Skilaðu Lucky-jakkanum vinur Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2019 09:01 Spessi í jakkanum. Sem er einstakur og vandséð hvernig nokkur getur klæðst honum án þess að skera sig úr. Pétur Friðgeirsson/Gunnar Þórarinsson/Fjölnir Geir Ljósmyndarinn Spessi varð fyrir því óláni að óprúttnir aðilar brutust inn í bílskúr hans, rændu þar og rupluðu. En, vandséð er hvernig þeir geta nýtt sér þýfið. Spessi lýsti eftir því á Facebooksíðu sinni í gær og vinir hans hafa brugðist hratt við og dreift skilaboðum hans um samfélagsmiðilinn. „Brotist var inn í bílskúrinn hjá mér í nótt og þessum forláta Lukcy Strike-jakka mínum stolið og einnig tveimur borvélum. Ef einhver er að reyna koma þessum jakka í verð þá látið mig vita hér í prívat skilaboðum. Endilega deilið. Mér er alveg sama um borvélarnar, þú sem framdir þennan verknað skilaðu Lucky jakkanum, vinur.“Spessi í öllu sínu veldi, í jakkanum sem hann saknar nú og hvetur hina ógæfusömu þjófa til að skila flíkinni.Í samtali við Vísi taldi Spessi að einsýnt að það væri varla nokkur von til þess að þjófurinn eða þjófarnir gætu komið þessu í verð. Svo einstakur er jakkinn og sker sig úr hvar sem er. „Mér áskotnaðist þessi jakki fyrir mörgum árum. Í gegnum vinkonu mína, hana Þurý í Spútník. Það slæðast oft til hennar svona flott item. Þetta er jakki úr The Lucky Team. Og kostar sitt,“ segir Spessi. Óhress með innbrotið en svalur og lætur sér hvergi bregða.„Ég var ánægður með það hversu vel þjófarnir gengu um skúrinn. Það var eitthvað rótað í verkfærum en menn voru greinilega að leita að einhverju sem auðvelt er að selja. Selja fljótt. Þetta hafa líklega verið einhverjir dóparar að leita að þýfi til að selja fyrir næsta skammti,“ segir Spessi. En, þetta er sameiginleg ályktun ljósmyndarans og lögreglunnar sem hafa komið að rannsókn málsins. En hversu vel mun ganga að koma þessum jakka í verð er vandi um að segja. „Nei, þetta var ekki góð ferð hjá strákunum. Það var þarna annar jakki sem þeir tóku ekki. Harley Davidson-jakki en á honum var mynd sem ég hafði látið Jón Sæmund prenta mynd á. Þeir tóku hann ekki.“ Spessi vill sem sagt fá jakkann sinn aftur og bendir mönnum á að hafa samband við sig á Facebook, auðvelt sé að finna sig þar. Lögreglumál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Ljósmyndarinn Spessi varð fyrir því óláni að óprúttnir aðilar brutust inn í bílskúr hans, rændu þar og rupluðu. En, vandséð er hvernig þeir geta nýtt sér þýfið. Spessi lýsti eftir því á Facebooksíðu sinni í gær og vinir hans hafa brugðist hratt við og dreift skilaboðum hans um samfélagsmiðilinn. „Brotist var inn í bílskúrinn hjá mér í nótt og þessum forláta Lukcy Strike-jakka mínum stolið og einnig tveimur borvélum. Ef einhver er að reyna koma þessum jakka í verð þá látið mig vita hér í prívat skilaboðum. Endilega deilið. Mér er alveg sama um borvélarnar, þú sem framdir þennan verknað skilaðu Lucky jakkanum, vinur.“Spessi í öllu sínu veldi, í jakkanum sem hann saknar nú og hvetur hina ógæfusömu þjófa til að skila flíkinni.Í samtali við Vísi taldi Spessi að einsýnt að það væri varla nokkur von til þess að þjófurinn eða þjófarnir gætu komið þessu í verð. Svo einstakur er jakkinn og sker sig úr hvar sem er. „Mér áskotnaðist þessi jakki fyrir mörgum árum. Í gegnum vinkonu mína, hana Þurý í Spútník. Það slæðast oft til hennar svona flott item. Þetta er jakki úr The Lucky Team. Og kostar sitt,“ segir Spessi. Óhress með innbrotið en svalur og lætur sér hvergi bregða.„Ég var ánægður með það hversu vel þjófarnir gengu um skúrinn. Það var eitthvað rótað í verkfærum en menn voru greinilega að leita að einhverju sem auðvelt er að selja. Selja fljótt. Þetta hafa líklega verið einhverjir dóparar að leita að þýfi til að selja fyrir næsta skammti,“ segir Spessi. En, þetta er sameiginleg ályktun ljósmyndarans og lögreglunnar sem hafa komið að rannsókn málsins. En hversu vel mun ganga að koma þessum jakka í verð er vandi um að segja. „Nei, þetta var ekki góð ferð hjá strákunum. Það var þarna annar jakki sem þeir tóku ekki. Harley Davidson-jakki en á honum var mynd sem ég hafði látið Jón Sæmund prenta mynd á. Þeir tóku hann ekki.“ Spessi vill sem sagt fá jakkann sinn aftur og bendir mönnum á að hafa samband við sig á Facebook, auðvelt sé að finna sig þar.
Lögreglumál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira