Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2019 19:55 Raðir mynduðust fyrir utan kjörstaði í dag. getty/Dursun Aydemir Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. Kosið er til evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Meðal annars er kosiðí Ungverjalandi þar hægri þjóðernissinninn Viktor Orban situr í stóli forsætisráðherra. Hann ítrekaði andstöðu sína við farand- og flóttafólk í dag. „Ég held að það sé hægt að stöðva fólksflutningana í mörgum löndum, sérstaklega í Vestur-Evrópu. Stjórnmálamenn reyna að sannfæra fólkið um að það sé ekki hægt að stöðva þá en ég held að það sé ekki rétt,“ sagði Orban eftir að hafa kosið. Ráðandi flokkar áÍtalíu, í Austurríki og aðrir poppulískir hægriflokkar taka undir með Orban og hafa heitiðþví að vinna saman á evrópuþinginu að loknum kosningum.Tvístígandi Bretar kjósa til Evrópuþings Það er síðan hálf spaugilegt að Bretar kjósa til Evrópuþingsins þótt þeir séu eins og hauslausar hænur að reyna að hlaupa út úr sambandinu þessi misserin sem ekki hefur tekist enn vegna sundurlindis heima fyrir. Sumir gæla enn viðþá von að Bretar verði áfram í ESB eins og Breda Herlihy sem kaus í dag. „Ég greiddi því atkvæði að við yrðum áfram í Evrópusambandinu og ég vona aðþað verði niðurstaðan á endanum. En ég get skilið fólk sem greiddi atkvæði með Brexit vegna þeirra dásamlegu loforða sem gefin voru á sínum tíma,“ sagði Herlihy eftir að hafa kosið til Evrópuþingsins kannski í síðasta skipti.Sérkennilegir tímar Það er ekki víst að Emmanuel Macron Frakklandsforseti verði ánægður meðúrslitin þvíútlit er fyrir að flokkar sem styðja frekari evrópusamruna tapi fylgi, en víst er að framundan eru spennuþrungin ár í evrópustjórnmálum. Samlandi hans, frú Solange Benillouche, telur sumt fólk skorta heildarsýn. „Já, við lifum á sérkennilegum tímum þar sem popúlismi er of sterkur. Fólk verður að sjá heildarmyndina og sjá hlutina skýrar,“ sagði hún eftir að hafa kosið. Síðustu kjörstöðum verður lokaðáÍtalíu klukkan níu í kvöld og fljótlega upp úr þvíættu nokkuðáræðanlegar tölur að liggja fyrir. En Evrópusinnar áÍslandi ásamt Micahel Mann sendiherra Evrópusambandsins áÍslandi verða með kosningavöku í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Það er mikilvægt að muna að Evrópuþingið er mjög mikilvægt sem stofnun, það setur lögin fyrir Evrópusambandið. Það gerir þaðásamt ráðherrum aðildarríkjanna. Þetta er mjög lýðræðislegt kerfi þótt margir haldi því fram aðþað skorti á lýðræðiðí Evrópusambandinu en ég er alls ekki sammálal því. Brexit Evrópusambandið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. Kosið er til evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Meðal annars er kosiðí Ungverjalandi þar hægri þjóðernissinninn Viktor Orban situr í stóli forsætisráðherra. Hann ítrekaði andstöðu sína við farand- og flóttafólk í dag. „Ég held að það sé hægt að stöðva fólksflutningana í mörgum löndum, sérstaklega í Vestur-Evrópu. Stjórnmálamenn reyna að sannfæra fólkið um að það sé ekki hægt að stöðva þá en ég held að það sé ekki rétt,“ sagði Orban eftir að hafa kosið. Ráðandi flokkar áÍtalíu, í Austurríki og aðrir poppulískir hægriflokkar taka undir með Orban og hafa heitiðþví að vinna saman á evrópuþinginu að loknum kosningum.Tvístígandi Bretar kjósa til Evrópuþings Það er síðan hálf spaugilegt að Bretar kjósa til Evrópuþingsins þótt þeir séu eins og hauslausar hænur að reyna að hlaupa út úr sambandinu þessi misserin sem ekki hefur tekist enn vegna sundurlindis heima fyrir. Sumir gæla enn viðþá von að Bretar verði áfram í ESB eins og Breda Herlihy sem kaus í dag. „Ég greiddi því atkvæði að við yrðum áfram í Evrópusambandinu og ég vona aðþað verði niðurstaðan á endanum. En ég get skilið fólk sem greiddi atkvæði með Brexit vegna þeirra dásamlegu loforða sem gefin voru á sínum tíma,“ sagði Herlihy eftir að hafa kosið til Evrópuþingsins kannski í síðasta skipti.Sérkennilegir tímar Það er ekki víst að Emmanuel Macron Frakklandsforseti verði ánægður meðúrslitin þvíútlit er fyrir að flokkar sem styðja frekari evrópusamruna tapi fylgi, en víst er að framundan eru spennuþrungin ár í evrópustjórnmálum. Samlandi hans, frú Solange Benillouche, telur sumt fólk skorta heildarsýn. „Já, við lifum á sérkennilegum tímum þar sem popúlismi er of sterkur. Fólk verður að sjá heildarmyndina og sjá hlutina skýrar,“ sagði hún eftir að hafa kosið. Síðustu kjörstöðum verður lokaðáÍtalíu klukkan níu í kvöld og fljótlega upp úr þvíættu nokkuðáræðanlegar tölur að liggja fyrir. En Evrópusinnar áÍslandi ásamt Micahel Mann sendiherra Evrópusambandsins áÍslandi verða með kosningavöku í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Það er mikilvægt að muna að Evrópuþingið er mjög mikilvægt sem stofnun, það setur lögin fyrir Evrópusambandið. Það gerir þaðásamt ráðherrum aðildarríkjanna. Þetta er mjög lýðræðislegt kerfi þótt margir haldi því fram aðþað skorti á lýðræðiðí Evrópusambandinu en ég er alls ekki sammálal því.
Brexit Evrópusambandið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira