir þetta að „karlremban sé rótgróin innan FIFA“ en það er mjög sláandi munur á verðlaunafénu.FIFA hefur tvöfaldað peninginn sem landsliðið á HM kvenna fá frá því á HM 2015. Landsliðin skipta á milli sína 24 milljónum punda á HM í ár. Eins og Knattspyrnusamband Íslands þekkir vel þá skiptu karlalandsliðin með sér 315 milljónum punda fyrir að komast á HM karla í Rússlandi 2018. Hér erum við að tala um í íslenskum krónum, 3,8 milljarða á móti 50 milljörðum. Það eru 24 lið á HM kvenna en voru 32 lið á HM í Rússlandi fyrir ári síðan. Leikmannasamtök Ástralíu segja muninn vera dæmi um mismunun milli kynjanna innan Alþjóða knattspyrnusambandsins en þrátt fyrir að peningurinn til kvennalandsliðanna hafi tvöfaldast frá 2015 þá hefur munurinn á milli kynja engu að síður aukist um 21 milljón punda eða 3,3 milljarða íslenskra króna. FIFA hækkað nefnilega verulega peninginn sem karlalandsliðinu fengu. „Það er engin leið til að afsaka slíkt í dag,“ segir HopeSolo við breska ríkisútvarpið.US World Cup winner Hope Solo says that the disparity in prize money at the men's and women's World Cups shows that "male chauvinism is entrenched" in Fifa. Read https://t.co/6820JLOcEvpic.twitter.com/K9hDKz1N8p — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Solo fer líka fyrir kærumáli bandarísku landsliðskvennanna á hendur bandaríska knattspyrnusambandinu. Konurnar vilja jafnrétti í greiðslum milli kynjanna en bandaríska kvennalandsliðið stendur karlalandsliðinu miklu framar í fótboltanum sem ætti að gera körlunum enn erfitt að fá mun meiri pening en konurnar. Staðreynd málsins er hins vegar allt önnur, karlarnir fá miklu meiri pening frá bandaríska sambandinu. „Ef ég segi alveg eins og er þá sýnir þetta mér að karlremban er enn rótgróin innan FIFA og þessi munur er spegilmynd af því,“ sagði HopeSolo. „Við eigum ekki að þurfa að fara með þetta fyrir dómara eða senda bréf til FIFA,“ sagði Solo. HM kvenna í Frakklandi hefst á föstudaginn. FIFA segir að verðlaunafé á HM kvenna hafi fimmfaldast frá HM 2007 og að þjóðirnar séu einnig að fá mun meiri pening í undirbúning sinn fyrir keppnina.Solo hefur kallað eftir stuðningi við ástralska sambandið í baráttu þess. „Það er ekki nóg að það sé bara eitt samband eða eitt land í baráttunni. Öll knattspyrnusambönd ættu að standa saman að baki þessu til að hjálpa kvennafótboltanum að vaxa og dafna,“ sagði Solo. „Ég hef gert mitt besta í að biðla til annarra knattspyrnusambanda og við höfum verið saman að leita leiða en niðurstaða okkar er að karlremban er bara enn svo áberandi í knattspyrnuheiminum í dag,“ sagði HopoSolo.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn