Tunga hrefnunnar tútnaði út Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 16:35 Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en það er væntanlega ekki mjög langt síðan. vísir/vilhelm Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fór í dag og skoðaði hræ hrefnunnar sem rak á land við Granda skömmu eftir hádegi. Hann segir að belgurinn sem var fremst á hræinu hafi verið tunga dýrsins sem tútnaði út, sennilega vegna gerjunarinnar innan í dýrinu. Loftið lendi þannig inni í tungunni. Belgurinn sprakk ekki eins og einhverjir höfðu ef til vill búist við heldur lak loftið úr henni þar sem líklegast hefur komið smá gat á belginn. Hafrannsóknarstofnun tekur sýni úr hræinu áður en tekin er ákvörðun um hvort og hvernig því verði fargað en Umhverfisstofnun kemur að þeim þætti málsins samkvæmt verklagsreglum MAST um hvalreka. Sverrir segir að hann hafi komist nægilega vel að hræinu í dag þar sem það var umflotið sjó. Hann muni hins vegar freista þess að ná sýnum klukkan 18 í dag þegar það á að vera fjara.Taka ýmis sýni úr hræinu Aðspurður hvenær hrefnan dó segist hann telja að það sé ekki mjög langt síðan. Ástandið á hræinu virðist benda til þess að það hafi kannski verið einhvern tímann í síðustu viku. „Það hefur verið frekar svalt og sjórinn kaldur þannig að þetta geymist ágætlega í sjónum,“ segir Sverrir Hann segir ekki vitað enn þá hvað dýrið er gamalt en segir þetta meðalstórt, fullorðið kvendýr. Sverrir segir það fara dálítið eftir tegundum hvaða sýni séu tekin úr hræjum sem reka á land. „Við eigum töluvert safn af hrefnusýnum en við reynum að fá erfðasýni úr öllu, kjöt- og spiksýni upp á orku og mengun og kynfæri fyrir kynþroska og afkomu,“ segir Sverrir. Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. 28. maí 2019 15:15 Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fór í dag og skoðaði hræ hrefnunnar sem rak á land við Granda skömmu eftir hádegi. Hann segir að belgurinn sem var fremst á hræinu hafi verið tunga dýrsins sem tútnaði út, sennilega vegna gerjunarinnar innan í dýrinu. Loftið lendi þannig inni í tungunni. Belgurinn sprakk ekki eins og einhverjir höfðu ef til vill búist við heldur lak loftið úr henni þar sem líklegast hefur komið smá gat á belginn. Hafrannsóknarstofnun tekur sýni úr hræinu áður en tekin er ákvörðun um hvort og hvernig því verði fargað en Umhverfisstofnun kemur að þeim þætti málsins samkvæmt verklagsreglum MAST um hvalreka. Sverrir segir að hann hafi komist nægilega vel að hræinu í dag þar sem það var umflotið sjó. Hann muni hins vegar freista þess að ná sýnum klukkan 18 í dag þegar það á að vera fjara.Taka ýmis sýni úr hræinu Aðspurður hvenær hrefnan dó segist hann telja að það sé ekki mjög langt síðan. Ástandið á hræinu virðist benda til þess að það hafi kannski verið einhvern tímann í síðustu viku. „Það hefur verið frekar svalt og sjórinn kaldur þannig að þetta geymist ágætlega í sjónum,“ segir Sverrir Hann segir ekki vitað enn þá hvað dýrið er gamalt en segir þetta meðalstórt, fullorðið kvendýr. Sverrir segir það fara dálítið eftir tegundum hvaða sýni séu tekin úr hræjum sem reka á land. „Við eigum töluvert safn af hrefnusýnum en við reynum að fá erfðasýni úr öllu, kjöt- og spiksýni upp á orku og mengun og kynfæri fyrir kynþroska og afkomu,“ segir Sverrir.
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. 28. maí 2019 15:15 Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. 28. maí 2019 15:15
Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48