Liverpool segir frá því á heimasíðu sinni og samfélagsmiðlum að liðið sé á förum til Marbella á suðurströnd Spánar.
Úrslitaleikurinn fer fram í Madrid 1. júní næstkomandi og enska úrvalsdeildarliðið mun því fara aftur heim til Englands áður en kemur að leiknum. Það eru ennþá tólf dagar þar til að Liverpool spilar á Wanda Metropolitano, heimavelli Atletico Madrid.
Knattsprynustjórinn Jürgen Klopp valdi 26 leikmenn til ferðarinnar og það eru því þeir leikmenn sem koma til greina í leikmannahópinn í úrslitaleiknum.
The Reds will spend the next six days in Spain preparing for the upcoming @ChampionsLeague final against @SpursOfficial in Madrid. https://t.co/qe3wNLNbT9
— Liverpool FC (@LFC) May 20, 2019
Leikmennirnir sem Jürgen Klopp valdi eru eftirtaldir:Alexander-Arnold, Alisson, Brewster, Fabinho, Firmino, Gomez, Henderson, Jones, Keita, Kelleher, Lallana, Lovren, Mane, Matip, Mignolet, Milner, Moreno, Origi, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Salah, Shaqiri, Sturridge, Van Dijk, Wijnaldum, Woodburn.
Liverpool flaug til Spánar frá John Lennon flugvellinum í Liverpool í dag.
Leikmenn Liverpool ættu að kannast vel við sig því þeir fóru í æfingabúðir til Marbella í febrúar.