Stjórnvöld og atvinnulífið taka höndum saman í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2019 19:55 Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. Forsætisráðherra segir samvinnu sem þessa forsendu þess að árangur náist og með henni séu eldri kynslóðir að svara áskorunum þeirra kynslóða sem nú séu að vaxa úr grasi. Að samstarfsvettvanginum standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofa og fjöldi fyrirtækja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var að vonum ánægður með samkomulagið. „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við vinnum saman að þessu sem ég hef kallað stærstu áskorun tuttugustu og fyrstu aldarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir undirskriftina í dag marka formlegt upphaf samvinnu stjórnvalda og atvinnulífsins í loftlagsmálum sem hún hafi lengi kallað eftir. „Bæði til að miðla því sem við höfum verið að gera vel á sviði hugvits og grænna lausna en líka til að finna sameiginlegar lausnir á þeim áskorunum sem við stöndum frami fyrir,“ segir forsætisráðherra. En þótt Íslendingar hafi staðið sig vel á sumum sviðum sé losun gróðurhúsalofttegunda enn mjög mikil á Íslandi. „Það skiptir máli að atvinnulífið komi að því verkefni með okkur annars vegar hvernig við getum dregið úr losun og hins vegar hvernig við getum aukið kolefnisbindingu. Markmiðið er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Því verður ekki náð nema með samstarfi allra aðila,“ segir Katrín. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins hefur farið fyrir hópi ýmissa samtaka atvinnulífsins í undirbúningi þessa samstarfs. Hann segir skipta sköpum að stjórnvöld og atvinnulífið vinni saman. Ríkisstjórnin hafi sett loftlagsmálin rækilega á dagskrá. „Þetta var auðvitað skýr hvatning fyrir atvinnulífið. Fyrirtæki hafa verið að velta þessum hlutum fyrir sér og mörg hver náð heilmiklum árangri. En það er sannarlega mikill metnaður og vilji til að gera betur og meira í þessum málum,“ segir Sigurður. Það mun taka á að ná markmiðum í loftlagsmálum en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra segir það líka fela í sér mikil tækifæri. „Út frá menntun, hugviti, út frá nýsköpun og út frá ímynd. Þar skipta þessar atvinnugreinar svo miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún. Loftslagsmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. Forsætisráðherra segir samvinnu sem þessa forsendu þess að árangur náist og með henni séu eldri kynslóðir að svara áskorunum þeirra kynslóða sem nú séu að vaxa úr grasi. Að samstarfsvettvanginum standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofa og fjöldi fyrirtækja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var að vonum ánægður með samkomulagið. „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við vinnum saman að þessu sem ég hef kallað stærstu áskorun tuttugustu og fyrstu aldarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir undirskriftina í dag marka formlegt upphaf samvinnu stjórnvalda og atvinnulífsins í loftlagsmálum sem hún hafi lengi kallað eftir. „Bæði til að miðla því sem við höfum verið að gera vel á sviði hugvits og grænna lausna en líka til að finna sameiginlegar lausnir á þeim áskorunum sem við stöndum frami fyrir,“ segir forsætisráðherra. En þótt Íslendingar hafi staðið sig vel á sumum sviðum sé losun gróðurhúsalofttegunda enn mjög mikil á Íslandi. „Það skiptir máli að atvinnulífið komi að því verkefni með okkur annars vegar hvernig við getum dregið úr losun og hins vegar hvernig við getum aukið kolefnisbindingu. Markmiðið er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Því verður ekki náð nema með samstarfi allra aðila,“ segir Katrín. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins hefur farið fyrir hópi ýmissa samtaka atvinnulífsins í undirbúningi þessa samstarfs. Hann segir skipta sköpum að stjórnvöld og atvinnulífið vinni saman. Ríkisstjórnin hafi sett loftlagsmálin rækilega á dagskrá. „Þetta var auðvitað skýr hvatning fyrir atvinnulífið. Fyrirtæki hafa verið að velta þessum hlutum fyrir sér og mörg hver náð heilmiklum árangri. En það er sannarlega mikill metnaður og vilji til að gera betur og meira í þessum málum,“ segir Sigurður. Það mun taka á að ná markmiðum í loftlagsmálum en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra segir það líka fela í sér mikil tækifæri. „Út frá menntun, hugviti, út frá nýsköpun og út frá ímynd. Þar skipta þessar atvinnugreinar svo miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún.
Loftslagsmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira