Þjóðkirkjan stefnir á að kolefnisjafna sig Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. maí 2019 06:15 Prestar Þjóðkirkjunnar settu umhverfismál á oddinn á árlegri Prestastefnu nýverið og stjórnendur kirkjunnar svara kallinu. Fréttablaðið/Ernir Kirkjuráð hefur samþykkt og tekið undir viðamiklar tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Tillögurnar fela í sér skógrækt, endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga kirkjunnar manna og orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð þjóðkirkjunnar hefur samþykkt og tekið undir viðmiklar ályktanir og tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Meðal þeirra eru áform um endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga forsvarsmanna þjóðkirkjunnar og að lýst verði yfir neyðarástandi vegna loftlagsmála. Árleg Prestastefna var haldin í Áskirkju í byrjun mánaðarins en þar koma saman á annað hundrað prestar og djáknar og ræða málefni og stöðu kirkjunnar á Íslandi. Umhverfismálin skipuðu stóran sess á samkomunni í ár. Afraksturinn var svo lagður fyrir kirkjuráð þann 8. maí síðastliðinn til umfjöllunar.Agnes Sigurðardóttir biskup og kirkjuráð taka undir með Prestastefnu. Fréttablaðið/VilhelmKirkjuráð tekur undir að fara eigi af stað úttekt á því hvaða jarðnæði í eigu þjóðkirkjunnar geti hentað til skógræktar í stórum stíl og til endurheimtar votlendis. Lagt var til að þjóðkirkjan skuldbindi sig til að kolefnisjafna allar ferðir á vegum kirkjustjórnar og prófastsdæma innan þriggja ára, meðal annars með mótvægisaðgerðum í skógrækt eða endurheimt votlendis. Einnig verði söfnuðum og starfsemi þjóðkirkjunnar gert kleift að kolefnisjafna starf sitt á þessum jörðum. Þá verði umhverfisvænir virkjunarkostir jarðanna skoðaðir. Kirkjuráð samþykkir einnig að láta setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á fjórum stöðum í ár í takt við áherslu Prestastefnu á orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð hyggst setja upp hleðslustöðvar við Biskupsgarð í Bergstaðastræti, í Skálholti, á Hólum og við þjónustumiðstöð Biskupsstofu í Háteigskirkju. Þá ætlar kirkjuráð að stefna að því að koma upp hleðslutenglum við prestssetur eftir óskum ábúenda og hvetja sóknarnefndir til að koma sér upp tenglum við kirkjur og safnaðarheimili. Sem fyrr segir var ályktun Prestastefnu í umhverfismálum ansi viðamikil en þar var meðal annars samþykkt að taka undir með Landvernd og lýsa yfir neyðarástandi vegna stöðunnar í loftslagsmálum. Prestar hvetja svo flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja flugferðir til og frá landinu að innleiða í kaupferli flugmiða kolefnisjöfnun á viðkomandi ferð. Kirkjuráð mun í kjölfarið fela starfshópum sínum að taka ályktunina til umfjöllunar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Kirkjuráð hefur samþykkt og tekið undir viðamiklar tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Tillögurnar fela í sér skógrækt, endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga kirkjunnar manna og orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð þjóðkirkjunnar hefur samþykkt og tekið undir viðmiklar ályktanir og tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Meðal þeirra eru áform um endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga forsvarsmanna þjóðkirkjunnar og að lýst verði yfir neyðarástandi vegna loftlagsmála. Árleg Prestastefna var haldin í Áskirkju í byrjun mánaðarins en þar koma saman á annað hundrað prestar og djáknar og ræða málefni og stöðu kirkjunnar á Íslandi. Umhverfismálin skipuðu stóran sess á samkomunni í ár. Afraksturinn var svo lagður fyrir kirkjuráð þann 8. maí síðastliðinn til umfjöllunar.Agnes Sigurðardóttir biskup og kirkjuráð taka undir með Prestastefnu. Fréttablaðið/VilhelmKirkjuráð tekur undir að fara eigi af stað úttekt á því hvaða jarðnæði í eigu þjóðkirkjunnar geti hentað til skógræktar í stórum stíl og til endurheimtar votlendis. Lagt var til að þjóðkirkjan skuldbindi sig til að kolefnisjafna allar ferðir á vegum kirkjustjórnar og prófastsdæma innan þriggja ára, meðal annars með mótvægisaðgerðum í skógrækt eða endurheimt votlendis. Einnig verði söfnuðum og starfsemi þjóðkirkjunnar gert kleift að kolefnisjafna starf sitt á þessum jörðum. Þá verði umhverfisvænir virkjunarkostir jarðanna skoðaðir. Kirkjuráð samþykkir einnig að láta setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á fjórum stöðum í ár í takt við áherslu Prestastefnu á orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð hyggst setja upp hleðslustöðvar við Biskupsgarð í Bergstaðastræti, í Skálholti, á Hólum og við þjónustumiðstöð Biskupsstofu í Háteigskirkju. Þá ætlar kirkjuráð að stefna að því að koma upp hleðslutenglum við prestssetur eftir óskum ábúenda og hvetja sóknarnefndir til að koma sér upp tenglum við kirkjur og safnaðarheimili. Sem fyrr segir var ályktun Prestastefnu í umhverfismálum ansi viðamikil en þar var meðal annars samþykkt að taka undir með Landvernd og lýsa yfir neyðarástandi vegna stöðunnar í loftslagsmálum. Prestar hvetja svo flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja flugferðir til og frá landinu að innleiða í kaupferli flugmiða kolefnisjöfnun á viðkomandi ferð. Kirkjuráð mun í kjölfarið fela starfshópum sínum að taka ályktunina til umfjöllunar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira