Sendi nektarmyndir af barnsmóður sinni á yfir 200 netföng Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2019 06:00 Úr húsnæði Landsréttar í Kópavogi. Landsréttur staðfesti í gær að karlmaður sem grunaður er um að hafa beitt barnsmóður sína kynferðislegu ofbeldi, meðal annars með dreifingu nektarmynda af henni, skuli sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent myndirnar á 235 netföng og að hafa birt þær á samfélagsmiðlum. Myndirnar á hann meðal annars að hafa sent til fjölskyldu konunnar, vina hennar, foreldra barna í bekk sonar þeirra og fleiri. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins hafi hafist í febrúar þegar konan lagði fram kæru á hendur manninum. Hún lýsti því í skýrslutökum að síðastliðin fjögur ár hefði maðurinn beitt hana miklu andlegu ofbeldi, og sagði hann hafa tryllst þegar hún vísaði honum út af heimili sínu. Í kjölfarið hefði hann byrjað að dreifa um tuttugu nektarmyndum af henni, sparkað í síðu hennar, hellt yfir hana mjólk og slegið son þeirra kinnhest. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að í febrúar og mars hafi 121 tölvupóstur verið sendur á 235 mismunandi netföng, en talið er að fleiri en einn viðtakandi geti verið að baki nokkrum þeirra póstfanga. Afrit af meirihluta tölvupóstanna var sent konunni. Maðurinn hefur neitað að tjá sig við lögreglu, að öðru leyti en því að hann kannist ekki við netföngin sem tölvupóstarnir voru sendir úr. Héraðsdómur féllst á að rökstuddur grunur væri um að hann hefði gerst sekur um brotin, og taldi ekki útilokað að hann gæti torveldað rannsókn málsins, svo sem með því að eyða rafrænum sönnunargögnum, gangi hann laus. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær að karlmaður sem grunaður er um að hafa beitt barnsmóður sína kynferðislegu ofbeldi, meðal annars með dreifingu nektarmynda af henni, skuli sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent myndirnar á 235 netföng og að hafa birt þær á samfélagsmiðlum. Myndirnar á hann meðal annars að hafa sent til fjölskyldu konunnar, vina hennar, foreldra barna í bekk sonar þeirra og fleiri. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins hafi hafist í febrúar þegar konan lagði fram kæru á hendur manninum. Hún lýsti því í skýrslutökum að síðastliðin fjögur ár hefði maðurinn beitt hana miklu andlegu ofbeldi, og sagði hann hafa tryllst þegar hún vísaði honum út af heimili sínu. Í kjölfarið hefði hann byrjað að dreifa um tuttugu nektarmyndum af henni, sparkað í síðu hennar, hellt yfir hana mjólk og slegið son þeirra kinnhest. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að í febrúar og mars hafi 121 tölvupóstur verið sendur á 235 mismunandi netföng, en talið er að fleiri en einn viðtakandi geti verið að baki nokkrum þeirra póstfanga. Afrit af meirihluta tölvupóstanna var sent konunni. Maðurinn hefur neitað að tjá sig við lögreglu, að öðru leyti en því að hann kannist ekki við netföngin sem tölvupóstarnir voru sendir úr. Héraðsdómur féllst á að rökstuddur grunur væri um að hann hefði gerst sekur um brotin, og taldi ekki útilokað að hann gæti torveldað rannsókn málsins, svo sem með því að eyða rafrænum sönnunargögnum, gangi hann laus.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira