Loftbelgnum sem um ræðir er stýrt af þeim Mikael Klingberg og Anders Brobjer frá Noregi og Svíþjóð og vöktu þeir athygli borgarbúa í gærkvöldi er þeir flugu frá Reykjavíkurflugvelli að Höfða við Borgartún skömmu eftir klukkan ellefu í gærkvöld. Loftbelgurinn er hér staddur vegna flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun vegna 100 ára afmælis íslensks flugs.
Á ögurstundu gekk flugtakið þó ekki sem skyldi og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir flugstjóranna og hvatningarorð Kristjáns Más og Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Úr varð kostuleg uppákoma sem sjá má í spilaranum hér að neðan.
Þess ber þó að geta að loftbelgurinn og Kristján Már náðu á loft skömmu eftir að beinu útsendingunni var hætt.