Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Sylvía Hall skrifar 26. maí 2019 17:00 Þórir stofnaði nafnlausa aðganginn innan við mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar sem hann sendi á fimmtán ára stúlku. Vísir/GVA Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Í dag birti svo sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófílmynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 Eigandi Instagram-aðgangsins, og þar með maðurinn á bakvið nafnlausa Twitter-aðganginn, er leikarinn Þórir Sæmundsson en Þórir hafði verið virkur á samskiptamiðlinum til ársins 2016, þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum að hann væri hættur á Twitter. Ég er hættur á twitter. Sjáumst í raunheimum. — Bjarni H. Kreutzhage (@ThorirSaem) July 10, 2016 Aðgangurinn stofnaður stuttu eftir brottrekstur úr Þjóðleikhúsinu Athygli vekur að nafnlausi aðgangurinn var stofnaður stuttu eftir að Þóri var vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sjá einnig: Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter og birtu margar stúlkur í kjölfarið skjáskot af samskiptum sínum við hann. Eftir að í ljós hefur komið að Þórir er maðurinn á bakvið aðganginn hafa fleiri stúlkur birt skjáskot og sett í samhengi við nafnlaus tíst hans. Fyrir viku síðan tjáði Þórir sig um nafnleyndina á Twitter og sagðist oft hafa rekist á fólk á förnum vegi sem hann ætti samskipti við á Twitter. Hann hefði gaman af því á sama tíma og honum þætti það erfitt. Er svona 350 sinnum búin að rekast á fólk sem ég hef talað við á twitter á förnum vegi in real life. Elska þetta. Samt stundum erfitt. Langar stundum að öskra ÉG ER GYLFI SIG! Sérstaklega framan í Siffa — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 19, 2019 Í dag var ráðgátan leyst og steig Þórir fram sem maðurinn á bakvið @BoringGylfiSig. Jæja það hlaut að koma að því. Hæ ég er boring Þórir Sæm — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 26, 2019 Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Þóri Sæmundssyni í dag án árangurs. Leikhús Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Þórir Sæmundsson segist vera að vinna í sínum málum. 28. nóvember 2017 19:21 Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Í dag birti svo sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófílmynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 Eigandi Instagram-aðgangsins, og þar með maðurinn á bakvið nafnlausa Twitter-aðganginn, er leikarinn Þórir Sæmundsson en Þórir hafði verið virkur á samskiptamiðlinum til ársins 2016, þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum að hann væri hættur á Twitter. Ég er hættur á twitter. Sjáumst í raunheimum. — Bjarni H. Kreutzhage (@ThorirSaem) July 10, 2016 Aðgangurinn stofnaður stuttu eftir brottrekstur úr Þjóðleikhúsinu Athygli vekur að nafnlausi aðgangurinn var stofnaður stuttu eftir að Þóri var vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sjá einnig: Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter og birtu margar stúlkur í kjölfarið skjáskot af samskiptum sínum við hann. Eftir að í ljós hefur komið að Þórir er maðurinn á bakvið aðganginn hafa fleiri stúlkur birt skjáskot og sett í samhengi við nafnlaus tíst hans. Fyrir viku síðan tjáði Þórir sig um nafnleyndina á Twitter og sagðist oft hafa rekist á fólk á förnum vegi sem hann ætti samskipti við á Twitter. Hann hefði gaman af því á sama tíma og honum þætti það erfitt. Er svona 350 sinnum búin að rekast á fólk sem ég hef talað við á twitter á förnum vegi in real life. Elska þetta. Samt stundum erfitt. Langar stundum að öskra ÉG ER GYLFI SIG! Sérstaklega framan í Siffa — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 19, 2019 Í dag var ráðgátan leyst og steig Þórir fram sem maðurinn á bakvið @BoringGylfiSig. Jæja það hlaut að koma að því. Hæ ég er boring Þórir Sæm — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 26, 2019 Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Þóri Sæmundssyni í dag án árangurs.
Leikhús Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Þórir Sæmundsson segist vera að vinna í sínum málum. 28. nóvember 2017 19:21 Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Þórir Sæmundsson segist vera að vinna í sínum málum. 28. nóvember 2017 19:21
Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00