Max-vélarnar gætu tekið á loft aftur í Bandaríkjunum í júní Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2019 15:45 Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir flugslysið í Eþíópíu í mars. Vísir/EPA Flugmálastofnun Bandaríkjanna gæti gefið flugvélaframleiðandanum Boeing grænt ljós á að byrja að fljúga 737 Max-þotunum aftur í seinni hluta júní. Þoturnar hafa verið kyrrsettar vegna tveggja mannskæðra flugslysa í Indónesíu og Eþíópíu. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að fulltrúar flugmálastofnunarinnar (FAA) hafi tilkynnt Alþjóðaflugmálastofnuninni þetta á fundi í gær. Nákvæm áætlun um hvenær þoturnar gætu komist aftur í umferð liggi þó fyrir. Alls fórust 346 manns með 737 Max-þotunum sem hröpuðu í Indónesíu í október og í Eþíópíu í mars. Galli í hugbúnaði þotunnar sem á að koma í veg fyrir ofris er talinn hafa valdið því að vélarnar hröpuðu. Dan Elwell, starfandi forstjóri FAA, vildi ekki staðfesta tímasetninguna við Reuters. Þá er óljóst hvenær Max-vélarnar fá leyfi til að fara aftur í loftið í Evrópu og Kanada. Yfirvöld þar hafa lýst því yfir að þau ætli að taka sína eigin ákvörðun um öryggi vélanna. Icelandair er á meðal flugfélaga víða um heim sem höfðu fest kaup á nýjum 737 Max-þotum og hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna kyrrsetningarinnar. Íslenska flugfélagið ætlaði að taka níu Max-vélar í notkun um miðjan júní en af því verður ekki. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flugmálastofnun Bandaríkjanna gæti gefið flugvélaframleiðandanum Boeing grænt ljós á að byrja að fljúga 737 Max-þotunum aftur í seinni hluta júní. Þoturnar hafa verið kyrrsettar vegna tveggja mannskæðra flugslysa í Indónesíu og Eþíópíu. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að fulltrúar flugmálastofnunarinnar (FAA) hafi tilkynnt Alþjóðaflugmálastofnuninni þetta á fundi í gær. Nákvæm áætlun um hvenær þoturnar gætu komist aftur í umferð liggi þó fyrir. Alls fórust 346 manns með 737 Max-þotunum sem hröpuðu í Indónesíu í október og í Eþíópíu í mars. Galli í hugbúnaði þotunnar sem á að koma í veg fyrir ofris er talinn hafa valdið því að vélarnar hröpuðu. Dan Elwell, starfandi forstjóri FAA, vildi ekki staðfesta tímasetninguna við Reuters. Þá er óljóst hvenær Max-vélarnar fá leyfi til að fara aftur í loftið í Evrópu og Kanada. Yfirvöld þar hafa lýst því yfir að þau ætli að taka sína eigin ákvörðun um öryggi vélanna. Icelandair er á meðal flugfélaga víða um heim sem höfðu fest kaup á nýjum 737 Max-þotum og hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna kyrrsetningarinnar. Íslenska flugfélagið ætlaði að taka níu Max-vélar í notkun um miðjan júní en af því verður ekki.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira