Vill að Sólveig Anna skýri orð sín Baldur Guðmundsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 22. maí 2019 06:00 Halldór Benjamín segist ekki kippa sér upp við gífuryrði. Fréttablaðið/GVA Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Þetta kemur fram á vef Eflingar. Þetta hefur Efling gert „vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns“ eftir samþykkt kjarasamninganna. Þá sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við Ríkisútvarpið að SA ættu að láta sína félagsmenn vita að þetta væri með öllu ólíðandi. Að öðrum kosti væri aðeins það eitt í stöðunni að rifta samningum. Halldór segir í samtali við Fréttablaðið að honum þætti áhugavert ef Sólveig Anna myndi skýra orð sín, það er að segja gagnvart hverjum samningi væri rift og með hvaða hætti. „Að öðru leyti hafna ég þessum málatilbúnaði með öllu og stend við allt sem fram kemur í svarbréfi Samtaka atvinnulífsins. Ég er hættur að kippa mér upp við gífuryrði forystu Eflingar en vísa til þess að allt sem kemur fram í svarbréfinu stenst fullkomlega skoðun,“ segir Halldór. Þá segir Halldór að hann hafi komið þeim skilaboðum til Eflingar í gegnum fjölmiðla að það væri óþarfi að senda út fréttatilkynningar, nóg væri að hringja í framkvæmdastjóra SA og óska eftir fundi. Hann væri boðinn og búinn að ræða mistúlkanir á einstaka atriðum kjarasamnings. Að sama skapi sæi hann ekki hvert hlutverk Ríkissáttasemjara væri í þessu tilliti. Það stæði líka upp á formann Eflingar að útskýra það. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. 21. maí 2019 15:04 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Þetta kemur fram á vef Eflingar. Þetta hefur Efling gert „vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns“ eftir samþykkt kjarasamninganna. Þá sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við Ríkisútvarpið að SA ættu að láta sína félagsmenn vita að þetta væri með öllu ólíðandi. Að öðrum kosti væri aðeins það eitt í stöðunni að rifta samningum. Halldór segir í samtali við Fréttablaðið að honum þætti áhugavert ef Sólveig Anna myndi skýra orð sín, það er að segja gagnvart hverjum samningi væri rift og með hvaða hætti. „Að öðru leyti hafna ég þessum málatilbúnaði með öllu og stend við allt sem fram kemur í svarbréfi Samtaka atvinnulífsins. Ég er hættur að kippa mér upp við gífuryrði forystu Eflingar en vísa til þess að allt sem kemur fram í svarbréfinu stenst fullkomlega skoðun,“ segir Halldór. Þá segir Halldór að hann hafi komið þeim skilaboðum til Eflingar í gegnum fjölmiðla að það væri óþarfi að senda út fréttatilkynningar, nóg væri að hringja í framkvæmdastjóra SA og óska eftir fundi. Hann væri boðinn og búinn að ræða mistúlkanir á einstaka atriðum kjarasamnings. Að sama skapi sæi hann ekki hvert hlutverk Ríkissáttasemjara væri í þessu tilliti. Það stæði líka upp á formann Eflingar að útskýra það.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. 21. maí 2019 15:04 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. 21. maí 2019 15:04