Leystir frá störfum fyrir að draga umfang Helfararinnar í efa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2019 20:45 Al Jazeera er meðal fremstu miðla þegar kemur að málefnum Mið-Austurlanda. Olivier Polet/Getty Fréttaveitan Al Jazeera hefur sagt tveimur blaðamönnum upp störfum eftir að þeir framleiddu myndband í nafni miðilsins þar sem dregið var í efa að Helförin hafi raunverulega átt sér stað á þann hátt sem sagnfræðingar sammælast um. Í myndbandinu er því haldið fram að fjöldi þeirra gyðinga sem týndu lífi þegar nasistar útrýmdu þeim á skipulagðan hátt á fimmta áratug síðustu aldar sé stórlega ýktur og þær ýkjur séu runnar undan rifjum síonistahreyfingarinnar. Ísrael sé sá aðili sem hafi hagnast hvað mest á þjóðarmorðunum. Síonismi er afbrigði þjóðernishyggju sem grundvallast á því að gyðingar, sem þjóð, eigi rétt á eigin landi. Myndbandið var birt á Facebook- og Twitter-síðum Al Jazeera með textanum „Hver er sannleikurinn á bak við Helförina og hvernig hagnaðist síonistahreyfingin á henni?“ Innleggin voru á arabísku á báðum miðlum en þau fengu mikla gagnrýni eftir að bandarísk samtök, Stofnun um rannsóknir á málefnum Mið-Austurlanda (Memri) tísti enskri útgáfu af þeim. Því hefur nú verið eytt. Talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraels sagði myndbandið vera „verstu birtingarmynd skaðlegrar illsku.“ Medhi Hasan, einn þekktasti blaðamaður Al Jazeera, sagðist í kjölfar brottrekstrar blaðamannanna tveggja „ánægður að yfirmenn Al Jazeera hafi tekið á málinu af festu“ vegna myndbandsins sem hann sagði vera „fáránlega móðgandi og heimskullegt.“Arabic content versus English content pic.twitter.com/Ag8T95nEVK — Jenan Moussa (@jenanmoussa) May 18, 2019 Ísrael Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Fréttaveitan Al Jazeera hefur sagt tveimur blaðamönnum upp störfum eftir að þeir framleiddu myndband í nafni miðilsins þar sem dregið var í efa að Helförin hafi raunverulega átt sér stað á þann hátt sem sagnfræðingar sammælast um. Í myndbandinu er því haldið fram að fjöldi þeirra gyðinga sem týndu lífi þegar nasistar útrýmdu þeim á skipulagðan hátt á fimmta áratug síðustu aldar sé stórlega ýktur og þær ýkjur séu runnar undan rifjum síonistahreyfingarinnar. Ísrael sé sá aðili sem hafi hagnast hvað mest á þjóðarmorðunum. Síonismi er afbrigði þjóðernishyggju sem grundvallast á því að gyðingar, sem þjóð, eigi rétt á eigin landi. Myndbandið var birt á Facebook- og Twitter-síðum Al Jazeera með textanum „Hver er sannleikurinn á bak við Helförina og hvernig hagnaðist síonistahreyfingin á henni?“ Innleggin voru á arabísku á báðum miðlum en þau fengu mikla gagnrýni eftir að bandarísk samtök, Stofnun um rannsóknir á málefnum Mið-Austurlanda (Memri) tísti enskri útgáfu af þeim. Því hefur nú verið eytt. Talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraels sagði myndbandið vera „verstu birtingarmynd skaðlegrar illsku.“ Medhi Hasan, einn þekktasti blaðamaður Al Jazeera, sagðist í kjölfar brottrekstrar blaðamannanna tveggja „ánægður að yfirmenn Al Jazeera hafi tekið á málinu af festu“ vegna myndbandsins sem hann sagði vera „fáránlega móðgandi og heimskullegt.“Arabic content versus English content pic.twitter.com/Ag8T95nEVK — Jenan Moussa (@jenanmoussa) May 18, 2019
Ísrael Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira