Gylfi: Við ætlum okkur á annað stórmót Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2019 15:42 Gylfi Þór Sigurðsson segir að íslenska landsliðið hafi oft spilað betur en í sigrinum gegn Albaníu á heimavelli í kvöld. Það mikilvægasta sé þó að stigin þrjú komu í hús. „Ég held að stigin þrjú og markið hans Jóa hafi staðið upp úr. Það er ekkert margt annað. Við vörðumst ágætlega,“ sagði Gylfi í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir áttu nokkur hálffæri en heilt yfir gerðum við það sem við þurftum og skoruðum eitt mark og héldum hreinu. Við gerðum það en auðvitað viljum við spila betur en þetta,“ en má kalla þetta iðnaðarsigur? „Já, algjörlega. Þetta er ekki fallegasti sigurinn okkar en það sem skiptir máli er að við erum nú búnir að vinna tvo leiki af þremur. Við héldum hreinu og erum í ágætis aðstæðum að geta verið heima næstu daga og hvílt okkur heima á meðan Tyrkirnir ferðast.“ Gylfi segir að liðið hafi verið vel meðvitað um það að það þyrfti að vinna leikina gegn Albaníu og Tyrklandi í þessum júníglugga vilji liðið komast á þriðja stórmótið. „Við töluðum um það í þessari viku og öllum undirbúningnum að þetta eru tveir leikir sem við verðum að vinna. Í gegnum síðustu undankeppnir höfum við verið að vinna á heimavelli gegn liðunum í kringum okkur.“ „Hvort að það sé meiri pressa á okkur núna en áður, ég veit það ekki. Við setjum mjög mikla pressu á okkur sjálfir. Við ætlum okkur á annað stórmót. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna ef við ætlum að eiga möguleika.“ Hvað þarf liðið að bæta fyrir þriðjudaginn? „Sóknarleikinn. Við sköpuðum ekkert gífurlega mikið af færum. Hálffæri hér og þar. Föstu leikatriðin þurfum við að bæta. Við höfum verið sterkir í þeim í gegnum árin og nokkrar spyrnur hjá mér voru lélegar og ein hjá Jóa.“ „Varnarleikurinn var ágætur. Þeir voru ekkert frábærir fram á við en við vörðumst ágætlega sem lið. Við leyfðum þeim að hafa boltann og voru ekkert að skapa sér mikið. Við þurfum að bæta okkur sóknarlega.“ Gylfi varð fyrir hnjaski tvisvar í leiknum en segir standið á sér fínt. „Þetta er hluti af leiknum. Maður verður búinn að tjasla sér saman fyrir næsta leik og verður klár þá,“ sagði FH-ingurinn að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands: Arnór og Albert á bekknum Óvænt tíðindi af byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Albaníu. 8. júní 2019 11:33 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson segir að íslenska landsliðið hafi oft spilað betur en í sigrinum gegn Albaníu á heimavelli í kvöld. Það mikilvægasta sé þó að stigin þrjú komu í hús. „Ég held að stigin þrjú og markið hans Jóa hafi staðið upp úr. Það er ekkert margt annað. Við vörðumst ágætlega,“ sagði Gylfi í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir áttu nokkur hálffæri en heilt yfir gerðum við það sem við þurftum og skoruðum eitt mark og héldum hreinu. Við gerðum það en auðvitað viljum við spila betur en þetta,“ en má kalla þetta iðnaðarsigur? „Já, algjörlega. Þetta er ekki fallegasti sigurinn okkar en það sem skiptir máli er að við erum nú búnir að vinna tvo leiki af þremur. Við héldum hreinu og erum í ágætis aðstæðum að geta verið heima næstu daga og hvílt okkur heima á meðan Tyrkirnir ferðast.“ Gylfi segir að liðið hafi verið vel meðvitað um það að það þyrfti að vinna leikina gegn Albaníu og Tyrklandi í þessum júníglugga vilji liðið komast á þriðja stórmótið. „Við töluðum um það í þessari viku og öllum undirbúningnum að þetta eru tveir leikir sem við verðum að vinna. Í gegnum síðustu undankeppnir höfum við verið að vinna á heimavelli gegn liðunum í kringum okkur.“ „Hvort að það sé meiri pressa á okkur núna en áður, ég veit það ekki. Við setjum mjög mikla pressu á okkur sjálfir. Við ætlum okkur á annað stórmót. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna ef við ætlum að eiga möguleika.“ Hvað þarf liðið að bæta fyrir þriðjudaginn? „Sóknarleikinn. Við sköpuðum ekkert gífurlega mikið af færum. Hálffæri hér og þar. Föstu leikatriðin þurfum við að bæta. Við höfum verið sterkir í þeim í gegnum árin og nokkrar spyrnur hjá mér voru lélegar og ein hjá Jóa.“ „Varnarleikurinn var ágætur. Þeir voru ekkert frábærir fram á við en við vörðumst ágætlega sem lið. Við leyfðum þeim að hafa boltann og voru ekkert að skapa sér mikið. Við þurfum að bæta okkur sóknarlega.“ Gylfi varð fyrir hnjaski tvisvar í leiknum en segir standið á sér fínt. „Þetta er hluti af leiknum. Maður verður búinn að tjasla sér saman fyrir næsta leik og verður klár þá,“ sagði FH-ingurinn að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands: Arnór og Albert á bekknum Óvænt tíðindi af byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Albaníu. 8. júní 2019 11:33 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands: Arnór og Albert á bekknum Óvænt tíðindi af byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Albaníu. 8. júní 2019 11:33
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59
Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44
Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00