Ronald Koeman og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu urðu að gera sér silfurverðlaun að góðu eftir 1-0 tap gegn Portúgal í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar.
Margir höfðu efasemdir um Þjóðadeildina þegar hún var sett á laggirnar en Koeman hrósaði skipulagi keppninnar í hástert eftir úrslitaleikinn.
„Þjóðadeildin er frábær keppni. Þú sást hversu ánægðir Portúgalirnir voru að vinna þessi verðlaun og þú sást hversu mikið við vildum vinna þetta,“ sagði Koeman.
„Það var eins með riðlakeppnina. Þar var spilað af miklum ákafa (e. high intensity). Þessi keppni var vel skipulögð og við getum ekki beðið eftir þeirri næstu,“ sagði Koeman.
Koeman: Þjóðadeildin er frábær keppni
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
