Náði botninum í einkapartíi á B5 Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2019 15:30 Bjössi gerir það gott í leiklistinni. MYND/ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR Björn Stefánsson, eða Bjössi í Mínus eins og margir þekkja hann, hefur verið edrú í um einn áratug og segist hafa neyðst til að breyta um lífstíl eftir að rokksveitin Mínus lagði upp laupana. Bjössi er í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. „Mjög snemma á tímum Mínusar var ég farinn að spyrja sjálfan mig af hverju ég gæti ekki drukkið eðlilega; hætt eftir tvo bjóra. Þetta bara ágerðist og konan mín var farin að setja mér stólinn fyrir dyrnar og segja mér að þetta væri ekki í lagi. Ég skil hana alveg núna og þarna vorum við komin með barn,“ segir Björn í samtali við Morgunblaðið og bætir við að þegar hann hafi verið að drekka hafi hann ekki skilið hvað hún væri að tala um. „Fannst ég ekki vera að skemma neitt, mætti í vinnu og var duglegur. En hún fékk bara nóg og sagðist vera að fara til Danmerkur. Ég reyndi að halda mér edrú en það gekk ekkert. Svo fékk ég uppljómum; gat ekki lengur verið að þykjast vera þessi duglegi maður en var svo í raun að fara þunnur með barnið í skólann.“ Botninum var náð í einkapartíi á B5. „Ég fór inn á baðið í annarlegu ástandi og horfði á mig í speglinum og á þeirri stundu vissi ég að þetta væri orðið gott. Nú yrði ég að hætta. Ég fann það svo sterkt. Maður hafði oft hugsað það áður, þetta er orðið gott, en alltaf haldið áfram. En í þetta sinn var það öðruvísi. Ég labbaði fram og hitti vin minn og sagði honum að ég væri hættur. Honum fannst það bara fyndið. Ég hringdi líka í konuna og sagði henni að ég væri hættur. Fyrsta árið héldu allir að ég væri að grínast, en síðan eru liðin tíu ár.“ Bjössi flutti til Danmerkur og hætti að drekka. Trommarinn fór í meðferð og segist hafa unnið mikið í sér. „Ég fékk bara nóg og fékk hjálp frá góðum vinum. Það hvarflar ekki að mér að byrja aftur því ég veit hvar ég mun enda. En þetta var alveg erfitt. Maður klárar hluti. Ég er að vinna í leikhúsinu og get þakkað það edrúmennskunni. Ég þakka líka umburðarlyndi konu minnar. Ég sá fyrir mér að það myndi allt fara í vaskinn en það gerðist sem betur fer ekki og nú eigum við von á okkar þriðja barni. Fyrir eigum við þrettán ára stelpu og sjö ára strák. Það er gaman að hafa líf á heimilinu og ég er svakalega heimakær. Síðustu tíu ár hafa verið þau bestu sem ég hef lifað,“ segir Björn við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Björn hefur slegið í gegn í Ellý í Borgarleikhúsinu í vetur og finnur sig mjög vel sem leikari. Tímamót Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira
Björn Stefánsson, eða Bjössi í Mínus eins og margir þekkja hann, hefur verið edrú í um einn áratug og segist hafa neyðst til að breyta um lífstíl eftir að rokksveitin Mínus lagði upp laupana. Bjössi er í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. „Mjög snemma á tímum Mínusar var ég farinn að spyrja sjálfan mig af hverju ég gæti ekki drukkið eðlilega; hætt eftir tvo bjóra. Þetta bara ágerðist og konan mín var farin að setja mér stólinn fyrir dyrnar og segja mér að þetta væri ekki í lagi. Ég skil hana alveg núna og þarna vorum við komin með barn,“ segir Björn í samtali við Morgunblaðið og bætir við að þegar hann hafi verið að drekka hafi hann ekki skilið hvað hún væri að tala um. „Fannst ég ekki vera að skemma neitt, mætti í vinnu og var duglegur. En hún fékk bara nóg og sagðist vera að fara til Danmerkur. Ég reyndi að halda mér edrú en það gekk ekkert. Svo fékk ég uppljómum; gat ekki lengur verið að þykjast vera þessi duglegi maður en var svo í raun að fara þunnur með barnið í skólann.“ Botninum var náð í einkapartíi á B5. „Ég fór inn á baðið í annarlegu ástandi og horfði á mig í speglinum og á þeirri stundu vissi ég að þetta væri orðið gott. Nú yrði ég að hætta. Ég fann það svo sterkt. Maður hafði oft hugsað það áður, þetta er orðið gott, en alltaf haldið áfram. En í þetta sinn var það öðruvísi. Ég labbaði fram og hitti vin minn og sagði honum að ég væri hættur. Honum fannst það bara fyndið. Ég hringdi líka í konuna og sagði henni að ég væri hættur. Fyrsta árið héldu allir að ég væri að grínast, en síðan eru liðin tíu ár.“ Bjössi flutti til Danmerkur og hætti að drekka. Trommarinn fór í meðferð og segist hafa unnið mikið í sér. „Ég fékk bara nóg og fékk hjálp frá góðum vinum. Það hvarflar ekki að mér að byrja aftur því ég veit hvar ég mun enda. En þetta var alveg erfitt. Maður klárar hluti. Ég er að vinna í leikhúsinu og get þakkað það edrúmennskunni. Ég þakka líka umburðarlyndi konu minnar. Ég sá fyrir mér að það myndi allt fara í vaskinn en það gerðist sem betur fer ekki og nú eigum við von á okkar þriðja barni. Fyrir eigum við þrettán ára stelpu og sjö ára strák. Það er gaman að hafa líf á heimilinu og ég er svakalega heimakær. Síðustu tíu ár hafa verið þau bestu sem ég hef lifað,“ segir Björn við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Björn hefur slegið í gegn í Ellý í Borgarleikhúsinu í vetur og finnur sig mjög vel sem leikari.
Tímamót Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira