Útlit fyrir lykilstöðu Græningja og ALDE eftir Evrópuþingskosningarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2019 23:30 Mikil spenna var í aðdraganda kosninganna. Vísir/Getty Líklegt er að Græningjar og ALDE, samtök frjálslyndra stjórnmálaflokka í Evrópu, verði í lykilstöðu eftir að búið verði að telja að öll atkvæði í Evrópuþingskosningunum sem luku í dag, vilji stjórnmálabandalögin sem leitt hafa þingið undanfarin ár halda völdum. Kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Stærstu bandalögin tvö á þingi, EPP - Bandalag hófsamra hægri flokka á Evrópuþinginu og PES - bandalag Sósíaldemókrata, Sósíalista og annara slíkra flokka, hafa undanfarna áratugi ráðið ferðinni á þinginu, frá árinu 2014 með hjálp ALDE. Útlit er hins vegar að EPP og PES hafi bæði tapað fjölda þingmanna, útgönguspár gera ráð fyrir að þingmönnum EPP fækki úr 221 í 178 og PES missir 38 þingsæti, fer úr 191 í 152 sæti. Í frétt Guardian segir að vilji bandalögin tvö halda völdum á þinginu þurfi þau líklega að leita til Græninga og ALDE, sem bættu við sig töluverðu fylgi frá síðustu kosningum. Gert er ráð fyrir að ALDE bæti sig við 28 sætum og verði þriðja stærsta bandalagið á Evrópuþinginu með 105 þingmenn. Græningar sóttu einnig víða í sig veðrið og gera útgönguspár fyrir að þingmenn Græningja verði 67 og bæta þeir þá við sig 17 sætum.Popúlistar á siglingu Líklegt er að hægri þjóðernisflokkar hafi bætt við sig fylgi í kosningunum en þeim hafði verið spáð góðu gengi. Í Frakklandi lýsti Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar yfir sigri en flokkur hennar er meðlimur í MENF-bandalaginu. Útlit er fyrir að það fái 54 sæti og bæti við sig sex sætum.Farage var sáttur með kosningu eigin flokks.Vísir/Getty.EDFF-bandalagið sem leitt er af Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins í Bretlandi, fær 57 sæti samkvæmt útgönguspám og því. Útlit er fyrir að Brexit-flokkurinn verði stærsti einstaki flokkurinn á Evrópuþinginu með á þriðja tug þingmanna. Þrátt fyrir að hægri þjóðernisflokkar muni bæta við sig fylgi er ekki búist við öðru en að EPP og PES myndi áfram meirihluta en nú með aðstoð Græningja og ALDE. Það kom í það minnsta fram í máli Manfred Weber, leiðtoga EPP og frambjóðandi bandalagsins til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Við í EPP finnum ekki fyrir mikilli sigurtilfinningu vegna þess að við erum að tapa sætum. Við erum samt ánægð með að vera stærsto hópurinn á Evrópuþinginu,“ sagði Weber og bætti við að hann myndi fljótlega hefja viðræður við Græningja og ALDE um að mynda meirihluta á þinginu. Ekki er gert ráð fyrir að úrslit liggi endanlega fyrir fyrr en á morgun en fyrir áhugasama má fylgjast með gangi mála á vef Guardian og á vef BBC. Evrópusambandið Tengdar fréttir Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55 Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Líklegt er að Græningjar og ALDE, samtök frjálslyndra stjórnmálaflokka í Evrópu, verði í lykilstöðu eftir að búið verði að telja að öll atkvæði í Evrópuþingskosningunum sem luku í dag, vilji stjórnmálabandalögin sem leitt hafa þingið undanfarin ár halda völdum. Kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Stærstu bandalögin tvö á þingi, EPP - Bandalag hófsamra hægri flokka á Evrópuþinginu og PES - bandalag Sósíaldemókrata, Sósíalista og annara slíkra flokka, hafa undanfarna áratugi ráðið ferðinni á þinginu, frá árinu 2014 með hjálp ALDE. Útlit er hins vegar að EPP og PES hafi bæði tapað fjölda þingmanna, útgönguspár gera ráð fyrir að þingmönnum EPP fækki úr 221 í 178 og PES missir 38 þingsæti, fer úr 191 í 152 sæti. Í frétt Guardian segir að vilji bandalögin tvö halda völdum á þinginu þurfi þau líklega að leita til Græninga og ALDE, sem bættu við sig töluverðu fylgi frá síðustu kosningum. Gert er ráð fyrir að ALDE bæti sig við 28 sætum og verði þriðja stærsta bandalagið á Evrópuþinginu með 105 þingmenn. Græningar sóttu einnig víða í sig veðrið og gera útgönguspár fyrir að þingmenn Græningja verði 67 og bæta þeir þá við sig 17 sætum.Popúlistar á siglingu Líklegt er að hægri þjóðernisflokkar hafi bætt við sig fylgi í kosningunum en þeim hafði verið spáð góðu gengi. Í Frakklandi lýsti Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar yfir sigri en flokkur hennar er meðlimur í MENF-bandalaginu. Útlit er fyrir að það fái 54 sæti og bæti við sig sex sætum.Farage var sáttur með kosningu eigin flokks.Vísir/Getty.EDFF-bandalagið sem leitt er af Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins í Bretlandi, fær 57 sæti samkvæmt útgönguspám og því. Útlit er fyrir að Brexit-flokkurinn verði stærsti einstaki flokkurinn á Evrópuþinginu með á þriðja tug þingmanna. Þrátt fyrir að hægri þjóðernisflokkar muni bæta við sig fylgi er ekki búist við öðru en að EPP og PES myndi áfram meirihluta en nú með aðstoð Græningja og ALDE. Það kom í það minnsta fram í máli Manfred Weber, leiðtoga EPP og frambjóðandi bandalagsins til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Við í EPP finnum ekki fyrir mikilli sigurtilfinningu vegna þess að við erum að tapa sætum. Við erum samt ánægð með að vera stærsto hópurinn á Evrópuþinginu,“ sagði Weber og bætti við að hann myndi fljótlega hefja viðræður við Græningja og ALDE um að mynda meirihluta á þinginu. Ekki er gert ráð fyrir að úrslit liggi endanlega fyrir fyrr en á morgun en fyrir áhugasama má fylgjast með gangi mála á vef Guardian og á vef BBC.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55 Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55
Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00