Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Ari Brynjólfsson skrifar 8. júní 2019 07:15 “Það er gert ráð fyrir að hallinn geti verið 0,4 prósent af landsframleiðslu, sem eru um 10 til 15 milljarðar. Við bendum á að afkoman í ár er 40 milljörðum lakari vegna breyttra efnahagsforsenda. Það blasir við að hagvaxtarspáin er í bjartsýnni kantinum og á sama tíma er svigrúmið ekki mikið.” Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar 2018-2022 of bjartsýna. Stefnan er sú fjórða á fjórum árum, en rétt er að geta þess að fram fóru kosningar og skipt var um ríkisstjórn í millitíðinni. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir líklegt að leggja þurfi fram fimmtu fjármálastefnuna á næsta ári. „Þær hagvaxtarforsendur sem liggja að baki þessari endurskoðuðu fjármálastefnu byggja á því að það verði samdráttur í ár en síðan eigi hagkerfið að taka við sér á næsta ári. Þá verði 2,6 prósenta hagvöxtur. Við teljum einfaldlega að vegna óvissunnar í íslensku efnahagslífi og þess að við vitum ekki hver áhrifin verða, sé það fullbjartsýnt að áætla að viðsnúningurinn verði svona hraður.“ Fjármálastefnan byggir á uppfærðri hagvaxtarspá Hagstofunnar. Samkvæmt henni mun hagkerfið dragast saman um 0,2 prósent, sem er neikvæðasta breyting á hagvexti síðan 1988 að hruninu undanskildu. Það er þó gert ráð fyrir svigrúmi í fjármálastefnunni. „Það er fulllítið. Það er gert ráð fyrir að hallinn geti verið 0,4 prósent af landsframleiðslu, sem eru um 10 til 15 milljarðar. Við bendum á að afkoman í ár er 40 milljörðum lakari vegna breyttra efnahagsforsenda. Það blasir við að hagvaxtarspáin er í bjartsýnni kantinum og á sama tíma er svigrúmið ekki mikið,“ segir Ásdís. Ef svo fer munu stjórnvöld aftur þurfa að endurskoða fjármálastefnuna. „Gallinn við fjármálareglurnar sem miðað er við í dag er að þær taka ekki tillit til hagsveiflunnar,“ segir Ásdís. Telur hún best ef afkomuviðmið stjórnvalda væru miðuð út frá hagsveiflu. Þrátt fyrir að búið sé að greiða niður skuldir ríkisins hefði stefna síðustu ára þurft að vera aðhaldssamari að mati Ásdísar. „Miðað við stöðuna í dag þá teljum við að áherslurnar eigi að vera á að minnka umsvif hins opinbera,“ segir Ásdís. „Það er hægt með aukinni skilvirkni og hagræðingu. Þá um leið að skapa svigrúm til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. Skattar hækkuðu í síðustu niðursveiflu og hafa lítið lækkað í uppsveiflunni, þannig að nú er rétti tíminn til þess.“ Þar að auki sé svigrúm til fjárfestinga sem stjórnvöld hyggjast ráðast í. „Svo eru líka eignir sem ættu ekki að vera í eigu ríkisins,“ segir Ásdís. Má þar helst nefna Landsbankann, Íslandsbanka, Keflavíkurflugvöll og Íslandspóst fyrir utan þær tæplega þúsund fasteignir sem eru í eigu ríkisins. „Við hvetjum stjórnvöld til að selja þær eignir eins fljótt og auðið er.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar 2018-2022 of bjartsýna. Stefnan er sú fjórða á fjórum árum, en rétt er að geta þess að fram fóru kosningar og skipt var um ríkisstjórn í millitíðinni. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir líklegt að leggja þurfi fram fimmtu fjármálastefnuna á næsta ári. „Þær hagvaxtarforsendur sem liggja að baki þessari endurskoðuðu fjármálastefnu byggja á því að það verði samdráttur í ár en síðan eigi hagkerfið að taka við sér á næsta ári. Þá verði 2,6 prósenta hagvöxtur. Við teljum einfaldlega að vegna óvissunnar í íslensku efnahagslífi og þess að við vitum ekki hver áhrifin verða, sé það fullbjartsýnt að áætla að viðsnúningurinn verði svona hraður.“ Fjármálastefnan byggir á uppfærðri hagvaxtarspá Hagstofunnar. Samkvæmt henni mun hagkerfið dragast saman um 0,2 prósent, sem er neikvæðasta breyting á hagvexti síðan 1988 að hruninu undanskildu. Það er þó gert ráð fyrir svigrúmi í fjármálastefnunni. „Það er fulllítið. Það er gert ráð fyrir að hallinn geti verið 0,4 prósent af landsframleiðslu, sem eru um 10 til 15 milljarðar. Við bendum á að afkoman í ár er 40 milljörðum lakari vegna breyttra efnahagsforsenda. Það blasir við að hagvaxtarspáin er í bjartsýnni kantinum og á sama tíma er svigrúmið ekki mikið,“ segir Ásdís. Ef svo fer munu stjórnvöld aftur þurfa að endurskoða fjármálastefnuna. „Gallinn við fjármálareglurnar sem miðað er við í dag er að þær taka ekki tillit til hagsveiflunnar,“ segir Ásdís. Telur hún best ef afkomuviðmið stjórnvalda væru miðuð út frá hagsveiflu. Þrátt fyrir að búið sé að greiða niður skuldir ríkisins hefði stefna síðustu ára þurft að vera aðhaldssamari að mati Ásdísar. „Miðað við stöðuna í dag þá teljum við að áherslurnar eigi að vera á að minnka umsvif hins opinbera,“ segir Ásdís. „Það er hægt með aukinni skilvirkni og hagræðingu. Þá um leið að skapa svigrúm til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. Skattar hækkuðu í síðustu niðursveiflu og hafa lítið lækkað í uppsveiflunni, þannig að nú er rétti tíminn til þess.“ Þar að auki sé svigrúm til fjárfestinga sem stjórnvöld hyggjast ráðast í. „Svo eru líka eignir sem ættu ekki að vera í eigu ríkisins,“ segir Ásdís. Má þar helst nefna Landsbankann, Íslandsbanka, Keflavíkurflugvöll og Íslandspóst fyrir utan þær tæplega þúsund fasteignir sem eru í eigu ríkisins. „Við hvetjum stjórnvöld til að selja þær eignir eins fljótt og auðið er.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira