Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2019 19:55 Raðir mynduðust fyrir utan kjörstaði í dag. getty/Dursun Aydemir Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. Kosið er til evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Meðal annars er kosiðí Ungverjalandi þar hægri þjóðernissinninn Viktor Orban situr í stóli forsætisráðherra. Hann ítrekaði andstöðu sína við farand- og flóttafólk í dag. „Ég held að það sé hægt að stöðva fólksflutningana í mörgum löndum, sérstaklega í Vestur-Evrópu. Stjórnmálamenn reyna að sannfæra fólkið um að það sé ekki hægt að stöðva þá en ég held að það sé ekki rétt,“ sagði Orban eftir að hafa kosið. Ráðandi flokkar áÍtalíu, í Austurríki og aðrir poppulískir hægriflokkar taka undir með Orban og hafa heitiðþví að vinna saman á evrópuþinginu að loknum kosningum.Tvístígandi Bretar kjósa til Evrópuþings Það er síðan hálf spaugilegt að Bretar kjósa til Evrópuþingsins þótt þeir séu eins og hauslausar hænur að reyna að hlaupa út úr sambandinu þessi misserin sem ekki hefur tekist enn vegna sundurlindis heima fyrir. Sumir gæla enn viðþá von að Bretar verði áfram í ESB eins og Breda Herlihy sem kaus í dag. „Ég greiddi því atkvæði að við yrðum áfram í Evrópusambandinu og ég vona aðþað verði niðurstaðan á endanum. En ég get skilið fólk sem greiddi atkvæði með Brexit vegna þeirra dásamlegu loforða sem gefin voru á sínum tíma,“ sagði Herlihy eftir að hafa kosið til Evrópuþingsins kannski í síðasta skipti.Sérkennilegir tímar Það er ekki víst að Emmanuel Macron Frakklandsforseti verði ánægður meðúrslitin þvíútlit er fyrir að flokkar sem styðja frekari evrópusamruna tapi fylgi, en víst er að framundan eru spennuþrungin ár í evrópustjórnmálum. Samlandi hans, frú Solange Benillouche, telur sumt fólk skorta heildarsýn. „Já, við lifum á sérkennilegum tímum þar sem popúlismi er of sterkur. Fólk verður að sjá heildarmyndina og sjá hlutina skýrar,“ sagði hún eftir að hafa kosið. Síðustu kjörstöðum verður lokaðáÍtalíu klukkan níu í kvöld og fljótlega upp úr þvíættu nokkuðáræðanlegar tölur að liggja fyrir. En Evrópusinnar áÍslandi ásamt Micahel Mann sendiherra Evrópusambandsins áÍslandi verða með kosningavöku í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Það er mikilvægt að muna að Evrópuþingið er mjög mikilvægt sem stofnun, það setur lögin fyrir Evrópusambandið. Það gerir þaðásamt ráðherrum aðildarríkjanna. Þetta er mjög lýðræðislegt kerfi þótt margir haldi því fram aðþað skorti á lýðræðiðí Evrópusambandinu en ég er alls ekki sammálal því. Brexit Evrópusambandið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. Kosið er til evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Meðal annars er kosiðí Ungverjalandi þar hægri þjóðernissinninn Viktor Orban situr í stóli forsætisráðherra. Hann ítrekaði andstöðu sína við farand- og flóttafólk í dag. „Ég held að það sé hægt að stöðva fólksflutningana í mörgum löndum, sérstaklega í Vestur-Evrópu. Stjórnmálamenn reyna að sannfæra fólkið um að það sé ekki hægt að stöðva þá en ég held að það sé ekki rétt,“ sagði Orban eftir að hafa kosið. Ráðandi flokkar áÍtalíu, í Austurríki og aðrir poppulískir hægriflokkar taka undir með Orban og hafa heitiðþví að vinna saman á evrópuþinginu að loknum kosningum.Tvístígandi Bretar kjósa til Evrópuþings Það er síðan hálf spaugilegt að Bretar kjósa til Evrópuþingsins þótt þeir séu eins og hauslausar hænur að reyna að hlaupa út úr sambandinu þessi misserin sem ekki hefur tekist enn vegna sundurlindis heima fyrir. Sumir gæla enn viðþá von að Bretar verði áfram í ESB eins og Breda Herlihy sem kaus í dag. „Ég greiddi því atkvæði að við yrðum áfram í Evrópusambandinu og ég vona aðþað verði niðurstaðan á endanum. En ég get skilið fólk sem greiddi atkvæði með Brexit vegna þeirra dásamlegu loforða sem gefin voru á sínum tíma,“ sagði Herlihy eftir að hafa kosið til Evrópuþingsins kannski í síðasta skipti.Sérkennilegir tímar Það er ekki víst að Emmanuel Macron Frakklandsforseti verði ánægður meðúrslitin þvíútlit er fyrir að flokkar sem styðja frekari evrópusamruna tapi fylgi, en víst er að framundan eru spennuþrungin ár í evrópustjórnmálum. Samlandi hans, frú Solange Benillouche, telur sumt fólk skorta heildarsýn. „Já, við lifum á sérkennilegum tímum þar sem popúlismi er of sterkur. Fólk verður að sjá heildarmyndina og sjá hlutina skýrar,“ sagði hún eftir að hafa kosið. Síðustu kjörstöðum verður lokaðáÍtalíu klukkan níu í kvöld og fljótlega upp úr þvíættu nokkuðáræðanlegar tölur að liggja fyrir. En Evrópusinnar áÍslandi ásamt Micahel Mann sendiherra Evrópusambandsins áÍslandi verða með kosningavöku í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Það er mikilvægt að muna að Evrópuþingið er mjög mikilvægt sem stofnun, það setur lögin fyrir Evrópusambandið. Það gerir þaðásamt ráðherrum aðildarríkjanna. Þetta er mjög lýðræðislegt kerfi þótt margir haldi því fram aðþað skorti á lýðræðiðí Evrópusambandinu en ég er alls ekki sammálal því.
Brexit Evrópusambandið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira