Fresta frumsýningu Sonic svo broddgölturinn komist í tannleiðréttingu Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2019 16:30 Aðdáendur brottgöltsins sögðu tennur hans martraðarkenndar. Paramount Þegar bandaríska kvikmyndaverið Paramount frumsýndi stiklu úr myndinni Sonic the Hedgehog urðu aðdáendur þessarar tölvuleikjahetju æfir vegna mennskra tannanna sem karakterinn skartaði. Gengu margir svo langt að kalla þær hrollvekjandi og martraðarkenndar. Leikstjóri myndarinnar, Jeff Fowler, fylgdist greinilega með umræðunni á Twitter því hann tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að fresta frumsýningu myndarinnar til að breyta tanngarði broddgaltarins. Var frumsýningin áætluð áttunda nóvember en hefur verið frestað fram á 14. febrúar á næsta ári. Paramount frumsýndi tvær stiklur úr þessari kvikmynd á ráðstefnunni CinemaCon, önnur einblíndi á broddgöltinn Sonic en hin á illmennið Dr. Robotnik sem Jim Carrey leikur. Myndin er byggð á tölvuleiknum Sonic the Hedgehog sem kom fyrst út árið 1991. Aðalpersóna leikjanna er blár broddgöltur með mannlega eiginleika sem hleypur um flóknar brautir með það að markmiði að safna hringjum. Mest lesið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þegar bandaríska kvikmyndaverið Paramount frumsýndi stiklu úr myndinni Sonic the Hedgehog urðu aðdáendur þessarar tölvuleikjahetju æfir vegna mennskra tannanna sem karakterinn skartaði. Gengu margir svo langt að kalla þær hrollvekjandi og martraðarkenndar. Leikstjóri myndarinnar, Jeff Fowler, fylgdist greinilega með umræðunni á Twitter því hann tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að fresta frumsýningu myndarinnar til að breyta tanngarði broddgaltarins. Var frumsýningin áætluð áttunda nóvember en hefur verið frestað fram á 14. febrúar á næsta ári. Paramount frumsýndi tvær stiklur úr þessari kvikmynd á ráðstefnunni CinemaCon, önnur einblíndi á broddgöltinn Sonic en hin á illmennið Dr. Robotnik sem Jim Carrey leikur. Myndin er byggð á tölvuleiknum Sonic the Hedgehog sem kom fyrst út árið 1991. Aðalpersóna leikjanna er blár broddgöltur með mannlega eiginleika sem hleypur um flóknar brautir með það að markmiði að safna hringjum.
Mest lesið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira