Enginn var með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins. Þrír heppnir miðahafar voru hins vegar með fjórar aðaltölur réttar, auk bónustölunnar og unnu þeir tæpar 300 þúsund króna hver.
Miðarnir voru seldir í 10-11 á Laugavegi, Samkaup-strax á Flúðum og á lotto.is að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Enginn var með allar fimm tölur réttar í Jókerútdrættinum en fjórir voru hins vegar með fjórar tölur réttar í réttri röð og vann hver um sig 100 þúsund krónur. Þeir miðar voru seldir á N1 við Stóragerði í Reykjavík, N1 á Egilsstöðum, Krambúðinni við Tryggvagötu á Selfossi, auk þess að einn miðinn var í áskrift.
Lottótölur kvöldsins voru 1, 12, 17, 20 og 35. Bónustalan var 19. Jókertölur kvöldsins voru 5-2-2-5-7.

