Nýir lögreglubílar hafa staðið óhreyfðir vikum saman hjá innflutningsaðila Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júní 2019 18:30 Dæmi eru um að ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. Óánægja er á meðal lögreglustjóra á landinu með rekstur bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem sér um og leigir út öll lögreglutæki til embættanna. Kostnaður fyrir leigu hefur þótt hár og hafa sum hver embættin brugðið á það ráð að takmarka akstur bílanna til þess að halda niðri kostnaði, en það kemur niður á sýnilegri löggæslu. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér ályktun í gær þar sem meðal annars er lýst yfir fullum stuðningi þess efnis að lögreglustjórar sjái sjálfir um rekstur lögreglubifreiða og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóraVísir/Jóhann KAlmennir bílaleigubílar merktir lögreglueinkennum og notaðir til löggæslu „Eins og kunnugt er að þá er ágreiningur um rekstur bílamiðstöðvarinnar en dómamálaráðuneytið tók ákvörðun fyrir 20 árum að fela fagaðila innkaup og miðlægan rekstur lögreglubifreiða í landinu. Telji ráðuneytið að það sé hagkvæmara að gera þetta með öðrum hætti þá hlýtur það að leggja til einhverjar breytingar á þessum málum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Til að lækka rekstrarkostnað hafa að minnsta kosti tvö embætti þegar tekið í notkun bíla frá almennum bílaleigum til löggæslustarfa. Vegna þeirrar stöðu sendi Ríkislögreglustjóri frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem farið er fram á að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bílamiðstöðvarinnar og lögmæti þess almennir bílaleigubílar séu notaði til löggæslustarfa. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá dómsmálaráðuneytinu sem hyggst ekki tjá sig um málið. Fréttastofan hefur upplýsingar um lögreglustjórar og ríkislögreglustjóri muni funda um málið á morgun.Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglutæki vegna vanskila eða fjárheimildir séu fullnýttarVísir/Jóhann KFréttastofan hefur fengið ábendingar um að fleira sé að í rekstri Ríkislögreglustjóra og það er að þjónustufyrirtæki hafi ekki veitt embættinu fyrirgreiðslu vegna vanskila. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglubíla, lokað hafi verið á fjarskiptafyrirtæki og verslanir ekki selt vörur eða veitt þjónustu. Þá hefur fréttastofan einnig upplýsingar um að afhending nýrra lögreglutækja hafi frestast um nokkrar vikur, þar sem tækin hafa ekki fengist greidd og því staðið, óhreyfð, vikum saman hjá umboðsaðila. „Það getur komið fyrir í þessum rekstri okkar að í einstökum tilfellum hafi menn fullnýtt úttektarheimildir, annað hvort á tæki eða þess háttar. Við höfum náð að bregðast við því eftir því sem þau hafa komið upp,“ segir Jónas. Jónasi er ekki kunnugt um að Ríkisendurskoðun sé með rekstur og fjármál embættisins til athugunar en segir eðlilegt að stofnunin annist fjárhagsendurskoðun Ríkislögreglustjóra.Er óráðsía í fjármálum ríkislögreglustjóra? „Nei,“ segir Jónas.Allt í góðum málum? „Allt!,“ segir Jónas. Lögreglan Tengdar fréttir Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Dæmi eru um að ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. Óánægja er á meðal lögreglustjóra á landinu með rekstur bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem sér um og leigir út öll lögreglutæki til embættanna. Kostnaður fyrir leigu hefur þótt hár og hafa sum hver embættin brugðið á það ráð að takmarka akstur bílanna til þess að halda niðri kostnaði, en það kemur niður á sýnilegri löggæslu. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér ályktun í gær þar sem meðal annars er lýst yfir fullum stuðningi þess efnis að lögreglustjórar sjái sjálfir um rekstur lögreglubifreiða og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóraVísir/Jóhann KAlmennir bílaleigubílar merktir lögreglueinkennum og notaðir til löggæslu „Eins og kunnugt er að þá er ágreiningur um rekstur bílamiðstöðvarinnar en dómamálaráðuneytið tók ákvörðun fyrir 20 árum að fela fagaðila innkaup og miðlægan rekstur lögreglubifreiða í landinu. Telji ráðuneytið að það sé hagkvæmara að gera þetta með öðrum hætti þá hlýtur það að leggja til einhverjar breytingar á þessum málum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Til að lækka rekstrarkostnað hafa að minnsta kosti tvö embætti þegar tekið í notkun bíla frá almennum bílaleigum til löggæslustarfa. Vegna þeirrar stöðu sendi Ríkislögreglustjóri frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem farið er fram á að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bílamiðstöðvarinnar og lögmæti þess almennir bílaleigubílar séu notaði til löggæslustarfa. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá dómsmálaráðuneytinu sem hyggst ekki tjá sig um málið. Fréttastofan hefur upplýsingar um lögreglustjórar og ríkislögreglustjóri muni funda um málið á morgun.Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglutæki vegna vanskila eða fjárheimildir séu fullnýttarVísir/Jóhann KFréttastofan hefur fengið ábendingar um að fleira sé að í rekstri Ríkislögreglustjóra og það er að þjónustufyrirtæki hafi ekki veitt embættinu fyrirgreiðslu vegna vanskila. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglubíla, lokað hafi verið á fjarskiptafyrirtæki og verslanir ekki selt vörur eða veitt þjónustu. Þá hefur fréttastofan einnig upplýsingar um að afhending nýrra lögreglutækja hafi frestast um nokkrar vikur, þar sem tækin hafa ekki fengist greidd og því staðið, óhreyfð, vikum saman hjá umboðsaðila. „Það getur komið fyrir í þessum rekstri okkar að í einstökum tilfellum hafi menn fullnýtt úttektarheimildir, annað hvort á tæki eða þess háttar. Við höfum náð að bregðast við því eftir því sem þau hafa komið upp,“ segir Jónas. Jónasi er ekki kunnugt um að Ríkisendurskoðun sé með rekstur og fjármál embættisins til athugunar en segir eðlilegt að stofnunin annist fjárhagsendurskoðun Ríkislögreglustjóra.Er óráðsía í fjármálum ríkislögreglustjóra? „Nei,“ segir Jónas.Allt í góðum málum? „Allt!,“ segir Jónas.
Lögreglan Tengdar fréttir Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46
Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36