Landsréttardómari telur dóm MDE „skjóta hátt yfir markið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 20:08 Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust. Mynd/Samsett Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, segir að hann hafi sótt um laust dómaraembætti við réttinn til að eyða óvissu um umboð sitt sem Landsréttardómari í ljósi þeirrar réttaróvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Ásmundur telur dóm MDE jafnframt „skjóta hátt yfir markið“. Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu þann 12. mars síðastliðinn að dómarar við Landsrétt væru ólöglega skipaðir. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, sagði í dag að sitjandi dómarar, líkt og Ásmundur og Ragnheiður, geti ekki sótt um laus embætti við dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Ásmundur viðurkennir að staðan sé óvenjuleg en segist ekki sammála Jóni Steinari. „Jú, þetta er náttúrulega afar óvenjulegt og ekkert sérstaklega skemmtilegt. En eðli málsins samkvæmt, og það blasir eiginlega við, er ég ekki sammála Jóni. Ég tel að ég hafi fulla heimild eins og hver annar að sækja um þetta lausa embætti,“ segir Ásmundur. „Þetta er viðleitni af minni hálfu til þess að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um mitt umboð til að sinna mínum starfsskyldum.“ Ásmundur segist enn fremur telja að dómur Mannréttindadómstólsins frá 12. mars hafi verið mjög framsækin lögskýring og hátt yfir markið. „Mér fannst dómur Mannréttindadómstólsins skjóta hátt yfir markið. Það kannski helgast af því að maður er hálfgerður aðili að málinu, án þess að hafa fengið nokkuð tækifæri til að eiga neinn hlut að því.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15 Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, segir að hann hafi sótt um laust dómaraembætti við réttinn til að eyða óvissu um umboð sitt sem Landsréttardómari í ljósi þeirrar réttaróvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Ásmundur telur dóm MDE jafnframt „skjóta hátt yfir markið“. Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu þann 12. mars síðastliðinn að dómarar við Landsrétt væru ólöglega skipaðir. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, sagði í dag að sitjandi dómarar, líkt og Ásmundur og Ragnheiður, geti ekki sótt um laus embætti við dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Ásmundur viðurkennir að staðan sé óvenjuleg en segist ekki sammála Jóni Steinari. „Jú, þetta er náttúrulega afar óvenjulegt og ekkert sérstaklega skemmtilegt. En eðli málsins samkvæmt, og það blasir eiginlega við, er ég ekki sammála Jóni. Ég tel að ég hafi fulla heimild eins og hver annar að sækja um þetta lausa embætti,“ segir Ásmundur. „Þetta er viðleitni af minni hálfu til þess að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um mitt umboð til að sinna mínum starfsskyldum.“ Ásmundur segist enn fremur telja að dómur Mannréttindadómstólsins frá 12. mars hafi verið mjög framsækin lögskýring og hátt yfir markið. „Mér fannst dómur Mannréttindadómstólsins skjóta hátt yfir markið. Það kannski helgast af því að maður er hálfgerður aðili að málinu, án þess að hafa fengið nokkuð tækifæri til að eiga neinn hlut að því.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15 Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15
Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45
Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05