Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Sylvía Hall skrifar 25. maí 2019 13:12 Katrín gantaðist með það hversu furðulegt það væri að formaður helsta andstæðings flokksins til margra ára héldi ávarp á degi sem þessum. Vísir/Frikki Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli sínu í dag en níutíu ár eru liðin frá sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Í tilefni dagsins var boðið upp á hátíðardagskrá á fjölskylduhátíð í Valhöll. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á hátíðinni og fór hún fögrum orðum um Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann flokksins. Hún hóf mál sitt á því að gefa í skyn að það væri kannski örlítið skrítið að formaður vinstri hreyfingarinnar, sem lengi vel hefur verið helsti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálum, væri þar kominn til þess að ávarpa flokksmenn „En það er þannig í afmælum að þá sleppir maður öllu því sem miður hefur farið,“ sagði Katrín og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Hún lagði mikla áherslu á það í ræðu sinni að það væri gott fólk í öllum stjórnmálaflokkum og það væri gott veganesti að hafa það hugfast í pólitík. Þá þakkaði hún ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu og nefndi þar Bjarna Benediktsson sérstaklega sem hún sagði vera einn besta samstarfsmann sem hún hefur nokkurn tímann haft við mikinn fögnuð hátíðargesta. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnar- og samgönguráðherra var einnig með ávarp sem og Heiða Björg Hilmisdóttir fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þá vakti það mikla kátínu meðal viðstaddra þegar Þórdís Kolbrún vakti máls á því að enginn frá Miðflokknum hefði mætt til þess að fagna afmælinu með Sjálfstæðismönnum, enda væru þeir uppteknir við önnur ræðuhöld.Sigurður Ingi Jóhannsson kom færandi hendi.Vísir/FrikkiHeiða Björg Hilmisdóttir færði Bjarna blóm og bók í tilefni dagsins.Vísir/Frikki Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli sínu í dag en níutíu ár eru liðin frá sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Í tilefni dagsins var boðið upp á hátíðardagskrá á fjölskylduhátíð í Valhöll. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á hátíðinni og fór hún fögrum orðum um Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann flokksins. Hún hóf mál sitt á því að gefa í skyn að það væri kannski örlítið skrítið að formaður vinstri hreyfingarinnar, sem lengi vel hefur verið helsti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálum, væri þar kominn til þess að ávarpa flokksmenn „En það er þannig í afmælum að þá sleppir maður öllu því sem miður hefur farið,“ sagði Katrín og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Hún lagði mikla áherslu á það í ræðu sinni að það væri gott fólk í öllum stjórnmálaflokkum og það væri gott veganesti að hafa það hugfast í pólitík. Þá þakkaði hún ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu og nefndi þar Bjarna Benediktsson sérstaklega sem hún sagði vera einn besta samstarfsmann sem hún hefur nokkurn tímann haft við mikinn fögnuð hátíðargesta. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórnar- og samgönguráðherra var einnig með ávarp sem og Heiða Björg Hilmisdóttir fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þá vakti það mikla kátínu meðal viðstaddra þegar Þórdís Kolbrún vakti máls á því að enginn frá Miðflokknum hefði mætt til þess að fagna afmælinu með Sjálfstæðismönnum, enda væru þeir uppteknir við önnur ræðuhöld.Sigurður Ingi Jóhannsson kom færandi hendi.Vísir/FrikkiHeiða Björg Hilmisdóttir færði Bjarna blóm og bók í tilefni dagsins.Vísir/Frikki
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira