Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út um klukkan fimm nú síðdegis vegna einstaklings sem hafði fótbrotnað efst í Reykjadalnum, nálægt Ölkelduhálsi.
Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að björgunarsveitafólk á sexhjóli aðstoði sjúkraflutningamenn við að flytja viðkomandi að sjúkrabíl.
„Rétt í þessu var sjúklingurinn kominn á sexhjólið og verður hann fluttur að sjúkrabíl sem staðsettur er á Ölkelduhálsi,“ segir í tilkynningunni sem barst um 17:30.
Fótbrotnaði efst í Reykjadal
Atli Ísleifsson skrifar
