Mistök Hörður Ægisson skrifar 24. maí 2019 07:00 Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta og valdamesta stofnun landsins. Næsti seðlabankastjóri, sem verður skipaður síðar á þessu ári, mun meðal annars fá það krefjandi verkefni að leiða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins þannig að til verður ein öflug þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Sextán manns sækjast eftir starfinu og fyrr í þessum mánuði tilkynnti forsætisráðuneytið um skipan þriggja manna hæfisnefndar sem hefur það hlutverk að meta hæfi umsækjenda. Þótt hæfismatið sé aðeins leiðbeinandi en ekki ráðgefandi má öllum vera ljóst að forsætisráðherra, sem hefur skipunarvaldið, verður ekki stætt á að skipa aðra umsækjendur í embættið en þá sem nefndin mun meta hæfasta. Hæfisnefndin hefur því í reynd ríka aðkomu að vali á næsta seðlabankastjóra landsins. Um þetta er engin ástæða til að deila. Nú háttar svo til að formaður hæfisnefndarinnar, Sigríður Benediktsdóttir, er jafnframt bankaráðsmaður í Landsbankanum. Tveir umsækjendur um embætti seðlabankastjóra, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í vikunni, hafa séð ástæðu til að kvarta yfir meintu vanhæfi Sigríðar vegna setu í bankaráðinu á sama tíma og hún leiðir nefndina. Enginn efast almennt um hæfi Sigríðar, sem er hagfræðingur við Yale-háskóla og starfaði um nokkurra ára skeið sem framkvæmdastjóri í Seðlabankanum. Um það snýst hins vegar ekki málið. Landsbankinn er stærsti viðskiptavinur Seðlabankans og á því verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum bankans. Það hlýtur því að skjóta skökku við að bankaráðsmaður hjá Landsbankanum, sem er hlutafélag með sjálfstæða stjórn og í samkeppni við aðrar fjármálastofnanir, hafi umtalsverða aðkomu að því að ákveða hver verði næsti seðlabankastjóri. Við sameiningu Seðlabankans og FME, sem ætti að óbreyttu að verða að veruleika um næstkomandi áramót, verður það seðlabankastjóri sem mun bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Með öðrum orðum er sú staða því núna uppi að bankaráðsmaður í Landsbankanum mun ákveða hverjir komi til greina til að hafa eftirlit með bankanum. Þetta gengur augljóslega ekki upp. Sigríður hefur meðal annars vísað til þess að hún hafi fengið „grænt ljós“ frá bankastjóra Landsbankans áður en hún tók að sér nefndarstarfið. Hér hlýtur að gæta einhvers misskilnings enda getur sú skýring tæpast staðist. Bankastjórinn hefur ekkert boðvald yfir bankaráðsmönnum Landsbankans. Það er hann sem heyrir undir bankaráðið en ekki öfugt. Staðfest er að Sigríður ráðfærði sig ekki við formann bankaráðsins áður en hún samþykkti að taka við formennsku hæfisnefndarinnar enda þótt slíkt sé ávallt gert í málum af þessu tagi. Hér hafa orðið mistök við skipan nefndarinnar, bæði af hálfu forsætisráðuneytisins og eins Sigríðar þegar hún samþykkti að taka að sér starfið, sem hljóta að verða leiðrétt sem fyrst. Ákveði formaður hæfisnefndarinnar ekki sjálfur að eiga frumkvæðið og stíga til hliðar hlýtur forsætisráðherra að taka af skarið. Það blasir við öllum að óbreytt staða er ekki í boði sé á annað borð áhugi á því að vanda til verka við val á yfirmanni einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Seðlabankinn Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta og valdamesta stofnun landsins. Næsti seðlabankastjóri, sem verður skipaður síðar á þessu ári, mun meðal annars fá það krefjandi verkefni að leiða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins þannig að til verður ein öflug þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Sextán manns sækjast eftir starfinu og fyrr í þessum mánuði tilkynnti forsætisráðuneytið um skipan þriggja manna hæfisnefndar sem hefur það hlutverk að meta hæfi umsækjenda. Þótt hæfismatið sé aðeins leiðbeinandi en ekki ráðgefandi má öllum vera ljóst að forsætisráðherra, sem hefur skipunarvaldið, verður ekki stætt á að skipa aðra umsækjendur í embættið en þá sem nefndin mun meta hæfasta. Hæfisnefndin hefur því í reynd ríka aðkomu að vali á næsta seðlabankastjóra landsins. Um þetta er engin ástæða til að deila. Nú háttar svo til að formaður hæfisnefndarinnar, Sigríður Benediktsdóttir, er jafnframt bankaráðsmaður í Landsbankanum. Tveir umsækjendur um embætti seðlabankastjóra, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í vikunni, hafa séð ástæðu til að kvarta yfir meintu vanhæfi Sigríðar vegna setu í bankaráðinu á sama tíma og hún leiðir nefndina. Enginn efast almennt um hæfi Sigríðar, sem er hagfræðingur við Yale-háskóla og starfaði um nokkurra ára skeið sem framkvæmdastjóri í Seðlabankanum. Um það snýst hins vegar ekki málið. Landsbankinn er stærsti viðskiptavinur Seðlabankans og á því verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum bankans. Það hlýtur því að skjóta skökku við að bankaráðsmaður hjá Landsbankanum, sem er hlutafélag með sjálfstæða stjórn og í samkeppni við aðrar fjármálastofnanir, hafi umtalsverða aðkomu að því að ákveða hver verði næsti seðlabankastjóri. Við sameiningu Seðlabankans og FME, sem ætti að óbreyttu að verða að veruleika um næstkomandi áramót, verður það seðlabankastjóri sem mun bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Með öðrum orðum er sú staða því núna uppi að bankaráðsmaður í Landsbankanum mun ákveða hverjir komi til greina til að hafa eftirlit með bankanum. Þetta gengur augljóslega ekki upp. Sigríður hefur meðal annars vísað til þess að hún hafi fengið „grænt ljós“ frá bankastjóra Landsbankans áður en hún tók að sér nefndarstarfið. Hér hlýtur að gæta einhvers misskilnings enda getur sú skýring tæpast staðist. Bankastjórinn hefur ekkert boðvald yfir bankaráðsmönnum Landsbankans. Það er hann sem heyrir undir bankaráðið en ekki öfugt. Staðfest er að Sigríður ráðfærði sig ekki við formann bankaráðsins áður en hún samþykkti að taka við formennsku hæfisnefndarinnar enda þótt slíkt sé ávallt gert í málum af þessu tagi. Hér hafa orðið mistök við skipan nefndarinnar, bæði af hálfu forsætisráðuneytisins og eins Sigríðar þegar hún samþykkti að taka að sér starfið, sem hljóta að verða leiðrétt sem fyrst. Ákveði formaður hæfisnefndarinnar ekki sjálfur að eiga frumkvæðið og stíga til hliðar hlýtur forsætisráðherra að taka af skarið. Það blasir við öllum að óbreytt staða er ekki í boði sé á annað borð áhugi á því að vanda til verka við val á yfirmanni einnar mikilvægustu stofnunar landsins.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun