Brad Pitt reynir að leysa ráðgátu um hvarf föður síns í geimnum í Ad Astra Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2019 16:47 Myndarinnar beðið með mikilli eftirvæntingu. Disney Kvikmyndaver Disney hefur sent frá sér fyrstu stikluna úr nýjustu mynd Brad Pitt sem verður frumsýnd í haust. Myndin ber heitið Ad Astra og segir frá manni sem samþykkir að leggja á sig langt og strangt ferðalag út í geim til að reyna að leysa ráðgátuna að baki hvarfi föður hans sem hafði farið út í geim í leit að framandi lífi en sneri aldrei til baka. Tommy Lee Jones leikur föður persónu Brad Pitt í þessari mynd en önnur hlutverk eru í höndum Ruth Negga, Donald Sutherland, Jamie Kennedy og Liv Tyler. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en Disney hefur ítrekað frestað útgáfu hennar, síðast vegna þeirrar mikillar vinnu sem beið kvikmyndagerðarmönnum við eftirvinnslu hennar. Það að hún sé frumsýnd í september gæti gefið til kynna að Disney sjái fyrir sér að þessi mynd sé líkleg til að hreppa tilnefningar til Óskarsverðlauna. Leikstjóri myndarinnar er James Gray en síðasta mynd hans var The Lost City of Z sem Brad Pitt framleiddi. Myndin verður frumsýnd 20. september næstkomandi. Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndaver Disney hefur sent frá sér fyrstu stikluna úr nýjustu mynd Brad Pitt sem verður frumsýnd í haust. Myndin ber heitið Ad Astra og segir frá manni sem samþykkir að leggja á sig langt og strangt ferðalag út í geim til að reyna að leysa ráðgátuna að baki hvarfi föður hans sem hafði farið út í geim í leit að framandi lífi en sneri aldrei til baka. Tommy Lee Jones leikur föður persónu Brad Pitt í þessari mynd en önnur hlutverk eru í höndum Ruth Negga, Donald Sutherland, Jamie Kennedy og Liv Tyler. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en Disney hefur ítrekað frestað útgáfu hennar, síðast vegna þeirrar mikillar vinnu sem beið kvikmyndagerðarmönnum við eftirvinnslu hennar. Það að hún sé frumsýnd í september gæti gefið til kynna að Disney sjái fyrir sér að þessi mynd sé líkleg til að hreppa tilnefningar til Óskarsverðlauna. Leikstjóri myndarinnar er James Gray en síðasta mynd hans var The Lost City of Z sem Brad Pitt framleiddi. Myndin verður frumsýnd 20. september næstkomandi.
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira