Byrði vegna alvarlegra mannskæðra sjúkdóma tvöfaldast fyrir árið 2060 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. maí 2019 07:15 Rannsóknarhöfundar spá því að byrði heilbrigðiskerfa vegna líknandi meðferða muni tvöfaldast fyrir árið 2060. Nordicphotos/Getty Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við King's College-rannsóknarháskólann í Lundúnum sýna fram á að fjöldi þeirra einstaklinga sem eru dauðvona og þarfnast líknandi þjónustu mun nær tvöfaldast í heiminum á næstu fjórum áratugum. Vísindamennirnir, sem birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet í gærkvöld, áætla að árið 2060 muni 48 milljónir manna deyja árlega í kjölfar alvarlegra heilsutengdra veikinda og þjáninga, eða um 47 prósent allra dauðsfalla. Þetta er 87 prósenta aukning þegar miðað er við stöðuna eins og hún var í heiminum árið 2016. Hópurinn áætlar jafnframt að aukningin muni eiga sér stað þvert á landamæri, en að hún muni skiptast ójafnt eftir efnahag. Þannig verði aukningin mest í lág- og miðtekjulöndum. „Það er siðferðilega og efnahagslega áríðandi að stuðla að tafarlausri innleiðingu og eflingu líknandi þjónustu í heilbrigðiskerfum heimsins,“ segir Katherine Sleeman, yfirlæknir breska rannsóknarsjóðsins og sérfræðingur við Cicely Saunders-stofnunina í líknandi þjónustu hjá King's College. Hún er fyrsti höfundur rannsóknarinnar. „Líknandi þjónusta getur linað þjáningar sjúklinga og aðstandenda þeirra, ásamt því að spara heilbrigðiskerfum og samfélögum háar fjárhæðir. Til að við getum tekið skilvirkar ákvarðanir þegar kemur að heilbrigðisþjónustu og stefnumörkun, þá er nauðsynlegt að skilja bæði núverandi og tilvonandi eftirspurn eftir líknarmeðferð.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar ítreka höfundar að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða í ljósi þessa til að „stemma stigu við stórkostlegri veikingu heilbrigðiskerfa“.Katherine SleemanRannsókn Sleeman og félaga er sú fyrsta sinnar tegundar en hún tekur til hnattrænnar þróunar á eftirspurn eftir líknandi þjónustu vegna heilsutengdra veikinda og þjáninga. Líkan þeirra byggir á gögnum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um tekjur, launaþróun, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, kyn, aldur og faraldsfræði og tíðni ákveðinna sjúkdóma og veikinda. Á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum er að krabbamein verður helsta ástæða aukinnar eftirspurnar eftir líknandi þjónustu, ásamt hækkandi lífslíkum. Áætlað er í niðurstöðum hópsins að dauðsföll sökum krabbameins verði 16 milljónir á ári árið 2060, en það er 109 prósenta aukning frá árinu 2016. Hins vegar verður hlutfallslega mest aukning í tilfellum heilabilunar sem verður, samkvæmt líkani Sleeman, kvilli sem mun draga sex milljónir manna til dauða árlega árið 2060. Aukning sem nemur 264 prósentum þar sem viðmiðunarárið er 2016. „Niðurstöður okkar undirstrika þörfina fyrir eflingu heilbrigðiskerfa og -þjónustu á hnattræna vísu með tilliti til aðgengis að nauðsynlegum lyfjum, þjálfun starfsfólks og almenningsfræðslu,“ segir Sleeman. „Við höfum með þessari rannsókn kynnt fyrstu traustu vísbendingarnar um stærðargráðu þess vanda sem blasir við að óbreyttu.“ Höfundarnir lýsa ákveðinni óvissu með tilliti til skráningar dánarorsaka, sem tekið er tillit til við líkanagerðina, en hún er oft af skornum skammti í lágtekjulöndum. Carlos Centeno og Natalia Arias-Casais, sérfræðingar við rannsóknarstofnun Háskólans í Navarra í líknarmeðferð, segja í áliti sínu um rannsókn Sleeman og félaga að niðurstöðurnar séu sláandi. „Rannsóknin er tímabært innlegg í umræðuna um líknandi þjónustu sem grundvallarþátt í almennri heilbrigðisþjónustu,“ rita Centeno og Arias-Casais. „Höfundarnir hafa fært hinum alþjóðlega hópi heilbrigðisstarfsfólks mikilvægt innlegg í þessa umræðu og auðgað skilning okkar á stærðargráðu og áskorunum þessa vandamáls.“ Í klínískum leiðbeiningum Landspítala um líknarmeðferð segir að einstaklingum með langvinna og alvarlega lífsógnandi sjúkdóma haldi áfram að fjölga vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og framfara í tækni og meðferð. „Líknarmeðferð gegnir lykilhlutverki við að mæta þörfum og bæta lífsgæði þessara sjúklinga,“ segir þar enn fremur. „[...] hefur líknarmeðferð breyst frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við King's College-rannsóknarháskólann í Lundúnum sýna fram á að fjöldi þeirra einstaklinga sem eru dauðvona og þarfnast líknandi þjónustu mun nær tvöfaldast í heiminum á næstu fjórum áratugum. Vísindamennirnir, sem birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet í gærkvöld, áætla að árið 2060 muni 48 milljónir manna deyja árlega í kjölfar alvarlegra heilsutengdra veikinda og þjáninga, eða um 47 prósent allra dauðsfalla. Þetta er 87 prósenta aukning þegar miðað er við stöðuna eins og hún var í heiminum árið 2016. Hópurinn áætlar jafnframt að aukningin muni eiga sér stað þvert á landamæri, en að hún muni skiptast ójafnt eftir efnahag. Þannig verði aukningin mest í lág- og miðtekjulöndum. „Það er siðferðilega og efnahagslega áríðandi að stuðla að tafarlausri innleiðingu og eflingu líknandi þjónustu í heilbrigðiskerfum heimsins,“ segir Katherine Sleeman, yfirlæknir breska rannsóknarsjóðsins og sérfræðingur við Cicely Saunders-stofnunina í líknandi þjónustu hjá King's College. Hún er fyrsti höfundur rannsóknarinnar. „Líknandi þjónusta getur linað þjáningar sjúklinga og aðstandenda þeirra, ásamt því að spara heilbrigðiskerfum og samfélögum háar fjárhæðir. Til að við getum tekið skilvirkar ákvarðanir þegar kemur að heilbrigðisþjónustu og stefnumörkun, þá er nauðsynlegt að skilja bæði núverandi og tilvonandi eftirspurn eftir líknarmeðferð.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar ítreka höfundar að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða í ljósi þessa til að „stemma stigu við stórkostlegri veikingu heilbrigðiskerfa“.Katherine SleemanRannsókn Sleeman og félaga er sú fyrsta sinnar tegundar en hún tekur til hnattrænnar þróunar á eftirspurn eftir líknandi þjónustu vegna heilsutengdra veikinda og þjáninga. Líkan þeirra byggir á gögnum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um tekjur, launaþróun, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, kyn, aldur og faraldsfræði og tíðni ákveðinna sjúkdóma og veikinda. Á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum er að krabbamein verður helsta ástæða aukinnar eftirspurnar eftir líknandi þjónustu, ásamt hækkandi lífslíkum. Áætlað er í niðurstöðum hópsins að dauðsföll sökum krabbameins verði 16 milljónir á ári árið 2060, en það er 109 prósenta aukning frá árinu 2016. Hins vegar verður hlutfallslega mest aukning í tilfellum heilabilunar sem verður, samkvæmt líkani Sleeman, kvilli sem mun draga sex milljónir manna til dauða árlega árið 2060. Aukning sem nemur 264 prósentum þar sem viðmiðunarárið er 2016. „Niðurstöður okkar undirstrika þörfina fyrir eflingu heilbrigðiskerfa og -þjónustu á hnattræna vísu með tilliti til aðgengis að nauðsynlegum lyfjum, þjálfun starfsfólks og almenningsfræðslu,“ segir Sleeman. „Við höfum með þessari rannsókn kynnt fyrstu traustu vísbendingarnar um stærðargráðu þess vanda sem blasir við að óbreyttu.“ Höfundarnir lýsa ákveðinni óvissu með tilliti til skráningar dánarorsaka, sem tekið er tillit til við líkanagerðina, en hún er oft af skornum skammti í lágtekjulöndum. Carlos Centeno og Natalia Arias-Casais, sérfræðingar við rannsóknarstofnun Háskólans í Navarra í líknarmeðferð, segja í áliti sínu um rannsókn Sleeman og félaga að niðurstöðurnar séu sláandi. „Rannsóknin er tímabært innlegg í umræðuna um líknandi þjónustu sem grundvallarþátt í almennri heilbrigðisþjónustu,“ rita Centeno og Arias-Casais. „Höfundarnir hafa fært hinum alþjóðlega hópi heilbrigðisstarfsfólks mikilvægt innlegg í þessa umræðu og auðgað skilning okkar á stærðargráðu og áskorunum þessa vandamáls.“ Í klínískum leiðbeiningum Landspítala um líknarmeðferð segir að einstaklingum með langvinna og alvarlega lífsógnandi sjúkdóma haldi áfram að fjölga vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og framfara í tækni og meðferð. „Líknarmeðferð gegnir lykilhlutverki við að mæta þörfum og bæta lífsgæði þessara sjúklinga,“ segir þar enn fremur. „[...] hefur líknarmeðferð breyst frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira