Þýsk stjórnvöld þurfi að axla sína ábyrgð á Geirfinnsmáli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. maí 2019 07:30 Karl Schütz (í hvítri skyrtu) hélt blaðamannafund um lausn Geirfinnsmáls árið 1977. Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þýska alríkislögreglan (BKA) þarf að axla sína ábyrgð á stærsta réttarfarshneyksli Íslandssögunnar,“ að mati þýska þingmannsins Andrej Hunko, sem lagði ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum fram fyrirspurn á dögunum til þýskra stjórnvalda um aðkomu Þjóðverja að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. „Þýsk stjórnvöld hafa nú staðfest umfangsmikla aðstoð alríkislögreglunnar með aðkomu bæði þáverandi forseta hennar og þáverandi ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytis Vestur-Þýskalands Siegfried Fröhlich,“ segir Hunko og vísar til svars þýskra stjórnvalda sem barst í vikunni. Hunko segir löngu tímabært að þýsk stjórnvöld bjóði íslenskum stjórnvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa að fullu þátt Þjóðverja í málinu en í svari þýskra stjórnvalda kemur fram að engin beiðni um slíka aðstoð hafi komið frá íslenskum yfirvöldum. „Að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, voru það yfirheyrsluaðferðir BKA sem leiddu til hinna fölsku játninga sem veittar voru í málinu,“ segir Hunko og nefnir einnig langa einangrunarvist sakborninga, vatnspyndingar, lyfjagjafir og dáleiðingar sem prófaðar hafi verið á sakborningunum. „Þýska ríkið þarf að bæta þolendum málsins fyrir þær aðferðir sem notaðar voru og skiluðu fölskum játningum,“ segir Hunko og að það gildi bæði um þá sem enn lifa og aðstandendur þeirra sem látnir eru.Andrej Hunko.EPA/HAYOUNG JEONÍ svari stjórnvalda við fyrirspurnum þingmannanna kemur fram að fyrstu skráðu samskiptin um aðkomu Karls Schütz að málinu séu af samtali fyrrnefnds Fröhlich og Péturs Eggerz síðar sendiherra, í Strassborg þar sem þeir voru í erindagjörðum vegna Evrópuráðsins. Mun Pétur hafa óskað eftir aðstoð BKA við rannsóknir morðmála á Íslandi. Fröhlich mun að sögn hafa ekki hafa talið beina aðkomu BKA æskilega í byrjun en boðist til að hafa samband við mann sem á þeim tíma var nýkominn á eftirlaun. Karl Schütz hafi reynst reiðubúinn og í framhaldinu haldið til Reykjavíkur þar sem gengið hafi verið frá samningum við hann. Í svarinu er einnig greint frá bréfaskiptum Ólafs Jóhannessonar og Siegfried Fröhlich þar sem hinn síðarnefndi féllst á ósk ráðherrans um framkvæmd réttarmeinarannsókna á rannsóknarstofu BKA. Segir Fröhlich að Horst Harold, forseti BKA, muni með ánægju láta framkvæma þær rannsóknir sem óskað sé frá Íslandi vegna málsins. Ekki liggi fyrir hvort eða hver hafi greitt fyrir þær rannsóknir sem gerðar voru. Fyrirspurnin laut einnig að afstöðu þýskra stjórnvalda til málsins í dag þegar ljóst væri orðið að brotið hefði verið alvarlega gegn fólki með vitund og vilja og jafnvel undir stjórn fulltrúa BKA. Svör þýskra stjórnvalda við þeim spurningum eru að Karl Schütz hafi verið kominn á eftirlaun og því veitt aðstoð sína í eigin nafni en ekki á vegum BKA eða þýskra yfirvalda. Hunko segir þversögn í þessu yfirlýsta ábyrgðarleysi þýskra stjórnvalda, enda ljóst af svarinu sjálfu að lagt var á ráðin milli háttsettra embættismanna um aðkomu Schütz, auk þeirrar tækniaðstoðar sem veitt hafi verið. Þá hafi fimm þýskum embættismönnum, auk Schütz sjálfs, verið verið launað ríkulega með heiðursorðum íslenska ríkisins. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Þýskaland Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið. 15. maí 2019 06:45 Falið að skoða ábendingar um hvarf Guðmundar og Geirfinns Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum. 20. maí 2019 06:00 Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. 14. maí 2019 06:45 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
„Þýska alríkislögreglan (BKA) þarf að axla sína ábyrgð á stærsta réttarfarshneyksli Íslandssögunnar,“ að mati þýska þingmannsins Andrej Hunko, sem lagði ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum fram fyrirspurn á dögunum til þýskra stjórnvalda um aðkomu Þjóðverja að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. „Þýsk stjórnvöld hafa nú staðfest umfangsmikla aðstoð alríkislögreglunnar með aðkomu bæði þáverandi forseta hennar og þáverandi ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytis Vestur-Þýskalands Siegfried Fröhlich,“ segir Hunko og vísar til svars þýskra stjórnvalda sem barst í vikunni. Hunko segir löngu tímabært að þýsk stjórnvöld bjóði íslenskum stjórnvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa að fullu þátt Þjóðverja í málinu en í svari þýskra stjórnvalda kemur fram að engin beiðni um slíka aðstoð hafi komið frá íslenskum yfirvöldum. „Að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, voru það yfirheyrsluaðferðir BKA sem leiddu til hinna fölsku játninga sem veittar voru í málinu,“ segir Hunko og nefnir einnig langa einangrunarvist sakborninga, vatnspyndingar, lyfjagjafir og dáleiðingar sem prófaðar hafi verið á sakborningunum. „Þýska ríkið þarf að bæta þolendum málsins fyrir þær aðferðir sem notaðar voru og skiluðu fölskum játningum,“ segir Hunko og að það gildi bæði um þá sem enn lifa og aðstandendur þeirra sem látnir eru.Andrej Hunko.EPA/HAYOUNG JEONÍ svari stjórnvalda við fyrirspurnum þingmannanna kemur fram að fyrstu skráðu samskiptin um aðkomu Karls Schütz að málinu séu af samtali fyrrnefnds Fröhlich og Péturs Eggerz síðar sendiherra, í Strassborg þar sem þeir voru í erindagjörðum vegna Evrópuráðsins. Mun Pétur hafa óskað eftir aðstoð BKA við rannsóknir morðmála á Íslandi. Fröhlich mun að sögn hafa ekki hafa talið beina aðkomu BKA æskilega í byrjun en boðist til að hafa samband við mann sem á þeim tíma var nýkominn á eftirlaun. Karl Schütz hafi reynst reiðubúinn og í framhaldinu haldið til Reykjavíkur þar sem gengið hafi verið frá samningum við hann. Í svarinu er einnig greint frá bréfaskiptum Ólafs Jóhannessonar og Siegfried Fröhlich þar sem hinn síðarnefndi féllst á ósk ráðherrans um framkvæmd réttarmeinarannsókna á rannsóknarstofu BKA. Segir Fröhlich að Horst Harold, forseti BKA, muni með ánægju láta framkvæma þær rannsóknir sem óskað sé frá Íslandi vegna málsins. Ekki liggi fyrir hvort eða hver hafi greitt fyrir þær rannsóknir sem gerðar voru. Fyrirspurnin laut einnig að afstöðu þýskra stjórnvalda til málsins í dag þegar ljóst væri orðið að brotið hefði verið alvarlega gegn fólki með vitund og vilja og jafnvel undir stjórn fulltrúa BKA. Svör þýskra stjórnvalda við þeim spurningum eru að Karl Schütz hafi verið kominn á eftirlaun og því veitt aðstoð sína í eigin nafni en ekki á vegum BKA eða þýskra yfirvalda. Hunko segir þversögn í þessu yfirlýsta ábyrgðarleysi þýskra stjórnvalda, enda ljóst af svarinu sjálfu að lagt var á ráðin milli háttsettra embættismanna um aðkomu Schütz, auk þeirrar tækniaðstoðar sem veitt hafi verið. Þá hafi fimm þýskum embættismönnum, auk Schütz sjálfs, verið verið launað ríkulega með heiðursorðum íslenska ríkisins.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Þýskaland Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið. 15. maí 2019 06:45 Falið að skoða ábendingar um hvarf Guðmundar og Geirfinns Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum. 20. maí 2019 06:00 Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. 14. maí 2019 06:45 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið. 15. maí 2019 06:45
Falið að skoða ábendingar um hvarf Guðmundar og Geirfinns Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum. 20. maí 2019 06:00
Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. 14. maí 2019 06:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent