Game Pass kemur á Windows Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 08:30 Game Pass hefur hingað til verið á Xbox. Nordicphotos/Getty Microsoft tilkynnti í gær um að Xbox Game Pass, áskriftarþjónusta fyrirtækisins fyrir tölvuleiki, sé væntanlegt á Windows-tölvur. Þjónustan hefur hingað til eingöngu verið aðgengileg á Xbox One leikjatölvum. Með áskrift að þjónustunni mun Windows-notendum standa til boða að hlaða niður og spila meira en hundrað leiki frá framleiðendum á borð við Bethesda, Devolver Digital og SEGA. Þá verða leikir frá framleiðendum í eigu Microsoft hluti af þjónustunni um leið og þeir koma á markað, líkt og hefur verið á Xbox. Ekki liggur fyrir hvort það þurfi að greiða sitt hvort áskriftargjaldið fyrir Xbox- og Windowsútgáfu þjónustunnar. Þá sagði Microsoft ekkert í tilkynningu sinni um verð, hvenær þjónustan kemur á markað. Engin dæmi voru gefin um leiki. Tilkynningin ætti ekki að koma á óvart. Satya Nadella forstjóri sagði í síðasta mánuði að það væri lykilatriði fyrir vöxt Xbox að yfirfæra þjónustuna líka á Windows-tölvur. Microsoft Tækni Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Microsoft tilkynnti í gær um að Xbox Game Pass, áskriftarþjónusta fyrirtækisins fyrir tölvuleiki, sé væntanlegt á Windows-tölvur. Þjónustan hefur hingað til eingöngu verið aðgengileg á Xbox One leikjatölvum. Með áskrift að þjónustunni mun Windows-notendum standa til boða að hlaða niður og spila meira en hundrað leiki frá framleiðendum á borð við Bethesda, Devolver Digital og SEGA. Þá verða leikir frá framleiðendum í eigu Microsoft hluti af þjónustunni um leið og þeir koma á markað, líkt og hefur verið á Xbox. Ekki liggur fyrir hvort það þurfi að greiða sitt hvort áskriftargjaldið fyrir Xbox- og Windowsútgáfu þjónustunnar. Þá sagði Microsoft ekkert í tilkynningu sinni um verð, hvenær þjónustan kemur á markað. Engin dæmi voru gefin um leiki. Tilkynningin ætti ekki að koma á óvart. Satya Nadella forstjóri sagði í síðasta mánuði að það væri lykilatriði fyrir vöxt Xbox að yfirfæra þjónustuna líka á Windows-tölvur.
Microsoft Tækni Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira