Sport

Unnu fimm gullverðlaun á öðrum keppnisdeginum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hafdís vann sigur í langstökki.
Hafdís vann sigur í langstökki. mynd/frí
Íslensku keppendurnir unnu til fimm gullverðlauna á öðrum keppnisdegi í frjálsum íþróttum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi.

Hafdís Sigurðardóttir bar sigur úr býtum í langstökki með stökki upp á 6,42 metra. Hún meiddist í upphitun en harkaði af sér og vann gullið. Birna Kristín Kristjánsdóttir endaði í 5. sæti í langstökki.

Þórdís Eva Steinsdóttir vann sigur í 400 metra hlaupi. Hún kom í mark á 56,39 sekúndum og var 41 sekúndubroti á eftir næstu konu. Kormákur Ari Hafliðason endaði í 5. sæti í 400 metra hlaupi karla.

Ísland vann 400 metra grindahlaupi í karla- og kvennaflokki. Ívar Kristinn Jasonarson vann öruggan sigur í karlaflokki en hann hljóp á 52,31 sekúndu. Fjóla Signý Hannesdóttir varð hlutskörpust í kvennaflokki en hún kom í mark á 1:02,60 mínútum.

Hlynur Andrésson vann gull í 3000 metra hindrunarhlaupi og silfur í 5000 metra hlaupi.

Guðni Valur Guðnason fékk silfur í kringlukasti. Hann kastaði 57,64 metra.

Aníta Hinriksdóttir fékk silfur í 1500 metra hlaupi. Hún kom í mark á 4:22,34 mínútum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×