Vonar að ferðin hafi breytt skoðun Hatara Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 22. maí 2019 06:00 Hatari á appelsínugula dreglinum í Tel Avív í Ísrael. nordicphotos/getty „Við trúum á tjáningarfrelsi og eigum ekki í neinum vandræðum með pólitískar yfirlýsingar eða gagnrýni Hatara. Það er hluti af opinberri samfélagsumræðu sem á sér stað í Ísrael á hverjum degi,“ segir Dan Poraz, aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló, aðspurður um viðbrögð sendiráðsins við þátttöku Hatara í Eurovision og lokahnykk sveitarinnar á úrslitakvöldi söngvakeppninnar, þegar sveitin sýndi palestínska fánann í síðasta skipti sem Hatari kom í mynd í beinni sjónvarpsútsendingu frá keppninni í Tel Avív. Hann telur Eurovision-söngvakeppnina þó ekki vera vettvang til þess að viðra pólitískar skoðanir því að einfaldlega sé ekki um pólitískan viðburð að ræða. „Við teljum Eurovision ekki vera rétta vettvanginn fyrir gjörning af þessu tagi. Menning og listir hafa þann sérstaka eiginleika að færa fólk af ólíkum bakgrunni saman og um það snýst Eurovision í grunninn. Reglur keppninnar lúta að því að Eurovision sé ekki pólitískur viðburður og að þar skuli enginn pólitískur áróður eiga sér stað,“ segir aðstoðarsendiherrann í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Mikið var rætt um það í aðdraganda Eurovision hvort Ísland ætti yfirhöfuð að taka þátt í keppninni. Til að mynda lýsti Félagið Ísland Palestína yfir vanþóknun sinni á því að Ísland tæki þátt á annað borð. Poraz segist fagna því að Hatari hafi ferðast til Ísrael og vonar að dvölin hafi haft jákvæð áhrif á skoðanir hópsins á stöðunni í Ísrael. „Við fögnum því að Hatari hafi yfirhöfuð komið til Ísrael og tekið þátt í keppninni. Við vonum að þau hafi notið ferðarinnar, kynnst viðkunnanlegu fólki og víkkað sjóndeildarhring skoðana sinna hvað varðar ástandið í Ísrael.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Hatara við ummælum sendiráðsins um það hvort skoðanir þeirra á ástandinu í Ísrael hefðu breyst með heimsókninni. Meðlimir sveitarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Við trúum á tjáningarfrelsi og eigum ekki í neinum vandræðum með pólitískar yfirlýsingar eða gagnrýni Hatara. Það er hluti af opinberri samfélagsumræðu sem á sér stað í Ísrael á hverjum degi,“ segir Dan Poraz, aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló, aðspurður um viðbrögð sendiráðsins við þátttöku Hatara í Eurovision og lokahnykk sveitarinnar á úrslitakvöldi söngvakeppninnar, þegar sveitin sýndi palestínska fánann í síðasta skipti sem Hatari kom í mynd í beinni sjónvarpsútsendingu frá keppninni í Tel Avív. Hann telur Eurovision-söngvakeppnina þó ekki vera vettvang til þess að viðra pólitískar skoðanir því að einfaldlega sé ekki um pólitískan viðburð að ræða. „Við teljum Eurovision ekki vera rétta vettvanginn fyrir gjörning af þessu tagi. Menning og listir hafa þann sérstaka eiginleika að færa fólk af ólíkum bakgrunni saman og um það snýst Eurovision í grunninn. Reglur keppninnar lúta að því að Eurovision sé ekki pólitískur viðburður og að þar skuli enginn pólitískur áróður eiga sér stað,“ segir aðstoðarsendiherrann í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Mikið var rætt um það í aðdraganda Eurovision hvort Ísland ætti yfirhöfuð að taka þátt í keppninni. Til að mynda lýsti Félagið Ísland Palestína yfir vanþóknun sinni á því að Ísland tæki þátt á annað borð. Poraz segist fagna því að Hatari hafi ferðast til Ísrael og vonar að dvölin hafi haft jákvæð áhrif á skoðanir hópsins á stöðunni í Ísrael. „Við fögnum því að Hatari hafi yfirhöfuð komið til Ísrael og tekið þátt í keppninni. Við vonum að þau hafi notið ferðarinnar, kynnst viðkunnanlegu fólki og víkkað sjóndeildarhring skoðana sinna hvað varðar ástandið í Ísrael.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Hatara við ummælum sendiráðsins um það hvort skoðanir þeirra á ástandinu í Ísrael hefðu breyst með heimsókninni. Meðlimir sveitarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00