Herjólfur á heimleið Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2019 13:03 Lagt af stað úr höfn í Gdynia Mynd/Sigmar Logi Hinriksson Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir viðkomu í Færeyjum til þess að taka olíu. Heimkoma er áætluð laugardaginn næsta í Vestmannaeyjum með hátíðlegri viðhöfn enda sé ekki á hverjum degi sem ný ferja kemur til Vestmannaeyja. „Við erum með þrjá skipstjóra og þrjá vélstjóra, þessi tími er notaður í að þjálfa sig á skipið enda er búnaðurinn gjörólíkur núverandi Herjólfi. Það er verið að ganga frá og gera allt klárt,“ segir Guðbjartur. Heimkoma Herjólfs er, eins og áður sagði, áætluð laugardaginn næsta. Ferjan hefur þó ekki farþegasiglingar umsvifalaust en ganga þarf frá ýmsum atriðum áður en áætlunarsiglingar hefjast. „Það þarf að fá haffæri, farþegaleyfi og ganga frá ýmsum skráningum og merkingum. Svo þarf að máta skipið á þær hafnir sem við siglum á. Það er smá tími sem fer í æfingar og að gera skipið klárt í rekstur, segir Guðbjartur en vonir standa til að því ferli verði lokið um næstu mánaðamót.Sjá einnig: Herjólfur afhentur og íslenskur fáni dreginn að húniAfhending Herjólfs hefur tafist nokkuð og er það mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið og geti hafið siglingar í Landeyjahöfn fljótlega.Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni. Einnig eru um borð vélar sem alla jafna hlaða geyma skipsins sem síðan knýja skrúfurnar. Reikna má með að við siglingar til Þorlákshafnar þurfi að nota vélarnar til að framleiða rafmagnið.„Við fengum skipið afhent á þriðjudaginn og það var í ýmsu að snúast í pappírsvinnu og að gera skipið sjóklárt. Við vorum með það á teikniborðinu að fara af stað á sunnudegi, það tókst,“ sagði Guðbjartur glaður í bragði.Svona verður útsýnið úr brúnni í Herjólfi næstu sex sólarhringana.Mynd/Sigmar Logi Hinriksson Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnt að því að nýi Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja eftir mánuð Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. 29. maí 2019 17:07 Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir viðkomu í Færeyjum til þess að taka olíu. Heimkoma er áætluð laugardaginn næsta í Vestmannaeyjum með hátíðlegri viðhöfn enda sé ekki á hverjum degi sem ný ferja kemur til Vestmannaeyja. „Við erum með þrjá skipstjóra og þrjá vélstjóra, þessi tími er notaður í að þjálfa sig á skipið enda er búnaðurinn gjörólíkur núverandi Herjólfi. Það er verið að ganga frá og gera allt klárt,“ segir Guðbjartur. Heimkoma Herjólfs er, eins og áður sagði, áætluð laugardaginn næsta. Ferjan hefur þó ekki farþegasiglingar umsvifalaust en ganga þarf frá ýmsum atriðum áður en áætlunarsiglingar hefjast. „Það þarf að fá haffæri, farþegaleyfi og ganga frá ýmsum skráningum og merkingum. Svo þarf að máta skipið á þær hafnir sem við siglum á. Það er smá tími sem fer í æfingar og að gera skipið klárt í rekstur, segir Guðbjartur en vonir standa til að því ferli verði lokið um næstu mánaðamót.Sjá einnig: Herjólfur afhentur og íslenskur fáni dreginn að húniAfhending Herjólfs hefur tafist nokkuð og er það mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið og geti hafið siglingar í Landeyjahöfn fljótlega.Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni. Einnig eru um borð vélar sem alla jafna hlaða geyma skipsins sem síðan knýja skrúfurnar. Reikna má með að við siglingar til Þorlákshafnar þurfi að nota vélarnar til að framleiða rafmagnið.„Við fengum skipið afhent á þriðjudaginn og það var í ýmsu að snúast í pappírsvinnu og að gera skipið sjóklárt. Við vorum með það á teikniborðinu að fara af stað á sunnudegi, það tókst,“ sagði Guðbjartur glaður í bragði.Svona verður útsýnið úr brúnni í Herjólfi næstu sex sólarhringana.Mynd/Sigmar Logi Hinriksson
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnt að því að nýi Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja eftir mánuð Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. 29. maí 2019 17:07 Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Stefnt að því að nýi Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja eftir mánuð Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. 29. maí 2019 17:07
Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45
Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46