Það er til nóg af miðum á leiki karlalandsliðsins í undankeppni EM sem fara fram á Laugardalsvellinum í júní.
Ísland spilar þarna fyrstu tvo heimaleiki sína í undankeppni EM 2020. Sá fyrri er gegn Albaníu 8. júní og sá síðari gegn Tyrklandi 11. júní.
Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, sagði frá því á blaðamannafundi í dag að það sé langt frá því að vera uppselt á leikina.
2000 miðar eru eftir á Albaníuleikinn og 1500 miðar eru eftir á Tyrklandsleikinn.
Ómar vildi líka minna ársmiðahafa á að sækja miða sína á leikina en 200 ársmiðar eru enn ósóttir.
Ómar bjóst samt við því að það yrði uppselt á leiki landsliðsins eins og á síðustu leiki.
Fullt af óseldum miðum til á landsleikina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
