Segir sveitarfélög gleyma ábyrgð sinni á almannavörnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2019 13:49 Víðir Reynisson frá lögreglunni á Suðurlandi. Sveitarfélögin eru mikilvægasti hlekkurinn og ráða miklu þegar náttúruvá og almannavarnir fara saman segir Víðir Reynisson, lögreglumaður og einn helsti sérfræðingur landsins í almannavörnum. Þeim hætti til við að gleyma ábyrgð sinni á almannavörnum. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, lögreglustjórinn á Suðurlandi og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í samstarfi við Skipulagsstofnun stóðu nýlega fyrir ráðstefnu um almannavarnir og skipulag þar sem fjallað var um náttúruvá og viðbrögð við henni. Víðir Reynisson hélt erindi fyrir hönd almannavarna á Suðurlandi enda hefur hann unnið lengi að þeim málum á svæðinu. „Það er auðvitað þannig að sveitarfélögin eru lykilaðilinn í þessum málum. Þau ráða ansi miklu í þessu. Þau taka ákvörðun í gegnum skipulagslögin og í gegnum skipulagsmálin og reglugerðirnar um notkun á þeim landgæðum sem fyrir eru,“ segir hann. Víðir segir að í lögum um almannavarnir komi fram að markmið almannavarna sé að framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerðum. Víðir segir að það þurfi að huga að mörgum þáttum þegar almannavarnir eru annars vegar. „Þegar við vorum að vinna hættumatið fyrir Kötluhlaupin og flóðin til vesturs þá til dæmis koma það í ljós að á flóðasvæðunum var gríðarlegt magn af bensínstöðvum, ofboðslegt magn af eldsneyti. Tiltölulega lítill atburður og þá erum við farin að eiga við verulegt umhverfistjón, “ segir Víðir. Í erindi sínu skaut Víðir á sveitarfélög landsins fyrir að hafa gleymt því að samhliða því að beri stærstu ábyrgðina í skipulagsmálum beri þau einnig stærstu ábyrgðina í almannavörnum. „Þetta þurfum við að ná að tengja saman og ég held að grunnurinn að þessu sé að það sé unnið hættumat fyrir mismunandi náttúruvá, sett viðmið og við í sameiningum vinnum þetta áfram,“ sagði hann. Almannavarnir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Sveitarfélögin eru mikilvægasti hlekkurinn og ráða miklu þegar náttúruvá og almannavarnir fara saman segir Víðir Reynisson, lögreglumaður og einn helsti sérfræðingur landsins í almannavörnum. Þeim hætti til við að gleyma ábyrgð sinni á almannavörnum. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, lögreglustjórinn á Suðurlandi og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í samstarfi við Skipulagsstofnun stóðu nýlega fyrir ráðstefnu um almannavarnir og skipulag þar sem fjallað var um náttúruvá og viðbrögð við henni. Víðir Reynisson hélt erindi fyrir hönd almannavarna á Suðurlandi enda hefur hann unnið lengi að þeim málum á svæðinu. „Það er auðvitað þannig að sveitarfélögin eru lykilaðilinn í þessum málum. Þau ráða ansi miklu í þessu. Þau taka ákvörðun í gegnum skipulagslögin og í gegnum skipulagsmálin og reglugerðirnar um notkun á þeim landgæðum sem fyrir eru,“ segir hann. Víðir segir að í lögum um almannavarnir komi fram að markmið almannavarna sé að framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerðum. Víðir segir að það þurfi að huga að mörgum þáttum þegar almannavarnir eru annars vegar. „Þegar við vorum að vinna hættumatið fyrir Kötluhlaupin og flóðin til vesturs þá til dæmis koma það í ljós að á flóðasvæðunum var gríðarlegt magn af bensínstöðvum, ofboðslegt magn af eldsneyti. Tiltölulega lítill atburður og þá erum við farin að eiga við verulegt umhverfistjón, “ segir Víðir. Í erindi sínu skaut Víðir á sveitarfélög landsins fyrir að hafa gleymt því að samhliða því að beri stærstu ábyrgðina í skipulagsmálum beri þau einnig stærstu ábyrgðina í almannavörnum. „Þetta þurfum við að ná að tengja saman og ég held að grunnurinn að þessu sé að það sé unnið hættumat fyrir mismunandi náttúruvá, sett viðmið og við í sameiningum vinnum þetta áfram,“ sagði hann.
Almannavarnir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira