Sáttaumleitanir að fara út um þúfur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 07:00 Aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar féllust í faðma þegar sýknudómur var kveðinn upp í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda. Eins og Fréttablaðið greindi frá hafði sáttanefndin úr 600 milljónum að spila og samkvæmt heimildum blaðsins hafði ríkið bætt eitthvað í þannig að hæstu tilboð um bætur fóru yfir 200 milljónir. Heimildir blaðsins herma að góður sáttatónn hafi verið í flestum og útlit verið gott um að sættir gætu náðst, þar til Guðjón Skarphéðinsson hafnaði tilboði sáttanefndarinnar. Eins og greint hefur verið frá hljóðaði bótakrafa Guðjóns upp á rúman milljarð í miskabætur og um það bil 400 milljónir að auki í bætur fyrir missi atvinnutekna. Höfuðáhersla hefur verið lögð á það í sáttaferlinu að ná sáttum við allan hópinn og ljúka málinu utan dómstóla. Heimildir Fréttablaðsins herma að verulega hafi súrnað í viðræðum eftir að Guðjón gekk frá borði og mun sáttanefndin eiga það eina verk eftir í starfi sínu að semja skilabréf sitt til forsætisráðherra. Andri Árnason, settur ríkislögmaður í málinu, á eftir að taka formlega afstöðu til kröfu Guðjóns og þar sem ekki var gengið að henni við borð sáttanefndar er ólíklegt annað en að henni verði hafnað. Að óbreyttu munu því dómstólar ákveða bætur í málinu og má búast við að um þær verði rekin nokkur dómsmál. Óvíst er hvernig farið verður með mál aðstandenda Sævars Marinós Cisielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir, en bótaréttur þeirra er ekki sá sami og þeirra Guðjóns, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Alberts Khlan Skaftasonar sem enn eru á lífi og eiga hlutlægan bótarétt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira
Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda. Eins og Fréttablaðið greindi frá hafði sáttanefndin úr 600 milljónum að spila og samkvæmt heimildum blaðsins hafði ríkið bætt eitthvað í þannig að hæstu tilboð um bætur fóru yfir 200 milljónir. Heimildir blaðsins herma að góður sáttatónn hafi verið í flestum og útlit verið gott um að sættir gætu náðst, þar til Guðjón Skarphéðinsson hafnaði tilboði sáttanefndarinnar. Eins og greint hefur verið frá hljóðaði bótakrafa Guðjóns upp á rúman milljarð í miskabætur og um það bil 400 milljónir að auki í bætur fyrir missi atvinnutekna. Höfuðáhersla hefur verið lögð á það í sáttaferlinu að ná sáttum við allan hópinn og ljúka málinu utan dómstóla. Heimildir Fréttablaðsins herma að verulega hafi súrnað í viðræðum eftir að Guðjón gekk frá borði og mun sáttanefndin eiga það eina verk eftir í starfi sínu að semja skilabréf sitt til forsætisráðherra. Andri Árnason, settur ríkislögmaður í málinu, á eftir að taka formlega afstöðu til kröfu Guðjóns og þar sem ekki var gengið að henni við borð sáttanefndar er ólíklegt annað en að henni verði hafnað. Að óbreyttu munu því dómstólar ákveða bætur í málinu og má búast við að um þær verði rekin nokkur dómsmál. Óvíst er hvernig farið verður með mál aðstandenda Sævars Marinós Cisielski og Tryggva Rúnars Leifssonar sem eru látnir, en bótaréttur þeirra er ekki sá sami og þeirra Guðjóns, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Alberts Khlan Skaftasonar sem enn eru á lífi og eiga hlutlægan bótarétt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira